Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 25
vlsm r—■ Laugardagur 30. júnl 1979. FOLSKULEGT MORÐ Lögregluþjónn fannst myrtur. Hann haföi veriö skotinn fjórum skotum, þar af hafði tveimur veriö hleypt af af stuttu færi í bæði augun. Klukkan var sex að morgni 27. september 1927. Vegurinn milli Ongar og Romford í Essex í Eng- landi var ennþá rakur eftir þokuna, sem verið hafði um nóttina. William Ward, vélstjóri, var á leiðinni frá Stapleford Abbotts til Stapleford Torney. Hann ók framhjá skógarrjóðri og sá þá hvar maður lá á grúfu við veginn. Ward stöðvaði bílinn, fór út úr honum og gekk til mannsins, sem hann þekkti strax. Það var George William Gutteridge, lögregluþjóþa í Stapleford Abbotts. Ward ávarpaði lögregluþjóninn en fékk ekkert svar. Hann tók þá f hönd honum en hún var köld. Gutteridge lögregluþjónn var látinn. Gutteridge hafði verið skotinn f jórum skotum og tveimur skotanna hafði verið hleypt af á mjög stuttu færi, í bæði augun. Hönd lögregluþjónsins var kreppt um penna og vasabók hans var rétt hjá. Það var blóð allt í kringum líkið og blóðrák að blóðpolli á miðri götunni. Vasaljósið í vasanum Þegar starfsfélagar Gutter- ■ idge komu á staöinn ráku þeir ■ strax augun i þrjú atriði: Flauta I hins látna lögregluþjóns hékk jl laus i keðjunni, vasaljósið var i ■ vasanum og kylfan i beltinu. I Læknir fullyrti, eftir skyndi- ■ skoðun á staðnum, að Gutter- I idge hafi verið myrtur um fjög- ! ur leytið um morguninn, sem I þýddi, að dimmt var af nóttu _ þegar morðið var framið. Það var þvi ljóst, að lögreglu- ■ þjónninn hafði tekið flautuna til | að gefa einhverjum merki, hafði ■ tekið fram vasabókina til að I skrifa eitthvað niður. Það var ■ ennfremur greinilegt, að hann ■ hafði ekki þurft á vasaljósinu aö ■ halda til að sjá til. Gutteridge I hlaut þvi að hafa ætlað að skrifa I eitthvað niður við ökuljós bif- ■ reiðar. ■ Byssukúlurnar, sem fundust á 1 og við likið höfðu mikið að segja I við lausn gátunnar. Þetta voru I" gamlar og úreltar kúlur, sem herinn hafði hætt að nota árið 1914. Gæti lögreglan fundið I byssu, sem gæti skotið þessum . kúlum, væri morðinginn varla I langt undan. Bílstuldur Fyrsta visbendingin kom fljótlega. Skömmu eftir að likið fannst tilkynnti læknir nokkur, Edward Lowell, bilstuld. Biln- um hafði verið stolið sömu nótt frá heimili hans, sem var i að- eins 20 km fjarlægð frá morö- staðnum. 12 klukkutimum eftir að Ward kom að myrta lögregluþjónin- um, fannst bill Dr. Lowells. Honum hafði veriö ekið á tré. Læknataska Lowells, sem hann hafði skilið eftir i bilnum var horfin. A stuðara bilsins og aurhlifum var blóð og undir farþegasætinu að framan var tómur skot- hylkjapakki. 