Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 23
23 VISIR Þriöjudagur 26. júní 1979. útvarp sjónvarp Dr. Gunnar Kristjánsson úlvarp kl. 19.35 í leit að nýjum llfsstll í erindinu verður gerð tilraun til að átt sig á á llfsstll hinnar vestrænu menningar, sagði Dr. Gunnar Kristjánsson I viötali við Visi, ,,með lifsstn á ég bæði við lifsskoðum og lifsmáta. Reynt verður að svara spurn- ingunni: á hverju byggist þessi llfsstm? En hann birtist okkur i mengun , menninga_rsjúkdómum, samkeppni, auknum vigbúnaði og stóraukinni neyslu umfram þarf- ir. í og með er þetta spurning um hið vestræna hagkerfi. Og ef þessi lifsstill leiðir okkur á braut tor- timingar, eru þá ekki til einhverj- ir valkostir, einhver annar mögu- leiki. Möguleiki sem byggist a annarri afstöðu til eigin lifs, og þeim þáttum sem viröast ein- kenni núverandi lifsstils. Ég mun'í þættinum fjalla um þessi atriði og reyna að svara þessum spurningum sagði Dr. Gunnar að lokum. Sjónvarp í kvðld kl. 20.55 Landið er fagurt og frítt Árið ’77 óskaði ferðamálaráð eftir þvi við Isfilm að það gerði mynd um hreinlæti og umhirðu íslendinga á viðavangi. Og átti myndin að sýna sérstaklega um- hirðu við þjóðvegi og i kauptún- um. Myndin er tekin allt i kringum landið, og að sjálfsögðu eru sýnd- ar báðar hliðar málsins, það er bæði góð umhirða og slæm. Flestir sem ekið h afa eftir þjóð- vegum landsins kannast við þann sóðaskap-er þar virðist vera rikj- andi.Tómar vinflöskur og sæl-‘ gætisbréf marka viðast hvar helstu leiðir. Þessi mynd er til- raun til þess að sýna fólki hvernig bæta má úr þessu. Myndina gerðu Jón Hermanns- son og Þrándur Thoroddsen. Þulur er Indriði G. Þorsteins- son. Myndintekur 30 mi'n I sýningu. Þvi miður er þetta algeng sjón i mörgum kaupstööum landsins. deiglunni Hvalur dreginn upp i hvalstöðina I Hvalfiröi Hvalveiðar og hvalvernd hafa verið mikið deilumál á islandi undanfarna daga. Sýnist sitt hverjum og ekki eru allir á eitt sáttir um hvort við islendingar of- veiðum hvalinn eða ekki. Hvalveiðar og hvalvernd verð- ur einmitt aðalefni þáttarins Deilumál I deiglunni i kvöld. Við- ræðum stýrir Guðjón Einarsson en hann fær til liðs við sig fulltrúa Greenpeace-samtakana, for- stjóra Hvals hf. og starfsmann Hafrannsóknastofnunar, til þess að varpa ljósi á þessi deilumál. Síðar munu þeir Þórður As- geirsson starfsmaður Sjávarút- vegsráðuneytisins, en hann er jafnframt forseti alþjóðahval- veiðiráðsins, og Geir Vilhjálms- son varaforseti sambands is- lenskra náttúruverndarfélaga, skiptast á skoðunum um málið i sjónvarpssal. Deilumál í útvarp dfcT" Þriðjudagur 26. júni. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Kapp- hlaupiö” eftir Kare Holt Siguröur Gunnarsson les þýðingu sina (14). 15.00 Miðdegistónleikar: Sinfóniuhljómsveit RIAS-útvarpsstöðvarinnar i Berlin leikur „Þjófótta skjórinn," forleik eftir Rossini: Ferenc Fricasay stj. /Fílharmoniuhljóm- sveitin i Osló leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr op. 4eftir Johan Svendsen: Miltiades Caridis stj. 16.00 Fréttir. Tilky nningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan: „Sumarbókin” eftir Tove Jansson Kristinn Jóhannssonles þýðingu sina (2). 17.55 A faraldsdæti: Endur- tekinn þáttur um útivist og ferðamál frá 24. þ.m. Umsjón: Birna G. Bjarn- leifsdóttir. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöodsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 leit aö nýjum lifsstD Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur á Reynivöll- um i Kjós flytur synoduser- indi. 20.00 K a m m er t ón 1 is t: Allegri-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 2 I C-dúr eftir Benjamin Britt- en. 20.30 (Jtvarpssagan: „Niku- lás” eftir Jonas Lie Valdis Halldórsdóttir les þýðingu sina (8). 21.00 Einsöngur: Sigurður Ólafsson syngur Islensk iög Carl Billich o.fl. leika með. 21. 