Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 31
vtsm Laugardagur 30. jiinl 1979. Búist til brottfarar á Hótel Loftleiðum I gerdag. Vbismynd: Þ.G. ROSKLEGA HUNDRAB UNGLINGAR í KEPPNISFÖR TIL SVÍÞJÖÐAR Um eitt hundrað ungling- ar eða vel það héldu í gærdag áleiðis til Gauta- borgar í Svíaríki þar sem þau munu taka þátt í hinni árlegu handbolta- keppni sem kennd er við Partilla — og nefnist „Partilla Cup" á fínu máli. Keppni þessi er einvöröungu fyrir yngri aldurshópana í hand- knattleiknum og I henni taka þátt Norðurlandaþjóöirnar all- ar svo og liö frá Þýskalandi, Ungverjalandi og Brasiliu. Aö sögn Davfös Jónssonar eins af fararstjórum islenska hópsins er hugsanlegt aö liö frá öörum þjóöum veröi líka meöal þátt- takenda. lslensku unglingarnir eru all- ir frá Reykjavikurfélögunum, Þrótti, Viking, Val, Fram, Ar- manni, K.R. og t.R. og eru i 2. 3. 4. og 5. flokki. tslenskir unglingar hafa nokkrum sinnum áöur tekiö þátt i þessari keppni og ávallt staöiö sig mjög vel og stundum boriö sigur úr býtum i sinum flokki. Er full ástæöa til aö ætla aö ann- aö veröi ekki upp á teningnum I þetta sinn. „Auðvitað ætlum við að vinna" „Viö urðum Reykjavikur- meistarar og höfnuöum i 3ja sæti I tslandsmótinu”, sagöi Arnar Halldórsson Arnar Halldórsson 13 ára I spjalli viö VIsi, en hann keppir I 5. fl. „karla” eins og þaö heitir. „Viö höfum ekki æft neitt ægi- lega mikiö en viö ætlum okkur aö vinna þessa keppni.” Arnar kvaöst aldrei fyrr hafa komiö til Sviþjóöar, en hins veg- ar heföi hann áöur bæöi heim- sótt Mæjorku og Skotland. ,/Rukkuðum fyrir F.Í.B." „Ég hef nú bara æft handbolta I vetur”, sagöi Sigriöur Bergs- dóttir 12 ára sem keppir i „Par- tilla Cup” með 3. fl. Vikings- kvenna. „Viö munum leggja okkur allar fram til þess aö vinna, en við erum núverandi Reykjavikurmeistarar og lent- um I ööru sæti á tslandsmót- inu”. Sigriöur sagöi, aö stelpurnar I Viking heföu rukkaö inn árs- gjöld fyrir F.l.B. og þannig afl- aö fjár til feröarinnar aö undanskildum gjaldeyrinum. „Eg hef aldrei áöur komiö til Sviþjóöar, bara til Spánar þris- var sinnum”, sagöi hún. „i fyrsta sinn til útlanda" „Vib eigum eflaust svolitla Sigrföur Bergsdóttir möguleika, annars er erfitt um þaö aö segja vegna þess að viö vitum ekki neitt um styrkleika hinna liöanna”, sagöi Guö- mundur Þorri Jóhannesson 13 ára liðsmaður 5. fl. Armanns. Guömundur var aö fara i fyrsta sinn til útlanda og kvaöst þegar á hann var gengiö vera svolitið spenntur af þeim sök- um. „Viö höfum æft nokkrum sinnum vegna þessarar keppni, en aðalæfingatiminn er auövit- aö á veturna”. Guðmundur sagöi aö sér hefði veriö gefiö fyrir kostnaöinum af feröinni, enda heföi hann enga vinnu fengið i sumar. „Ég held aö þaö veröi meiri möguleikar á vinnu næsta sumar”, sagöi hann. Þessi stóri og myndarlegi hópur sem hélt utan i gær mun snúa heim aöfaranótt 7. júli. — Gsal Guömundur Þorri Jóhannesson Þlófurinn kemur með haustlnu „Ctvarpsráö afgreiddi á fundi sinum fjöldan allan af Utvarps- sögum og meöal annars var staö- fest fyrri ákvöröun um lestur á sögu Indriða G. Þorsteinssonar Þjófur i Paradis”, sagöi Ólafur G. Einarsson formaöur útvarpsráös i samtali viö Visi i gær. Ólafur sagöi ennfremur aö vegna þess aö nýlega heföi verið gefin út önnur útgáfa af bókinni heföi verið ákveöiö aö fresta lestrinum til haustsins. Venja er sú aö lesa ekki i útvarpi nýút- komnar bækur, en þar sem þetta væri önnur útgáfa gæti ekki talist neitt óeölilegt aö lesa bókina I út- varp I haust. —JM Náttúru- vernflarmenn Dakka Greenpeace „Viö viljum láta ykkur’ vita hversu þakklát viö erum fyrir þann árangur sem náðst hefur I þvi aö vekja tslendinga til vit- undar um nauðsyn hvalavernd- ar”. Svo segir i skeyti sem starfs- hópur Náttúruverndarfélags-S’i,y- vesturlands um hvalavernd sendi til áhafnar Rainbow Warrior eftir aö skipiö hélt héöan á brott. Þar segir einnig aö Islendingar