Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Laugardagur 30. júnl 1979. mi „Það er skilyrði að bera virðingu fyrir þvi sem maður er að gera”. — Ljósin Eiien og Stefán. erum með og það sem Gunni Þórðar, Helgi Pé, Magnús og Jóhann hafa fram að færa. Seinni hlutann yrði slðan spilað fyrir dansi. En það hefur skap- ast rútína á þessum sveitaböll- um sem erfitt er að uppræta. Fólk sér ekki nema tiu gráður fram fyrir sig...” Ellen: „Ég tæki nú ekki svona sterkt til orða, þvi það leyndust nokkrir inni á milli sem vildu virkilega hlusta”. við að þjóna Friðrik: „Það þyrfti lika að flytja inn bjór, svo maður þurfi ekki að flytja sjálfan sig út”. Stefán: „Þaö mætti leggja bjórleiðslu frá Danmörku. Og svo vil ég bara óska Islending- um til hamingju með flugdag- 1 framhaldi af þessu með efnahagSvandann. Hvernig gengur að lifa af tónlistinni? „Við erum öll að drepast. Við söfnum auði á himnum”. Þau fást eingöngu við tónlist- ina, vinna að minnsta kosti ekki fastan vinnutima nema Frið- rik”. „Núna er ég að vinna til að veita sjálfum mér aðhald”, út- skýrir hann. „Rikjandi mórall i þessum bransa er svo óreglulegur”, bætir Stefán við. „Þar ræður 'engin stimpilklukka”. Þau eru sammála um að vinnutiminn sé of óreglulegur. „Þetta gefur aumingjadómnum i manni tækifæri. Að hafa ekkert aðhald skapar visst kæruleysi. Maöur hefur vanist þvi að vera i skóla og þurfa aö vinna”. Ellen: „Haft alltaf eitthvað til að stefna að. Og það geri ég. Reyni alltaf að finna einhvern punkt sem ég stefni að”. Stefán: „Þó ekki sé nema að lifa þennan eina dag af. Það versta sem getur komið fyrir hljómsveit er stefnuleysi, að skrimta af eina helgi. Það er skilyrði aö bera virðingu fyrir þvi sem maöur er aö gera. Og það sem heldur þessu lifandi hjá okkur er að viö erum sann- færð um aö við séum aö vinna að einhverju”. Ljósin i bænum eru auk þeirra þriggja, Gunnar Hrafns- son bassi, sem ásamt Stefáni og Ellen var i upprunalegu Ljósun- um, en nýir meðlimir auk Frið- riks, eru Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Gunnlaug- ur Briem trommuleikari. Yngsti maðurinn I hljómsveit- inni er 16 ára. Sá elsti 22ja ára. Ljósin i bænum verða farin i sumarfri eftir nokkra daga. Burt frá Reykjavik, sem Ellen kallar robottown, eða vél- mennaborgina, i framhaldi af umræöum um fremur dauft og tilbreytingarlitið lif i höfuöborg- inni. Ellen ætlar uppi sveit. Eflaust uppi Borgarnes og i eldgamlan sumarbústað sem hún erfði. Friðrik sennilega til Þýskalands og Stefán til Parlsar. Meö saxófóninn sinn i lestar- stöðvarnar neðanjarðar til að spila, sagði hann. t grini þó. —EA ,/Eigum fólki?" Ljósin þrjú: „Þetta hefur að visu batnað úti á landi, en það er allt annað að spila fyrir fólk I Reykjavik. Og sennilega er skemmtilegast að spila i Klúbbnum. Þangað kemur fólk eingöngu til að hlusta. Og spurningin er nefnilega, á fólkiö að koma til móts við okkur, eða eigum við að þjóna þvi? Fólk verður að koma til móts við okk- ur. Annars höfum við enn ekki fengið tækifæri til að spila fyrir okkar sterkasta markað, sem eru skólarnir. Við höfum ekki fengiö tækifæri til þess enn, þvi við byrjuðum að sumri til”. „Það er erfitt að vera dans- hljómsveit, en miklu erfiðara að vera meö frumsamið efni sem gerir kröfur til áheyrenda”. Þaö er strax önnur plata i bl- gerö. Það er til efni, ,,en bandið þarf að ná betur saman”, segir Ellen. „Annars eru peningafúlgurn- ar svo ægilegar þegar plata er gefin út, að hún verður hrein- lega aö seljast”, segir Friðrik. „Og það gerir þær kröfur til okkar að músikin geti oröið vinsæl, og þá t.d. að hægt sé að dansa eftir henni. Og við erum nú einu sinni þannig, að okkur stendur hreint ekki á sama ef útgáfan tapar á þessu”. „Þetta er spurning um að byggja upp markað, og ef það tekst, þá getum við leyft okkur meira. Svo dreymir okkur um að komast á erlendan markað. Steinar hefur gert góöan samn- ing við CBS, sem felur það með- al annars i sér að CBS taki verk- efni frá Steinari til sérstakrar athugunar. Þeir ætla að hlusta á plötuna Disco Frisco, og það kæmi þá til greina að gefa hana út erlendis, eða þá næstu plötu. Það er möguleiki á að þeir vilji fá aðra plötu, til að sjá fram á að við vinnum að þess heilshug- ar”. „Auðvitað er planið að halda áfram. Og reyna aö halda mjög sterkri einingu. Okkur finnst æöislega vænt hverju um ann- að!” „Annars er það skritið”, bæta þau við”, að það rikir allt annað viðhorf til þeirra hljómsveita sem ekki hafa gefið út plötu hér heima. Þetta er dálitið leiðin- legt sjónarmið. Eins og hljóm- sveit hafi ekki sannaö ágæti sitt nema með þvi að gefa út plötu”. „Þurfum að auka inn- flutning á appelsínum..." Stefán: „Jæja, eigum við ekki að segja einhverja vitleysu núna. Hvaö til dæmis um lausn á efnahagsvandanum?” „Við viljum breyta öllu. Senda Alþingi á togara og auka innflutning á appelsinum og mjólkina ókeypis fyrir alla”. iHOAH Skiptir það mestu máli hvað þú færð fyrir peningana. Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá verðbólgunni við og getum nú boðið'79 árgerðina af SKODA AMIGO frá kr. 1.970.000. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. lAj fcj JÖFUR HF Auöbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.