Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 5
5 vtsm Laugardagur 30. júni 1979. Svo þekkist einnig, aö heimil- isfeöur meö meöaltekjur stundi dýr sport, eins og laxveiöar og golf og hafi auk þess bifreiö f jöl- skyldunnar til afnota. Lýðræði innan fjöl- skyldunnar A sama hátt og stefnt er aö lýöræöislegri vinnubrögöum I þjóöfélaginu og reynt er aö draga úr miöstýringu, ber aö innleiöa slíkt á heimilunum. Þaö á enginn aö hafa á tilfinn- ingunni aö hann gangi undir öörum. Þaö veröur þvl aö endurskipuleggja fjölskyldu- formiö. Þaö er hægt aö leysa flest af þessum málum meö þvi aö halda reglulega fjölskyldu- fundi þar sem ábyrgö og umbun er deilt milli fjölskyldumeö- lima. Þar er hægt aö skiptast á skoöunum og reynslu svo aö tengslin rofni ekki smám saman þar til ekki veröur aftur snúiö. Nú stendur yfir barnaár, en barnaár hefur ekkert aö segja, ef foreldrarnir breytast ekkert. Hamingja kemur ekki af sjálfu sér Þaö er algengt aö hjón gleyma aö rækta sambandiö sin á milli en lifa I gegnum börnin sin. Svo þegar upp er staöiö og börnin farin aö heiman, upp- götva þau allt í einu aö þau hafa ekkert aö tala um. Taktu eftir hvaö barnlaus hjónabönd end- ast vel! Þaö er vegna þess aö þau eru svo mikiö saman og læra aö meta félagsskap hvort annars. Fólk heldur gjarnan aö ham- ingja viöhaldist af sjálfu sér en hana veröur aö rækta. Ég held lika aö trúleysi valdi miklu um ýmis vandamál. Þaö er kannski aldrei talaö um and- leg mál á heimilinu, aöeins efiiisleg. Veröbólgu og efna- hagsmálí bilaöar þvottavélar, bila og þessháttar. Hjón eru jafiivel feimin aö ræöa um trú sina viö hvort annaö. Það er athyglisvert aö boöoröin tíu skiptast i' þrennt. Fyrsti hlutinn er um sambands mannsins viö Guð, annar hlutium manninn og fjölskylduna og sá þriöji um manninn og samfélagið. Ýms- um hefur þótt einkennilegt aö milli boöoröanna sem tengjast fjölskyldunni er ,,þú skalt ekki mann deyða” (sem lengi var ranglega þýtt „morö fremja”) Séra Arni Pálsson. Þetta er hinsvegar mjög rök- rétt, þvl þaö er hægt aö deyöa fólk andlega og þaö er hvergi auöveldara aö gera, en innan fjölskyldunnar. óvígð sambtið Ég er mikiö á móti óvlgöri sambúð. Fólk sem slltur slikri sambúö þarf ekki aö koma til prests, en þaö kemur oftast, þvi sllkur skilnaöur er sárastur og verstur. Þar er fólk réttinda- laust og haföi aldrei gert ráö fyrir aö standa i þeirri stööu. Styrkasta stoö hvers þjóöfé- lags er hjónabandið þvl þaö er uppeldisstöö þess. Hvar er til. dæmisstaöa barns iþeirri mynd sem skapast þegar fólki finnst þaö geta fengið sér nýja konu eða kar 1 rétt eins og þaö væri að skipta um bíl? Kirkjan heföi þurft aö taka skýrari afstööu I þessum málum eins og reyndar mörgum öör- um, enhúnhefur gert. Kirkjaná að taka afstööu til viökvæmra vandamála sem koma upp 1 þjóömálum — og gera þaö strax. Annars fer fólk aö trúa þvi aö hún sé bara sunnudags- kirkja. Kirkja er nefnilega póli- tlsk þó hún sé ekki flokkspólitlsk og ef hún hefur ekki skýra stefnu, er ekki tekiö mark á henni. Hún sagN til dæmis ekk- ert um fóstureyðingar fyrr en beöiö var um skoöun hennar og taktu eftir þvi, aö kirkjan hefúr aldrei sagt orö um veröbólgu, sem þó snertir hvert mannsbarn I landinu”, sagöi Arni Pálsson. —JM um og gera því tilraunir til að ná sér niöri á þeim sem ekki upp- fýllti vonirnar. Ég held, að ef eitthvað af þvl