Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 15
VANTAR ADSTOÐU FYRIR „ÁHUGA’-ÁHUGAMEHN ,,Áhugamaður” skrifar Þaö hefur verið til siðs að skipta iþróttamönnum upp i at- vinnumenn og áhugamenn og er þá venjulega átt við hvort menn hafi fulla atvinnu af iþrótt sinni eða ekki. Mér finnst þó vanta inn i þessa sundurgreiningu á iþróttamönnum að rætt sé um þá sem „hvorki eru atvinnu- menn né” áhugamenn eins og þeir mundu vera skilgreindir á iþróttasiðum dagblaðanna. Þar á ég við okkur þessa „dúllara” sem finnst gaman að hlaupa út undir beru lofti af og til þegar vel liggur á okkur og sparka i tuðru eða gera eitthvað ámóta alvarlegt af okkur. Mér virðist sem aðstaða fyrir þessa tegund af áhugamennsku á iþrótta- og opnum svæðum höfuðborgar- innar sé af mjög skornum skammti. Þessu til staðfesting- arskal ég segja eina smásögu: Ég og nokkrir vinnufélagar minir ætluðum nýlega i fótbolta en vorum svo óheppnir að finna alla fótboltavelli yfirfulla annað hvort af stórköllum eða smá- pollum. Loks sáum við einn grasvöll úti I mýri þar sem tveir strákar voru að leika sér og gát- um við með haröfylgi miklu rænt þá öðru markinu. Þvi vaknar sú spurning: Er ekki hægt að nýta þá aðstððu og fjármagn sem opinberir aðilar verja til iþróttamála þannig að það komi sem flestum til góða og þá ekki bara „atvinnu”- áhugamönnum? Það vantar aðstöðu fyrir þá sem vilja iðka fótbolta sér til heilsubót ar en eru ekki i knattspyrnuféiögum. Vlröumst vera for- hertlr kyn- Dáttahatarar Gunnar ólafsson hringdi: „Við íslendingar getum verið óttalega andstyggilegir á köfl-, um. Og sú þjóð sem hefur lengi vel talið sig vera lausa við kyn- þáttafordóma virðist nú vera forhertur kynþáttahatari, og ef- laust með þeim verstu i heimi, þegar á reynir. Það er furðulegt að elskulegir ráðamenn okkar skuli fara i kringum beiðni Flóttamanna- hjálparinnar eins og köttur i kringum heitan graut og vilja ekki gefa upp afstöðu sina. Það er ekki nema sjálfsagt að við tökum á móti þessu flótta- fólki frá Vietnam. En mér finnst sumt af þvi sem fram hefur komið hjá mönnum bera ansi mikinn keim af kynþáttastefnu Adolfs frænda forðum daga.” SPYRJA Þessi mynd er tekin um slðustu áramót I stærstu flóttamannabúð- um Malasiu en þar var tala flóttamanna komin i 24.000. ÞJÓÐINA FYRST Vilhjálmur Sigurðsson skrifar: „Nú mun Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á það við þjóðir heims að þær taki við flóttamönnum frá Vietnam þar sem kommúnista- stjórnin hefur hrakið hundruð þúsunda úr landi. Hver man ekki þegar Viet- kong, þessir frelsarar Vietnam, voru lofaöir viða um lönd en frá þeim flýr fólkið nú. Það er stór spurning hvort við eigum að taka við flóttamönn- um þaðan og þar með byrja á þvi að lita þjóðina smátt og smátt. Eg veit að þaö er erfitt að hafna þessu en það er lika erfitt að segja já. Ég skora þvi á Visi að láta fara fram nú þegar við- tæka skoðanakönnun um vilja þjóðarinnar. Ég held að stjórn- málaflokkarnir og stjórnvöld hafi ekki leyfi til þess að flytja inn annan kynstofn án þess að spyrja þjóðina.” Breyttwr OfHHmartimi OPID KL. 9—9 Allar skreytbifwr Mkaar af fag>^öa(Miin. N«8 bllattiBði a.m.k. á kvöldin lilOMtAMXHlt II AKN ARS I R 1 II simi 12717 „gressilega góar reisur tilPöroya fyri Vlsiskrakka” Allir blaðburða- og sölukrakkar Vísis geta tekið þátt í leiknum með því að vinna sér inn lukkumiða. Lukkumiða! HVERNIG ÞÁ? TIL ÞESS ERU ÞRJÁR LEIÐIR. LeiðhSALA Sérhver Vísiskrakki sem selur blaðið í lausasölu fær EINN LUKKUMIÐA fyrir hver 20 blöð sem hann selur. Leið 2: DREIFING Vísiskrakki sem ber út blaðið fær 6 LUKKUMIÐA á viku fyrir kvartanalausan útburð. Leið3:BÓNUS Sá sem hefur hreinan skjöld eftir eins mánaðar útburð á Vísi fær 6 LUKKUMIÐA í bónus. Og sá sem hefur selt 500 BLÖÐ eða meira í lausasölu yfir mánuðinn fær 6 LUKKUMIÐA í bónus. 12 ævintýraferðir i boöi I Þeir sem eiga flesta lukkumiða _ __ ___________________ til Færeyia verður dregin út 15. ÁGÚST eiga því ’meiri Smurbrauðstofan BJORNINIM Niólsgötu 49 ~ Simi 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.