Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 16
» M \ t rp.hf,l t*Í f'Y'1 r5'•’T' vit « Um 'ijón: Sigurveig Jónsi/jttir vism Þriöjudagur 26. júnl 1979. Feraud (Harvey Keitel) meö byssu I lokabardaga einvigisins. Á19. ÖLD Einvigiskapparnir/The Duellists. Bresk. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Gerald Vaughan- Huges eftir sögu Joseph Conrad, „The Duel”. Tónlist: Howard Blake. Sýningartimi 101 min. Aðalhlutverk: Keith Carradine og Harvey Keitel. Conrad byggir sögu sina á fréttúr frönsku dagblaði, en þar sagði frá tveim herforingjum i her Napóleons keisara, sem háðu einvigi, meö hléum, af tylliástæðum, á meðan hin miklu strið stóðu yfir i byrjun 19tu aldarinnar. Myndin fjallar um þetta efni á nokkuð óvenjulegan hátt. Hún setur fram sem andstæður, þá heimsku mannsins að heyja einvigi, leiksins vegna, gegn þeirri skynsemi náttúrunnar, að leita aldrei eftir hættunum held- ur foröast þær. Þetta atriði kemur strax fram i byrjun myndarinnar. Þar heyr Feraud (Keitel) einvigi við frænda borgarstjórans i Strasbourg. Er hann rekur frændann i gegn, skiptir myndin yfir á gæsahóp sem, skynsamlega hræddur, flýr þessa vitleysu. Og i öllum einvigjunum heyrist i dýrum, hestar frisa, kindur jarma, o.s.frv. Þrátt fyrir mikið ofbeldi bjó þetta timabil yfir miklum töfr- um. Hinn glæsilegi her Napóle- ons var i óða önn að leggja undir sig Evrópu, og hugtök eins og sæmd, heiður og hugrekki voru i hávegum höfð. D’Hubert (Carradine) undir- strikar glæsileik þessa timabils. Hann hefur viðkunnanlegt and- kvikmyndir lit, og hefur tileinkað sér praktiska framkomu gegn þeim sem kunna að standa i vegi fyrir honum. Hann flækist i einvigið vegna óheppni. Yfirforingi hans sendir hann til þess að ná i Feraud og setja hann i stofu- fangelsi út af einvigi Ferauds og frænda borgarstjórans. Það að hann nær i Feraud á heimili heföarkonu nokkurrar telur Feraud næga ástæðu til einvigis við D’Hubert. Myndin fylgir sið- an D’Hubert eftir, lýsir persónulegu lifi hans, en hinn þreytandi og reiðigjarni Feraud verður nokkurskonar bak- persóna sem biður ávallt færis á þvi að drepa D’Hubert i einvigi. Leikur i myndinni er mjög góður. Keith Carradine er einn af Carradine-bræðrunum, og að minu áliti hefur hann meiri leik- hæfileika en hinir báðir til sam- ans. Harvey Keitel er okkur að góðu kunnur. Hann lék meðal annars aðalhlutverkið i mánu- dagsmynd Háskólabiós fyrir skömmu. Hér er hann i hlut- verki manns sem er svo hreyk- inn af sverðkunnáttu sinni að hann verður að sýna hana i, tima og ótima, og stofnar af þeim sökum til einvigja af nærri engum sökum. Keitel sýnir vel þann styrk og vilja sem slikur maöur þarf til að bera. Tvær konur fléttast inn i lif D’Huberts. Onnur er herkona (Diana Quick), og hin er eigin- kona D’Huberts seinna i mynd- inni. (Cristina Raines). Báðar skila hlutverkum sinum með mikilli prýði. Mikið af þekktum leikurum eru I aukahlutverkum. Má þar nefna Albert Finney, Edward Fox og Tom Conti. Sviðsmyndin minnir dálitið á mynd Kubricks „Barry Lyndon”. Myndin er ávallt falleg fyrir augað hvort sem verið er að sýna landslag eöa þá nálæg efni svo sem flösku af vini, perur og brauð á borði herlæknis eða mýs að éta ost og epli á heimili D’Huberts. óhætt er aö segja að ekki er sýnd betri mynd i bióhúsum borgarinnar þessa dagana,—Fi- B&gm nj WMmm, ■ Listaverkasýningin er i garöi viö gamalt óöalssetur sem heitir Middelheim. verk eftir fslenska listamenn á höggmyndasýnlngu I Antwerpen Fjórir íslenskir listamenn eiga verk á höggmyndasýningu sem stendur yfir i Antwcrpen. Það eru þeir Jón Gunnar Arna- son, NÍels Hafstein, óiafur Lárusson og Halisteinn Sigurös- son. Sýningin var opnuö 17. júni og stendur fram I október. Að sögn Hallsteins Sigurðs- sonar myndhöggvara, hafa ver- ið haldnar svona sýningar annað hvert ár i Antwerpen og þá frá afmörkuðum menningarsvæð- um i hvert skipti. Að þessu sinni væri sýningin eftir listamenn frá Norðurlöndum. Hallsteinn sagði að hann og Jón Gunnar hefðu sent verk sin út, en sá siðar- nefndi hefði sett verk sin saman sjálfur þar ytra. Niels Hafstein og Ólafur Lárusson vinna hins- vegar sin verk á staðnum. Jón Gunnar á tvö verk á sýn- ingunni. Annað er flotholt sem fljóta á vatni. Þau eru tengd saman og upp úr þeim stendur viravirki með spegli. Hitt verkið er úr gljáandi rör- um, einnig með speglum og nefnist „Sólbörur”. Hallsteinn á einnig tvö verk á sýningunni, hvita gólfmynd og rauöa veggmynd. t norska blaðinu Verdens Gang er fjallað um aðild Norð- manna að þessari sýningu og sagt að þetta sé i fyrsta sinn i tuttugu ár sem úrval af norskri höggmyndalist sé flutt til ann- ars lands og sýnd þar. Sýningin er I stórum garði viö óöalssetriö Meddelheim. Þar eru 170 verk eftir sjötiu lista- menn frá Noregi, Finnlandi, Is- landi, Danmörku og Sviþjóð. Antwerpen greiðir flutnings- kostnað undir verkin og telur greinarhöfundurinn, Klaes Krogh þetta vera einstakt tæki- færi til að kynna norska list. Islensku listamennirnir munu allir vera staddir i Antwerpen, að undanteknum Hailsteini Sigurðssyni. — jm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.