fé sem er variö til heilbrigðis- mála, faa-i til húsbygginga, myndu magasárin, streitan og vallumgjafirnar minnka stór- kostlega. Skólarnir bregðast Ef viö byrjum á byrjuninni, þá fæðist einstaklingur inn I fjölskyldu. Næsta skref er leik- skóli eöa skóli. Skólinn byggir upp einstaklinga en dagheimilin hópa. Auðvitaö veröur aö þroska uppeinstaklinginn, en honum er ekki kenntað taka nægilegt tillit til þeirra sem hann umgengst. Einstaklingur er einskis vir ði án annarra og hann veröur aö geta hlustaö á aöra. Tjáskipti eru nauðsynleg. Enaf þvl fólk á svo oft erfitt meö aö tala og segja hug sinn, er ekki tekið almenni- lega á hlutunum heldur reynt aö breiöa yfir þá. Svo tjá menn sig auðvitaö ekki bara með orðum heldur, viöhorfi, framkomu og fleiru. Þegar fólk gengur I hjóna- band er fyrsta timabilið venju- lega einber tillitssemi og streymi af góöum tilfinningum. Þegar hversdagslifið byrjar reynir á aðlögun. Þetta kemur einnig fram I hjónallfinu. Sé hjónabandið ekki byggt upp á hreinskilni, er þaö ekki endilega af þvi aö aöilarnir vilji þaö ekki heldur geta þeir hafa verið aldir upp þannig aö tala •ekki um það sem er óþægilegt. — Eöa kannski hitt sem er ekki betra, að tala aöeins um þaö sem miður fer en finnst óþarfi að hafa orö á hinu. Hvernig til tekst hjá fólki, byggist á undangenginni reynslu. Hjónabönd eru ekkert ööruvlsi en blóm sem búiö er aö gróöursetja, þau þurfa ákveöin skilyröi til að blómstra. Það veröur að rækta tilfinningar. Jón Tynes, félagsráðgjafi. Fjölskyldupólitík Sú breyting hefur orðið á hugsunarhætti manna, að áöur fyrr tók fólk mótlæti eins og eölilegum hlut rétt eins og meö- læti. Nú, I tæknivæddu þjóðfé- lagi, vill fólk „mekaniskar” lausnir á öllum hlutum. Það á aö leysa vandann strax, ef ekki meö ööru, þá meö pillum. En erfiöleikar eru auövitaö eölileg- ur hluti af lifinu. Það sem vantar hér er fjöl- skyldupólitík. Fræðsla og fjöl- skylduverndandi umhverfi. Þaö ættu aö vera námskeið I heimilishaldi, foreldrafræösla. Þaö fæöist engin manneskja út- lærö I þessum hlutum frekar en öðrum. Mismunandi viðhorf til uppeldis geta til dæmis skapað óleysanlegt vandamál i hjóna- bandi. Þetta þyrfti ekki að kosta rlkið svo mikiö, þvi námskeiðs- gjöld gætu að verulegum hluta staöiö undir kostnaöi. Hvaö skólann snertir, þá þarf aö vakna skilningur á þvl, að hann er ekki aðeins undirbún- ingur undir starf heldur einnig undirbúningur undir llfið”, sagöi Jón Tynes. — JM Fráskitínn karlmadur um skilnaöinn: „Nokkuð sem ég vil ekki reyna aftur” „Auövitaöer erfitt aö ganga i gegnum sldlnaö. Þaö er nokkuö sem ég vil ekki reyna aftur. Ég var ekki sáttur viö aö skilnaöur- inn gengi jafn fljótt fyrir sig og raunin varö á. En I dag er ég sáttur viö llfiö”. Hann er tuttugu og átta ára Reykvlkingur. Skildi viö konu sina fyrir rúmlega þremur ár- um eftir aö hafa veriö I hjóna- bandiiþrjúár. Þaueiga sex ára dreng sem varö eftir hjá móöur sinni. t dag er hann einhieypur — hún lika —I góöri vinnu meö góöar tekjur, og var tilbúinn til þess aö spjalla viö okkur um þessa llfsreynslu sina, án þess aö gefa upp nafn sitt. „Eftír aö viö giftum okkur fórum viö út I það aö kaupa okk- ur ibúö. Viö eignuöumst dreng- inn og lifsbaráttan fór aö veröa erfiö. Mér er óhætt aö segja aö þetta var mjög erfitt til aö byrja meö. Þetta var allt nýtt fyrir okkur. Ég varö aö vinna