1 þessum pakka höföu verið skot af sömu gerð og oröið höföu Gutteridge lögreglu- þjóni aö fjörtjóni. Frægur byssusmiður, Robert Churchill, gat sagt lögreglunni, aö kúlunum hefði verið skotið úr skammbyssu af Webley gerð. Rólegt, lítiö fyrirtæki En þrátt fyrir þessar visbend- 1 ingar endaði rannsóknin i blind- ■ götu. Það var ekki fyrr en eftir þrjá mánuði, að púsluspilið fór að falla saman, eiginlega fyrir tilviljun. Snemma að morgni 20. janúar 1928 ók Frederick Guy Browne gráum Angus-Sanderson bil inn i verkstæöi i Battersea i Lond- on. Rannsóknarlögreglumenn fylgdust með þessu, enda höfðu þeir haft gætur á verkstæöinu i nokkurn tima. Þá grunaði að Browne, eigandi verkstæðisins, ræki rólegt litið fyrirtæki, sem sérhæfði sig i stolnum bilum. Browne var handtekinn, ákærð- ur fyrir bilþjófnað. 10 lögregluþjónar tóku þátt i þessari aðgerð, enda var Browne þekktur sem ósvifinn þrjótur og harðjaxl, sem hafði helgað lif sitt glæpum og hafði m.a. setið inni fyrir að hafa vopn I fórum sinum án leyfis. Browne, sem nú var 47 ára, hafði setið i fangelsi samtals i sjö ár frá þritugsaldri. Lögregl- an gerði húsrannsókn á heimili Brownes og á verkstæðinu. A heimilinu fannst fullhlaðin byssa og i bílnum, sem Browne hafði ekið inn á verkstæði sitt, fannst fullhlaðin Webley-byssa og læknaáhöld. A Browne sjálf- um fannst læknatöng og tólf kúl- ur I Webley-byssuna. Ekki bara þjófnaður Fram til þessa höfðu rann- sóknarlögreglumennirnir talið sig vera að eiga við bilþjóf, en nú fór þá að gruna að tengsl væru á milli Browne og dauða Gutteridge lögregluþjóns. Browne auðveldaði ekki málið fyrir sjálfum sér. Þegar honum voru sýnd sönnunargögnin sagði hann: „Djöf... Eruð þið þá búnir að finna hana þessa”, og leit á Aðstoöarmaöur Browne, Willi- am Kennedy. Hér fannst Gutteridge lögregluþjónn, en innfellda myndin er af honum Webley byssuna. „Ég fæ ekki betur séð en að ég sé búinn að vera. Ég verö vist að nota vél- byssu á ykkur næst”. Berrett, yfirrannsóknarlög- reglumaður, spurði nú Browne hvar hann hefði verið aðfarar- nótt 26. september. Browne sagöist hafa verið heima. „Ég á enga aðild að morðinu á Gutter- idge lögregluþjóni og ég hef eng- an áhuga á þvi.” Hann sagðist gvo hafa keypt Webley byssuna af sjómanni, sem hann hvorki þekkti né gæti lýst.” A meðan voru aðrir rannsókn- arlögreglumenn enn aö rann- saka bflþjófnað Brownes. Það leiddi til handtöku William Henry Kennedys, aðstoöar- manns Brownes, en sakaskrá hans var jafn þéttskrifuð og sakaskrá Brownes. „Má ég tala viö konuna mína?" Daginn eftir handtökuna var Kennedy leiddur á fund Barr- etts, yfirrannsóknarlögreglu- manns. „Ég hef undanfarið veriö að rannsaka dauða Gutteridge lög- regluþjóns i Essex. Getur þú gefið mér einhverjar upplýsing- ar?” „Ég get ef til vill sagt þér eitt- hvað. Leyfðu mér að hugsa mál- ið aðeins. . . Má ég tala við kon- una mina?” Frú Kennedy var nú þegar á lögreglustöðinni og beið eftir fréttum af manni sinum. Henni var hleypt inn i skrifstofu Berr- etts og leit á manninn sinn, en þau höfðu gifst viku áður. Sam- tal hjónanna var mjög athyglis- vert: Frederick Browne, sá, sem hleypti af skotunum, sem uröu Gutteridge lögregluþjóni aö bana. sérstœö sczkamcxL Browne, sem hér sést með konu sinni, neitaöi öllum ákærum og sagði játningu