Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 12
Texti: Páll Magnússon VíSUt KuS^£^^udagi| 26. júnl 1979. 13 Þótt rigningin sé slæm þá skemmir hún ekki matariystina. Sveinn, Aldfs, Þorbjörn og Siddý aö snæö- ingi. Eftir 11 mánaöa brauöstrit i sveita sins andiits, finnst fólki fátt yndis- legra en aö taka saman pjönkur sin- ar og h alda út I sumariö og friiö. En hefur nokkurn tima veriö sumar á tslandi? Heyrsthafa þær raddir sem segja þaö heillavænlegast fyrir þjóö- ina aö henni væri, I eitt skipti fyrir öll, komiö I skilning um aö hér á landi er ekkert sumar og veröur aldrei neitt sumar. Þaö kæmi I veg fyrir margt þunglyndiskastiö ef fólk hættiaðbiða eftir þeim sumrum sem aldrei koma. Vfcismenn brugöu sér í Munaöar- nes einn grámyglulegan rigningar- daginn I siöustu viku, og spuröu fólk hvaö þaö heföi helst fyrir stafni I sliku veöri. í sund á hverjum morgni Fyrst hittum viö aö máli þau hjón- in Guömund R. Einarsson og Höllu Kristinsdóttur Ur Reykjavlk. ,,Viö höfum veriö hérna i viku og þaö hefur veriö skúraveöur og skýj- aö allan timann. Viö höfum þvl ekki veriö jafn mikiö útivið eins og við heföum kosiö, en þó förum viö I sund á hverjum morgni. Einnig höfum við borið þaö viö að leig ja okkur hesta og fara I útreiðar- túr, annars heldur maður sig mest inni,” sögöu hjónin. „Þaö er mjög gott aö vera hérna I Munaðarnesi og aöstaöan öll til fyr- irmyndar, en þegar veðrið er svona leiöinlegter maður búinn að fá alveg nóg eftir vikuna,” sagði Halla, og bætti þvl við aö hún heföi prjónaö einhver kynstur þessa viku. „Ég kem hingaö oft á haustin og þykistþá veraað fara til rjúpna. Mér finnst ágætt aö vera hérna, en þaö vantar fleiri leikvelli og leiktæki, bæöi fyrir börn og fullorðna. Eins finnst mér aö samgangurinn mætti vera meiri milli þeirra sem hér búa,” sagði Guömundur. Dótturdóttir þeirra h jóna kom meö þeim I Munaöarnes, og þreyttist hún seint á aö spyrja hvort veðriö væri Hver var aö tala um kynslóöabil? Anna Þóra (sú yngri) og Sigrlður róla sér hinar ánægöustu, þrátt fyrir dumbungsveöur. jafn slæmt á Islandi. Hún haföi farið með Akraborginni yfir hafið og var þess fullvissaðtslandværi á allt öör- um breiddargráðum en Munaöames. Ýmislegt til skemmtunar Þorbjörn og Siddý frá Hafnarfirði ætluðuséraðeyða viku, af mánaðar- sumarfrn sinu, I Munaöarnesi. „Við höfum gert ýmislegt okkur til skemmtunar, m.a. fórum viö til Borgarness á 17. júnl og fylgdumst meö hátiöarhöldunum þar. Eins höf- um viö heimsótt kunningja okkar á Kleppjárnsreykjum og fengum þar lánaöa hesta,” sagöi Þorbjörn. ,,Við förum i sundlaugina á hverj- um degi, en annars heldur maöur sig mest innan dyra. Þaö er óskaplega svekkjandi þegar þaö rignir svona dag eftir dag,” haföiSiddý um málið að segja. tþessuvaknaöiSveinn, 5ára sonur þeirra hjóna, og við spuröum hann hvernig honum líkaði Munaðarnes- dvölin. „Þaöer ekkerthægt aðgera hérna og mér hundleiðist,” sagöi Sveinn og vildi siðan ekki ræða frekar við blaöamenn. Foreldrar Sveins höfðu þá skýr- ingu á önugheitum sonarins að hann væri nývaknaður, en blaðamaður var ekkf grunlaus um að veðrið ætti hér einnig hlut að máli. Ljómandi gott Við hittum Sigrlöi Guömundsdótt- ur frá Reykjavik þar sem hún var að róla með barnabarni sinu. ,,Mér finnst ljómandi gott að vera hérna, og það væri hreint út sagt dýrlegt ef sólin væri okkur svolitið eftírlátari. Við höfum ferðast heilmikið um Borgarf jörð, en ef veðrið hefði verið betra, Jtó hefðum við sjálfsagt verið meira heima við og sleikt sólina. Það er alltaf hægt að finna sér eitt- hvað til dundurs og alveg óþarfi að láta sér leiðast, þó veðrið sé ekki sem best.” sagði Sigrfðurog var hin kát- asta. P.M. „Þaö er flnt að leika sér I rigningunni, en við viljum nú samt aö sólin fari aö koma”, sögðu þau Halla, ólöf og Guðmundur. Siddý tekur buxur af snúrunni, enda er lltil von til þess að rigningin þurrki þær. „Það er hundleiðinlegt hérna”, sagði Sveinn og var hinn snúðugasti við blaðamenn. Guðmundur R. Einarsson og Halla Kristinsdóttir við bústað sinn. Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.