Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 14
14 VISIR Þri&judagur 26. júnl sandkorn Umsjón: Sæmundur GuOvinsson Matarvélin B a k a r a m e i s t a r i n n i Vestmannaeyjum hefur nú fest kaup á töfravél mikilli sem getur séö ölium Eyja- skeggjum fyrir mat á auðveldan hátt og raunar geta heimamenn vart haft undan aö éta úr vélinni. Maskina þessi framleiðir sem sagt tiu þúsund hamborgara i brauði á dag, eitt þúsund pylsur á klukku- stund og sex þúsund gráfikju- kökur á sama tima, svo dæmi séu nefnd. Það má segja að þeir séu dáiitið sér á parti Vestmanna- eyingar I þessum efnum sem öðrum. Bannað að spara Þaö litur út fyrir aö erfiií veröi að koma fram sparnaði i rikisrekstrinum hvað varðar mannahald og iaun ef iitið er til deilunnar sem upp kom I Frlhöfninni. Þar vildu fast- ráðnir starfsmenn knýja það fram að lausráöiö sumarfólk væri iátið vinna miklu lengri tima á dag en þörf er á og auövitaö var þessi krafa studd af stjórn BSHB. Svona ilciðinni mætti spyrja tii hvers þurfi aö hafa tvo for- stjóra i Frihöfninni. Hefur fjármálastjórinn ekki alfarið tekið við störfum þess sem titlaður er forstjóri? Mállreisl Umræöur um þrumuræðu Sigurðar Lindals I sjónvarpinu á dögunum hafa koðnað niður að mestu. Kannski að ástæðan sé sú aö Siguröur er einn af aðalmönnum hins svonefnda Máifrelsissjóös sem tekiö hef- ur að sér aö standa straum af greiðslu bóta vegna dóma i VL málunum. Auðvitað hlýtur Málfrelsissjóður aö vilja algjört frelsi I öllum máiflutn- ingi hver sem á I hlut? Dýrahald Nonni litli var ósköp dapur i skóianum og kennarinn spurði hvað væri að. — Mig langar tii aö eignast kött en mamma vill ekki hafa dýr i húsinu. — En hvað meö pabba þinn. — Þaðeralltilagi. Mamma lofar honum aö vera. íijk. ER ÍSJAKINN AB ÞUNA? Hann viröist ekki aldeilis tilfinningalaus á þessari mynd, Isjakinn Björn Borg Hver kannast ekki við Björn Borg, sænska tennisleikarann. Yfir- leitt hefur hann verið talinn tilfinningalaus og kaldur maður, sem hugsar ekki um annað en iþrótt sina. En meðfylgjandi myndir sina annað. Björn Borg með kær- ustu sinni, Mariönu Simonescu. Hún var með Birni þegar hann vann opna franska meistaramótið fyrr i þessum mánuði. Þau voru eins og öll önnur ástfangin pör og þykir nú vist að fleira entennis komistfyriri huga Björns. Það er að visu rétt að hann tekur iþrótt sina mjög alvarleg- um tökum og i keþpni er einbeit- ing hans fullkomin. Hann hefur enda fengið á sig viðurnefnið Ice-Borg, eða isjakinn. En Björn hefur uppskorið árangur erfiðis sins. Hann er nú fremsti tennisleikari heimsins og tekjur hans eru stjarnfræöilega mikl- ar. „Borg er dæmigerður Svii og tilfinningasvið hans nær frá A til A”, skrifaði breskur Iþrótta- fréttaritari nýlega. En Mariana er ekki á sama máli. „Björn er tilfinninganæmur maður. Þaö er bara á tennis- vellinum sem hann virðist kald- rifjaöur”. Og Mariana ætti að vera dómbær. Hún og Borg hafa ver- ið trúlofuð i þrjú ár. Sérfræðingar töldu aö þaö hefði slæm áhrif á Borg sem tennisleikara, þegar hann ákvað aö trúlofast Mariönu, aö einbeiting hans yrði minni. En i dag eru menn á annarri skoðun. Borg er orðinn enn betri tennisleikari en hann var og er stöðugt að verða betri. „Mariana er það besta sem hefur komið fyrir mig”, er álit Björns Borg á þessum vanga- veltum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.