Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 12
LINDISFARNE Segja má aö siöasta ár hafi veriö ár gömlu hljómsveitanna. Þá áttu Rolling Stones og Yes gott „comeback” og Bee Gees, sem viröast vera siungir stálu senunni þaö áriö. Lindisfarne er ein af þessum gömlu. Þeir byrjuöu aftur eftir nokkurra ára hlé og náöu tölu- veröum vinsældum i heimalandi sinu svo og i Bandarikjunum. Þaö var áriö 1969 aö félagarn- ir Rod Clements bassaleikari, Ray Laidlaw trommuleikari og Simon Cowe sem spilaöi á gitar stofnuöu hl jómsveitina Downtown Function ásamt Jeff Sadler og Richard Squirrel. Hljómsveitin var frá Newcastle og spilaði eingöngu þar I borg og nágrannasveitum. Squirrel hætti mjög fljótt og i hans staö kom Ray Jackson „Jacka”, sem söngvari, munn- hörpu- og mandólinleikari. Þeir breyttu siöan um nafn og kölluöu sig Brethren. Þeir kom- ust þá i kynni viö söngvarann og lagasmiöinn Alan Hull sem einnig var liötækur gitar- og hljómborösleikari. Hull haföi stundaö sóló-feril um skeiö og gefiö út litla plötu meö laginu „We can swing together” sem hlaut slæmar undirtektir. Hann haföi spilaö meö sex hljómsveit- um I Newcastle og starfaö sem hjúkrunarnemi viö St. Nicholas geðveikrahælið. Hljómsveitin kallaöi sig Brethren with Alan Hull um nokkurt skeið, en á meöan hætti Jeff Sadler. Stuttu siöar geröu þeir samn- ing viö hljómplötufyrirtækiö Charisma og segir sagan aö þaö hafi eingöngu veriö fyrir munn- hörpuleik „Jacka” aö Tony Stratton hjá Charisma hafi boöiö þeim samning. Þeir fóru til London og héldu nokkra hljómleika auk þess sem þeir undirbjuggu sina fyrstu L.P.-plötu. Þeir fengu mann aö nafni John Anthony til að stjórna upptökum. En þá kom upp vandamál. I Bandarikjunum var starfandi hljómsveit meö sama nafni og var nokkuð þekkt. Þeir uröu þvi aö finna sér nýtt nafn og útkom- an varö Lindisfarne/eftir sam- nefndri eyju. Þeirra fyrsta plata kom svo út Höfuöpaurinn Alan Hull. Þá hættu þeir Clements, Cowe og Laidlaw og stofnuöu hljóm- sveitina Jack the Lad og gáfu út nokkrar litt vinsælar plötur á næstu árum. Þeir Alan Hull og Ray Jack- son héldu áfram meö Lindis- farne, en Hull sendi frá sér sóló- plötu áriö 1973 sem nefnist „Pipedream” og hlaut hún nokkuö góöa dóma. Þeir Hull og Jacka fengu til liös viö sig þá Ken Craddock, Charlie Harcourt, Tommy Duffy og Paul Nichols. Lindisfarne gáfu út tvær plötur á árinu ’74 sem heita „Roli on Ruby” og „Happy Daze”. Þær þóttu ekkert sér- stakar og viðtökurnar uröu til þess aö hljómsveitin leystist upp. Charlie Harcourt og Ray Jackson stofnuöu þá hljóm- sveitina Harcourt's Heroes og Alan Hull, en Craddock og Ray Laidlaw sem þá var hættur i Jack the Lad,stofnuðu Radiator. Alan Hull haföi gert samning viö Rocket Records sem er I eigu Elton John, um að gefa út sóló-plötu en útkoman varð plata meö Radiator. Hull haföi aö visu gefiö út aöra sóló-plötu sem hann kallaði Squire eftir samnefndri kvik- mynd sem hann lék I. Um haustið 1976 voru geröir samningar um aö hinir upp- runalegu Lindisfarne kæmu saman aftur og spiluöu á