20 Sura arvaka a. Aldamótamaður — umbóta- maður Erindi um Björn Guðmundsson fyrrum skólastjóra á Núpi i Dýra- f iröi á aldarafmæli hans eft- ir Jóhannes Daviðsson i Neðri-H jarðardal. Jens Hólmgeirsson les. b. Ljóö á barnaári Snæbjörn Einarsson les frumortan ljóðaflokk. c. Milli sands og skerja Þorsteinn Matthias- son kennari minnist dvalar sinnar i Grundarfirði. d. Kórsöngur: Karlakór Revkjavikur syngurlög eft- ir Bjarna Þorsteinsson. Einsöngvarar: Sigurður Björnsson og Guðrún Tómasdóttir. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 22.30 Fréttir. Veöurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Harmonikulög Andres Nibstad og félagar leika. 23.00 A hljóöbergi. Umsjónar- Þriðjudagur 26. júni 1979 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsiigar og dagskrá 20.30 Landiöer fagurt og fritt Kvikmynd um hreinlæti og umhirðu Islendinga á vlöa- vangi. Myndina gerðu Jón Hermannsson og Þrándur Thoroddsen. Þulur Indriði G. Þorsteinsson. 20.55 Deilumál I deiglunni Viðræðum stýrir Guðjón Einarsson. 21.45 llulduherinn. Lokaþátt- ur. Mannaveiöin mikla. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 22.35 DC-10 til rannsóknar Bresk fréttamynd um DC-10 og eftirköst flugslyssins mikla i Chicago á dögunum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.50 Ilagskrárlok. OHAMINGJA A UPPSPRENGDU VERBI Margir fylgdust meö mála- ferlunum yfir Jeremy Thorpe með nokkrum áhuga. Bæöi var hann sakaður um hátterni sem jafnan vekur forvitni og ekki dró úr athyglinni aö I hlut átti einn þekktasti leiötogi Breta á siöustu áratugum. Thorpe hefur IDdega tekiö hliöarhopp á yngri árum, einsog henda mun suma þeirra sem dvelja of lengi á heimavistarskólum, og þá hefur hann ekki búist við að þar meö undirritaöi hann sinn eigin póli- tiska dauðadóm. Hér á landi þekkja menn ekki kviödóma- réttarhaldiö, þarsem snflld lög- manna, ogframkoma þeirra og sakbominga og vitna geta ráðiö úrslitum um niöurstööu. Hefur veriö fróðlegt aö fylgjast með hvernig lögfræöingur Thorpes dró úr gildi framburðar vitn- anna, meö þvi aö sýna framá aö þau heföu veigamikilla hags- muna aö gæta, þvi Thorpe var þeim miklu dýrmætari sekur en saklaus, vegna þeirra samninga sem geröir höföu veriö viö dag- blöö og önnur útgáfufyrirtæki. En þessi réttarhöld eru einnig dæmi um aö ekki þarf allt aö vera sem sýnist, þegar almenn- ingur smjattar á áburöi sem menn eru bornir. Og þá er rétt aö hafa i huga að sýkna dóm- stóls eftir erfiö og persónuleg réttarhöld er ekki endanleg uppreisn fyrir menn. Það er ekki laust við að hug- urinn flögri aö nærtækum dæm- um, þegar sagt er frá hve dýru verði allvirðuleg blöö vildu kaupa óhamingju Thorpes. Þaö er varla vafi á að margir blaða- menn og blaðalesarar lita á vondar fréttir sem góöar fréttir og öfugt. Sýknaöur Thorpe var ekki f járhagslegur hálfdrætt- ingur á við Thorpe tugthúslim og allt aö þvi moröingja. Það er varla ofsögum sagt, aö þegar dómsmál bar sem hæst hér á landi fyrir nokkrum árum var töluveröur hluti tslendinga farinn aö efast um aö Ólafur Jóhannesson væri allurþar sem hann er séður I þeim efnum. Þegar timinn hefur smám sam- an sýntfram á hiö gagnstæöa þá er þaö ekki fréttaefni lengur, og þeim efasemdum sem tókst aö Jeremy Thorpe sýknaður læða inn þá, veröur aldrei aö fullu eytt. Þess vegna ættu mcnn aö hafa i huga að trúa hægt þegar hratt er talaö um ávirðingar einstakl- inga I samfélaginu. Þaö er ill- skárra að sökudólgarnir leiki lausum hala lengur en ella. en hitt að saklausir séu brenni- merktir svo að aldrei verði fylli- lega máð út. Stundum er látið aöþvi liggja að ..hvitflibbakrimmar" sleppi betur frá afbrotum sfnum en aðrir menn. Stundum kann sú fullyrðing að eiga rétt á sér. En að öðru jöfnu er ekki skárra aö detta úr háum sööli en hrasa á jafnsléttu. Það liefði ekki oröiö heimsviðburöur aö maöur heföi fengið annan til aö flundra að- vörunarskoti á hund tfskusýn- ingamanns með kynferöislega sérgáfu, nema af þvi að atburð- imi mátti rekja til þjóðþekkts m a nns. Stundum getur þvi verið miklu betra aö vera jón en séra jón, eða hvaö? Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.