mikið og greiöslubyröin var ógurleg.” „Ég var aö læra á þessum tima, og gat þvi ekki unniö eins mikiö og annars. En ég vann þegar ég gat og alltaf kvöld- vinnu og þá oft fram á nætur. Hún kaus aö vera heima og hugsa um drenginn. Launin voru þvi ekki mjög mikil. Viö gátum li'tiö veitt okkur og skemmtum okkur mjög tak- markaö. Þaö þýddi ekkert ann- aö en aö halda i peningana og fatakaup uröu öilu minni en áöur.” „Sambandiö á milli okkar versnaöi pg þaö kom aö þvi aö upp úr sauö. Hún tókendanlega ákvöröun um aö skilja. Ég var ekki sáttur viö þessa ákvöröun og var heima áfram nokkurn tlma þrátt fyrir þetta. En sam- bandsleysið varö algjört og þar kom að ég fór.” „Hún vildi láta þetta allt ganga hratt fyrir sig. Koma ibúöinni I sölu og skipta og klára þetta. Ég vildi að hún yrði áfram I ibúöinni I ár og viö tækj- um þessu rólega þó ég flytti út. En hitt varð og þegar heimiliö var rifiö sundur kólnaöi ég. Og mér fannst afskapiega erfitt að þurfa að yfirgefa barnið og veröa einn úti I kuldanum.” „Þaðbjargaöi mérþá hvað ég haréi mikiö aö gera. Ef ég hefði unnið einhverja vinnu frá 9—5 hefði ég sjálfsagt fundiö fyrir einmanaleika og liðiö virkilega illa. En þó maöur hafi orðið ein- mana endrum og eins, er þaö ekkertsem hefur pfnt mig. Eftir skilnaöinn fór ég að skemmta mér talsvert, þó ekki framúr hófi, ogreyndi aö njóta llfsins.” „Ég held þaö hafi tekið mig tvö ár aö ná mér alveg á strik eftir skilnaöinn. í dag er ég ánægður meö lifiö og mér finnst ég hafa það mjög gott. Ég hef áreynslulaust samband viö drenginn, þó tengsl okkar séu eðlilega ekki eins náin og ef viö byggjum saman. Þaöhefurekki bitiö á hjá mér aftur, en ég er opinnfyrir þvi, og ég blð eftír aö hitta manneskju sem er á sömu bylgjulengd og ég er.” — EA , ,Sektar kennd þjakar oft pann sem óskar eftir skilnadi” — segir Sigrún Júlíusdóttir, félagsrádgjctfi „Þaö er kraftaverk hvaö hægt er aö gera meö fræöslu og stuöningi til aö draga úr erfið- leikum sem ævinlega fylgja i kjölfar hjónaskilnaöa. Sérstak- lega á þetta viö um þá hlið sem snýr aö börnum viökomandi hjóna” sagöi Sigrún Júilusdóttir félagsráögjafi i samtaliviöHeig- arblaöiö. Sigrún hefur sérhæft sig I meöferð hjóna og fjölskyldna. 1 Bandarikjunum starfaöi hún meöal annars aö skipulagöri ráögjöf fyrir fráskiliö fólk. Þaö fór fram 1 litlum hópum sem hittust sex sinnum og tók fyrir ákveöiö viöfangsefni hverju sinni. Sigrún hefur unniö meö sllkum hóp hérlendis ásamt Nönnu Sigurðardóttur félags- ráögjafa og Helgarblaðiö baö hana um að segja frá hvernig svona starf er byggt upp og á hvaða sviöi þaö geröi helst gagn. „Allir sem ganga I gegnum hjónaskilnaö upplifa I grund- vallaratriöum sama „process- inn” eöa ferliö. Þaö kemur allt- af tómarúm sem þarf aö fylla og viðbrögö umhverfisins veröa auk þess meö öörum hætti gagn- vart þessum einstaklingum og þeir þurfa allt I einu að mæta öörum væntingum en áöur. Þeim sem hafa verið I erfiöum hjónaböndum, kemur mest á óvart hversu tilfinningalega erfiður skilnaöur er, jafnvel þó hjúskaparslitin séu aö flestu leyti léttir” sagöi Sigrún. Fræðsla en ekki með- ferð „Ég legg áherslu á þaö, að þetta starf sem hér er um aö ræða er ekki meðferö, heldur samræöur og fræðsla einstakl- inga sem óska eftir sllku. Viö höldum sex fundi sem byrja alltaf á fræðslu af hendi félags- ráögjafans og siöan fara fram umræöur. Þarna