jóla- hljómleikum i Newcastle og þaö varð úr. Þeir geröu slikt hiö sama árið ’77 og ákváöu að koma saman á nýjan leik fyrir alvöru. Jólahljómleikarnir sem i fyrstu áttu aö vera tvennir uröu fimm og voru allir hljóðritaöir. Þeir hófu siöan undirbúning aö nýrri plötu og siöastliöiö vor sendu þeir frá sér lagið „Run for Home”. Þaö tók ekki viö sér alveg strax en um mitt siðasta sumar sló þaö I gegn og Lindis- farne varö aftur meöal vinsæl- ustu hljómsveita Bretlands. Siöan kom út platan Back and Forth sem inniheldur mörg góð lög en vantar samt nokkuö upp á til aö vera frábær. Run for Home náði einnig töluveröum vinsældum i Banda- rikjunum en stóra platan gekk ekkert. Annað lag af plötunni „Juke Box Gypsy” gekk einnig sæmi- lega i Bretlandi. Þeir komu fram viöa á hljóm- leikum og þóttu oftast frábærir og náöu upp frábærri stemm- ingu hvar sem þeir spiluðu eins og sást á Reading Festival siö- ast liöinn ágúst, er þeir fengu ca. helming 30—40 þús. áhorf- enda til aö taka undir i söng. Siöasta haust kom svo hljóm- leikaplata meö efni af jólakon- sertunum ’77 og er plata þessi einu oröi sagt frábær. Sföan hafa þeir gefiö út eina tveggja laga plötu sem hlaut slæmar viötökur. Siöustu fréttir herma aö væntanleg sé sóló-plata meö Alan Hull. Um framtiö Lindisfarne skai engu spáö og búast má viö aö þir séu endanlega hættir, en fram- lag þeirra i bresku tónlistarlifi siöasta ár er umtalsvert og sannar aö lengi lifir i gömlum glæöum. KRK. áriö 1970 og var kölluö „Nicely out of tune”. Plötunni var mjög vel tekiö og hlaut mikiö lof gagnrýnenda. Þeir gáfu út tvær litlar plötur sem ekki fengu góö- ar viötökur. A plötu þessari eru mörg gullkorn eins og „Lady Eleanor”, „We can swing to- gether”, „Clear white light” og „Winter song”. Flest laganna sem Hull samdi á plötunni haföi hann samiö á hjúkrunarárum Meö „Fog on the Tyne” brutu þeir isinn og uröu meöal vinsæl- ustu hljómsveita Bretlandseyja á skömmum tima. Þeir fóru I sitt fyrsta amerikuferðalag ásamt Fairport Convention og Kinks. Þeim var alls staðar vel tekiö og á einum hljómleikunum vildu áhorfendur ekki fá Kinks fram og uröu ekki ánægðir fyrr en Lindisfarne haföi lengt sitt prógram um hálftima. Lindisfarne I skemmtiþætti á vegum Radio Luxembourg áriö 1972. Frá vinstri Rod Clements, Alan Hull, Ray Laidlaw, Ray Jackson og Simon Cowe. sinum og svo var einnig um næstu plötu. „Fog on the Tyne” nefnist önnur plata Lindisfarne. Þeir fengu sér til aöstoöar Bob John- ston til aö stjórna upptökum en hann haföi þá m.a. unniö fyrir Bob Dylan og Leonard Cohen. Þeir fengu mikið lof fyrir plöt- una og lag af henni „Meet me on the corner” komst hátt á breska listann. Ariö 1972 gáfu þeir út plötuna Dingly Dell og var Johnston einnig þar meö þeim. Dingly Dell hlaut mjög slæmar viötök- ur gagnrýnenda og seldist ekki eins vel og hinar, þrátt fyrir gullkorn eins og titillagiö og fleiri lög. Þeir störfuöu saman fram á áriö 1973 og gáfu þá út hljóm- leikaplötu sem bar nafnið „Lindisfarne Live”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.