Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 26. júnl 1979. 9 I Danmörku eru u.þ.b. 4000 íslenskir hestar og er danska islandshestafélagið það stærsta sinnar teg- undará meginlandi Evrópu. Félagið var stofnað árið 1968 og voru stofnfélagar 38/ en félagatalan óx hratt og nú eru í félaginu 700 meðlimir skráðir. En venjan er sú/ að fjölskyldumeðlimir félaganna séu ekki síður áhugasamir um hestamennskuna/ þannig að raun- verulega eru um 1200 manns/ sem sinna félaginu af alhug. Meðlimirnir dreifast að sjálfsögðu um allt landið/ svo ekki er möguleiki fyrir því að þeir hittist mjög oft/ en 17—18 svæðisbundin hestamannafélög mæta þar þörfinni að sýna sig og sjá aðra og þá að sjálfsögðu hestana líka. Danska Islandshestafélagið gefur út margs konar bókmenntir um íslenska hestinn og 10 sinnum á ári kemur út tímaritið Tölt, sem er mjög vandað og gagnmerkt rit. Ritstjóri Tölts er Is- lendingur, Gunnar Jónsson, og er hann einnig fyrr- verandi formaður félagsins. Núverandi formaður fé- lagsins er Ole Lassen og hefur hann verið formaður siðastliðin fimm ár. sögur af þvi, hvernig islenskir hestamenn plötuðu aflóga bykkjum inn á fáfróöa útlend- inga, en nú eru útlendingarnir orönir miklu betur að sér, svo þaö heyrir til undantekninga, ef menn reyna eitthverja pretti. Bl: Hefur þú komið til íslands sjálfur? Ole: Já, við vorum á lands- mótinu á Þingvöllum i fyrra og þaö var stórkostleg upplifun. Nú er konan oröin svo hrifin af fs- landi, aö hún heimtar að viö för- um þangað á hverju ári, en þaö er bara svo dýrt, maður. Við urðum bæði yfir okkur hrifin af landi og þjóð, en það verður lika sjálfkrafa draumur allra eig- enda islenskra hesta, að ferðast til fslands. Dóttir okkar var lika á islenskum sveitabæ i fjóra mánuði og hún varð svo hrifin, aö hún ætlaði ekki að fást til að koma heim aftur. Ævintýrareið Fyrstu dagana á fslandi vor- um viö gestir Sambandsins, en svo fórum við i ferðalag um landið á bilaleigubil og það var stórkostlegt. En það var þó ekki eins mikil voðaferð og einn kunningi okkar danskur fór, þegar hann reið með hesta- mönnum á landsmótiö. Þaö var riðið yfir fjöll og firnindi og margar ár og aumingja maður- inn, sem aldrei hafði upplifað neitt i likingu við þetta, hélt að dagar sinir væru taldir. Verst þótti honum að riða yfir árnar og svo var hann skelfingu lost- inn yfir þvi, að íslendingarnir voru flestir blindfullir og hann var viss um að þeir gætu aldrei bjargað sér, ef hann félli i ein- hverja ána. En þeir komust nú samt allir heilu og höldnu á áfangastað og nú talar hann um þetta eins og ævintýri úr þúsund og einni nótt? Bl: Hvernig tryggið þið væntanlegum kaupanda, að hann sé að kaupa hest af góðu kyni. Ole: Viö höldum mjög nákvæma ættartölu yfir hvern hest. Allir islenskir hestar i Danmörku verða aö heita is- lenskum nöfnum, það er skil- yrði til að fá vottorð um ættar- tölu. Við höfum gefið út bók með islenskum hestanöfnum, sem allir meðlimir fá afhenta um leið og þeir ganga i félagið. En það er ekki vist aö tslendingur myndi skilja nafnið, þegar það er mælt úr munni Dana. Við höfum okkar eigin framburð á nöfnunum, eins og gefur að skilja. — Heyrðu, annars ættir þú að koma á morgun á stóðhestamót hjá okkur, þaö gæti orðiö eitt- hvað meira til að skrifa um. Ole Lassen sýnir einum hesta sinna VIsi. Lone Lassen á Grákollu. ast islenska hesta i Danmörku. Svo hefur islenski hesturinn það fram yfir aðra hesta, að hann er ódýr i rekstri, þannig aö hátt kaupverö jafnast fljótt út i litl- um rekstrarkostnaði. Texti og myndir Magnús Guðmunds- son. Margir prettaðir í byrjun Bl: Farið þið alltaf til tslands til hestakaupa? Ole: Hin siðari ár hefur verið minna um það, menn kaupa frekar hver af öðrum hér heima, þvi að tollar og allur flutningur er orðinn svo dýr. Bl: Hvernig eru tslendingar sem hestasölumenn? Ole: Það er mjög skemmti- legt að eiga i hrossakaupum við tslendinga og það eru til margar 700 meðlímir í danska íslandshestaféiaoinu: íslenskl hesturlnn ðdýr I rekslri Mikil eftirspurn en litið framboð Ole Lassen tók mjög vel i aö ræða við Visi og var blaðamanni boðiö heim á fallegt sveitabýli Lassenhjónanna rétt fyrir utan Hilleröd á Sjálandi. Bl: Hvernig er markaður fyrir islenska hesta hér i Dan- mörku i augnablikinu? Ole: Hann er mjög góður, eft- irspurnin er miklu meiri en framboðið og þar af leiðandi er verölagið nokkuö hátt. Einnig hefur verið mikil verð- hækkun á islenskum hestum hin siðari ár. En kostir hestsins vega miklu meira en verðið og er þvi fólk mjög áfjáð i að eign-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.