kunni örugglega að meta þann leiöang- ur sem þaö sé nú aö halda I til aö trufla breska skipið GEM i aö henda geisiavirkum úrgangi 1 Atlantshafið. —HR KANDIDATAR BRAUTSKRÁÐIR t dag kl. 14 hefst i Háskólabi'ói brautskráning kandidata frá Há- skóla Islands. Athöfnin hefst meö því aö Sigurður Snorrason, Manuela Wiesler og Hafsteinn Guömundsson flytja tónlist eftir Mozart, siöan flytur Háskóla- rektor Guölaugur Þorvaldsson ávarp og deildarforsetar afhenda prófskirteini. Er þetta likast til siöasta embættisverk Guölaugs sem rektors Háskólans en hann hefur, sem kunnugt er, veriö skipaöur sáttasemjari rlkisins. Alls veröa 256 kandldatar brautskráöir aö þessu sinni. Flestir eru úr læknadeild, 45, en heimspekingum fjölgar um 37, viöskiptafræöingum um 27, lög- fræöingum um 26 og B.S.-prófi úr raunvisindadeild ljúka 37. —IJ „Laglð mlir verður áfram Útvarpsráö samþykkti á fundi slnum I gær aö fella ekki niður þáttinn „Lagiö mitt? sem er óska- lagaþáttur fyrir yngstu hlustend- urna. Tillaga haföi komiö fram um aö leggja þann þátt niöur. —JM Svavar -slaðfestir fréii Vfsls um afstððu sovðlmanna NEFNDARÁLIT í ÁGÚSTLOK Nefnd sú sem rikisstjórnin skip- aöi til aö athuga þá valkosti sem tslendingum kunna aö bjóöast varðandi innkaup á oliu, skal skila sinu fyrsta áiiti fyrir 31. ágúst næstkomandi. Þetta kom fram á fundi sem Svavar Gestsson viöskiptaráð- herra hélt meö blaðamönnum i gær. Svavar staöfesti einnig forsiöu- frétt Visis i gær, þess efhis aö Deilur um ráðningu forslððumanns Laufásborgar: Ailar fðstrurnar sðgðu upp „Allar f óstrurnar hérna sendu uppsagnarbréf frá og meö fyrsta ágúst ef Dröfn Olafsdóttir yröi ekki ráðin,og þessum upp- sögnum veröur framfylgt” sagöi Jóna Sigurðardóttir fóstra á Laufásborg i samtali við Visi i morgun, en félagsmálaráö Reykjavikur samþykkti i gær meöfimm atkvæöum gegn engu aö ráöa ElinuTorfadóttur fóstru i starf forstöðumanns Laufás- borgar. Aður haföi fariö fram atkvæöagreiösla hjá stjórnar- nefnd dagvistunarheimila Reykjavikur og fengu þá báöir umsækjendur tvö atkvæöi. Markús örn Antonsson fór fram á þaö i félagsmálaráði aö afgreiöslu málsins yrði frestað þar sem félagsmálafulltrúar heföu ekki haft nægilegt tóm til aö kynna sér málið en tillaga Markúsar var felld meö fjórum atkvæðum gegntveim. Hann sat siöan hjá viö atkvæöagreiöslu um umsækjendurna. „Okkur finnst ekki rétt aö málinu staöiö” sagöi Jóna. „Dröfn ólafsdóttir hefur ásamt annarri konu stjórnaö heimilinu hér i' eitt og hálft ár meö mikilli prýbi, bæbi rekstrarlega séö og aö ööru leyti. Hér er ákaflega góöur starfsandi. Þaö kom upp sú staöa hjá henni aö hún þurfti aö fara til Kanada um tima ásamt íjöl- skyldu sinni. Hún ætlaöi aö segja starfi sinu lausu, en var beöin um aögera þaö ekki, held- ur sækja um leyfi frá störfum, sem hún geröi og þaö var veitt. Hún veit þvi ekki annaö en aö hún gangi inn i þessa stöbu þeg- ar hún kemur heim. Okkur finnst þetta mjög órétt- látt og uppsögn okkar tekur gildi fyrsta ágúst” sagöi Jóna. —JM Sovétmenn heföu neitaö að taka upp viöræbur viö tslendinga um endurskoöun á oliusamningi landanna, nema i sambandi viö almenna endurskoöun á viöskipt- um landanna, sem fram fer I september. Svavar lýsti þeim gifurlegu vandræöum sem oliukreppan ylli tsiendingum, og þá ekki sist vegna þess aö ofan á sifelldar veröhækkanir bætist nú beinn oliuskortur. Einnig benti Svavar á, ab sá skellur sem Islendingar fengju á sig núna væri eiginlega tvöfaldur, þvi aö á þessu ári hæfust af- borganir af láni þvi sem ts- lendingar tóku 1973 til aö mæta þeirri oliukreppu sem þá gekk yf- ir heiminn. Þær afborganir nema á þessu ári þremur milljöröum króna. Svavar lagöi áherslu á aö allt benti til þess aö oliukreppan væri varanleg og fyrir tsiendinga væri ekki til önnur lausn en sú aö veröa sem fyrst sjálfum sér nógir um orku. P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.