gefct fólki meö samskonar reynslu tækifæri aö skiptast á skoöunum. I þessum hópum er fólk sem er komiö misjafnlega langt I aö aðlaga sig þeim breyttu aöstæöum sem skilnaðurinn hefur í för með sér og þaö er mikill léttir fyrir þá sem hafa upplifað sig eina aö finna þá samkennd sem mynd- ast I svona hópi, þegar menn skynja aö öörum hefur liöið ná- kvæmlega eins og þeim sjálfum og komist yfir þaö. Þagnarskylda A fyrsta fundinum fer fram almenn kynning og yfirlit um ástand mála á þessu sviöi al- mennt og menn koma sér sam- an um þagnarskyldu um þaö sem fer fram á þessum fundum. Annar fundurinn fer I aö ræöa Sigrún Júllusdóttir, félagsráö- gjafi. hvaöa erfiöleikar eru óhjá- kvæmilegirviðhjónaskilnaði og hverjum er hægt að komast hjá. Þá er fariö inn á viöbrögö um- hverfisins sem mörgum reynist erfitt aö átta sig á. Þaö er tíl dæmis athyglisvert hvað fólk mætir miklu jákvæöari viö- brögöum þegar dauösfall ber aö, enh jónaskilnaöur. Þá er þaö umvafið samúö og velvild. A þriöja fundinum ræöum viö sektarkennd sem gjarnan þjak- ar þann sem óskaði eftir skilnaöinum. Mörgum reynist þaö þungbært aö hafa verið or- sakavaldur aö þeim erfiöleikum sem fylgja oftast I kjölfar hjónaskilnaöa. Þá er þetta einn- ig „statuslækkun” og sameigin- legt vinafólk fráskilinna hjóna sniðgengur þaö oft fyrst eftir skilnaöinn, meövitaö eða ómeö- vitaö. Annars vegar af þvl aö þaö er alltaf tilhneiging til aö sveigjahjá þvl sem er óþægilegt og hinsvegar er viökomandi aðili óbein ógnun við eigiö hjónaband. Bæöi sem einhleyp- ur einstaklingur og svo hitt aö nærvera hans ein saman minnir á þennan möguleika. Þetta eru varnarviðbrögð. Samskipti við fyrrver- andi maka Fjórði fundurinn snýst um samskipti viö fyrrverandi maka. Annars vegar rikir það sjónarmiöaöslitaöll böndoger þá jafnvel fjandskapur milli fyrrverandi hjóna. Hinsvegar eru þeir sem eiga erfitt með aö draga nokkur mörk. Maðurinn flytur kannski aö heiman en kemur eftir sem áöur meö fötin sln I þvotta og viögerö og konan hringir I hann þegar þarf aö gera við á heimilinu eða hún þarf einhverja aöstoö. Þau fara jafnvel saman út stöku sinnum. Þetta er jafnvel verra en af- skiptaleysið og slltur fólki meira. Þetta ruglar llka bæöi börnin, tengdafólkið og um- hverfiö. A fimmta fundinum er rætt um áhrif skilnaöarins á börnin og hvernig eigi að meöhöndla þeirra mál svo vel fari. Best meinandi fólk er oft meö ýmsar ranghugmyndir um þetta svo sem eins og aö vera alltaf aö fullvissa barnið um ágæti hins foreldrisins. Börn vita fullvel aö fólk skilur ekki út af engu. Þau eru þvf miöur gjarnan notuö sem baráttutæki I óuppgeröum tilfinningum foreldranna ómeö- vitaö. Viö hjónaskilnað fá aðilar sér oftast liðsauka/ sitt hvom lög- fræöinginn til aö setja hörku I baráttuna i stað þess aö reyna aö komast aö samkomulagi. Þaöer ótrúlegt hvaö hægt er að koma miklu góöu til leiöar meö fræöslu á þessu sviði. Ný fjölskylda A slöasta fundinum er svo rætt um framtlöina. Hugsanleg ný fjölskyldutengsl og vanda- mál sem fylgja stjúptengslum, en það eru algengari og meiri erfiöleikar enfólkalmennt gerir sér grein fyrir. „Þaö er mln reynsla” sagði Sigrún Júliusdóttir, „aö svona starf sé mjög þakklátt, beri sýnilegan árangur og þátttak- endum finnst oftast þaö eitt aö fundunum aö þeir séu of fáir.” — JM K,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.