Kennedys vera hreinan uppspuna. „Elskan min”, sagði Kenn- edy. „Þegar ég var handtekinn i Liverpool sagði ég þér, að mig grunaði að eitthvað meira en bflþjófnaður væri uppi á ten- ingnum. Ég haföi rétt fyrir mér. Þessir lögregluþjónar eru að spyrja um morðið á lögreglu- þjóninum i Essex”. „Nei, ég drap hann ekki. En ég var viðstaddur og ég veit hver framdi morðið. Ef ég verö sekur fundinn verð ég ef til vill hengdur eða þá að ég fæ langan fangelsisdóm sem meðsekur. Viltu biða eftir mér?” „Já, elskan min. Ég mun biða eftir þér aö eilifu. Segðu þeim nú sannleikann”. Sannleikurinn? Og Kennedy sagöi Berrett eftirfarandi sögu: Að kvöldi 26. september fóru þeir Browne til Billercay til aö stela bil, sem Browne girntist. En hundar, sem voru á verði hræddu þá félaga I burtu. Browne stakk þá upp á aö þeir reyndu fyrir sér annars staöar. Þeir komu að húsi Lovells lækn- is og sáu bfl hans i bilskúrnum. Þeir ýttu bilnum út úr skúrn- um og eina hundrað metra frá húsinu, til að það heyröist ekki þegar bifreiðin væri gangsett. Svo settist Browne undir stýri og ók af stað á mikilli ferð. Skömmu seinna sáu þeir ein- hvern, sem stóð við vegarbrún- ina og gaf þeim merki meö vasaljósi. Þeir hægöu ekki á sér en heyrðu svo lögregluflautu hvella. Kennedy sagðist nú hafa beöið félaga sinn að stöðva bif- reiðina. (íutteridge lögregluþjónn kom að bilnum og fór aö spyrja ým- issa spurninga. Hvert eruð þið aö fara? Hvað eruð þiö að gera á þessum tima sólarhringsins? Eruö þið með ökuskirteini? Og svo: Attu bilinn? Browne hikaði en þá sagði Kennedy: „Nei, ég á bflinn.” Þá spurði lögregluþjónninn, hvort hann myndi skrásetn- ingarnúmer bflsins og Kennedy svaraði: TW6120. Gutteridge setti vasaljósið i vasann og tók fram vasabókina og penna. Þá kváöu við tvö skot og lögregluþjónninn féll I göt- una. Browne hafði skotið hann. „Hversvegna gerðirðu þetta? Ertu orðinn brjálaður?” spuröi Kennedy. „Þegiöu og komdu þér út úr bflnum”, sagði Browne. Þeir gengu að lögregluþjóninum, sem lá á bakinu með opin augu og stundi. Browne sagöi Kennedy að hann ætlaði aö ganga frá lög- reglusvininu og sagði svo við Gutteridge: „Hvers vegna star- irðu svona á mig?”. Svo skaut hann Gutteridge i bæði augun. I meginatriðum rétt Lögreglan taldi frásögn Kenn- edys i meginatriðum Vera rétta. Þó fannst þeim óliklegt, að hann hefði haft eins mikiö á móti morðinu og hann vildi sjálfur vera lála. Browne neitaði sakargiftum með öllu, kvaö þau vera upp- spuna frá rótum. Það hafði þó ekki áhrif á kviðdóm eöa dóm- ara, þvl Browne var dæmdur til dauða eftir. fjögurra daga rétt- arhöld. Kennedy hlaut sömu refsingu. Hann virtist ekki vera feimnari viö skotvopn en félagi hans^jvl hann skaut að lögreglu- manni og reyndi <að drepa hann við handtökuna. Þaö þótti sannað, að Browne hefði hleypt hinum banvænu skotum af en Kennedy hjálpaö til og það af frjálsum og fúsum vilja. 31. mai 1928 voru Browne og Kennedy hengdir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.