Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKVÆMIR eru hafnar við
byggingu brimvarnargarða við
innsiglinguna til Grindavíkurhafn-
ar. Búið er að leggja veg úr grjót-
námunni og byrjað að keyra út
efni í vestari garðinn. Er þetta
langþráð framkvæmd í Grindavík.
Hafnamálastofnun og Grindavík-
urbær standa fyrir byggingu
tveggja brimvarnargarða, sitt
hvorum megin við innsiglinguna til
Grindavíkur, og er hvor um sig
tæpir 300 metrar að lengd. Til-
gangurinn er að skapa kyrrð í
höfninni og auka öryggis sjófar-
enda.
Nýr útsýnisvegur
Endurbætur á innsiglingunni
hafa þegar skilað hafnarsjóði um-
talsverðum tekjum og auknum
verkefnum, að því er fram kom í
fréttabréfi bæjarins, og með brim-
varnargörðunum verður aðstaðan
enn tryggari.
Suðurverk hf. átti lægsta tilboð í
útboði, tæplega 147 milljónir kr.,
og þótti það hagstætt boð. Í fyrstu
var vonast til að framkvæmdir
gætu hafist í maí en verktakinn
var bundinn í öðrum verkefnum og
hóf sprengingar grjóts í námu
skammt vestan Grindavíkur og
lagningu vegar fyrir til þess að
flytja grjótið. Liggur hann um
Bótina og með ströndinni að garð-
stæðinu og tengist síðan Verbraut-
inni skammt vestan húsa Þor-
bjarnarins. Vegurinn verður hluti
af gatnakerfi bæjarins, af honum
mun sjást yfir innsiglinguna og inn
á hafnarsvæðið.
Áformað var að ljúka byggingu
vestari garðsins á þessu ári og eru
framkvæmdir við hann þegar hafn-
ar, og byggja síðan þann austari á
næsta ári. Suðurverk á að skila
verkinu af sér í lok september á
næsta ári.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stórvirk tæki Suðurverks athafna sig á vestari brimvarnargarðinum.
Bygging
brimvarnar-
garða hafin
Grindavík
í bili og taka svo aftur upp þráðinn
seinna,“ segir hún.
Enginn sjálfsþurftarbúskapur
Valgerður hefur verið að móta
starfið á þessu fyrsta ári. Hún telur
að hlutverk sitt sé að ýta undir hug-
myndir fólks um lista- og menning-
arstarfsemi og hjálpa til við fram-
kvæmd þeirra. Í bæjarfélaginu væri
margs konar menningarstarfsemi
og fólk sem ynni að listum sem at-
vinnufólk og áhugafólk. Hún væri
hins vegar ekki listfræðilegur ráð-
gjafi bæjaryfirvalda og liti til menn-
ingar í víðum skilningi, hvort sem í
henni fælist viðurkennd list eða
ekki.
Hún telur að hlutvek sitt sé ekki
síður að koma listafólki bæjarins á
framfæri annars staðar og að fá
listafólk annars staðar að til að sýna
í Reykjanesbæ. „Við ætlum ekki að
stunda neinn sjálfsþurftarbúskap í
listunum,“ segir hún.
Menningarfulltrúi heyrir undir
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu
Reykjanesbæjar sem nú hefur feng-
ið nýtt heiti, Markaðs-, atvinnu- og
menningarskrifstofa. „Mér finnst ég
vera á réttum stað og það var
ákveðinn sigur að fá menninguna
inn í heiti skrifstofunnar. Það þarf
að vekja athygli á því að listirnar
geta líka skilað atvinnu og tekjum,
ef vel tekst til.“
Óþrjótandi verkefni
Menningarfulltrúi minnist einnig
á söfnin í Reykjanesbæ. Þar eru
óþrjótandi verkefni að mati Val-
gerðar. Hafin er endurbygging
Duus-húsanna og fyrsti áfangi
þeirra verður opnaður í vor með
sýningu á bátaflota Gríms Karls-
sonar. Hugmyndin er að koma þar
einnig upp Poppminjasafni Íslands.
Poppminjasafnið er í geymslu eins
og er en það er eign Reykjanes-
bæjar. Í því eru aðallega munir sem
tengjast sögu popptónlistar á Suð-
urnesjum en áhugi er á að halda
áfram með söguna svo það standi
undir nafni.
Telur Valgerður að aðstaðan í
Duus-húsunum muni skapa ný tæki-
færi sem mikilvægt sé að nýta vel.
Hlutverkið að
kynna menninguna
Reykjanesbær
„ÉG þurfti að kynna mig og þetta
nýja starf þegar ég var ráðin menn-
ingarfulltrúi. Leit svo á að hlutverk
mitt væri að kynna menningar-
starfsemina í bænum en ekki finna
hana upp,“ segir Valgerður Guð-
mundsdóttir, menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar. Hún hefur staðið
fyrir kynningu á myndlist-
armönnum bæjarins í heilt ár.
Töluvert fjölbreytt menningar-
og listalíf er í Reykjanesbæ. Kom
það vel fram á Ljósanótt, menning-
arhátíð Reykjanesbæjar, sem haldin
var fyrir skömmu. Valgerður lýsir
ánægju sinni með Ljósanóttina og
vekur sérstaka athygli á því hvað
menningaratriðin voru
mörg og fjölbreytileg.
„Þetta er að verða al-
vöru menningarnótt hjá
okkur. Við þurfum bara
að hafa allt opið lengur
næsta ár,“ segir hún.
Valgerður var ráðin
menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar 1. sept-
ember í fyrra. Eitt af
hennar fyrstu verk-
efnum var að hefja um-
rædda kynningu á
myndlist og myndlist-
armönnum. Einn af
myndlistarmönnum bæj-
arins kom fram með hugmynd sem
þróaðist í þetta verkefni. Kynningin
felst í því að mánaðarlega er valin
mynd eftir einhvern af fjölmörgum
myndlistarmönnum bæjarins og
hengd upp í Kjarna við Hafnargötu
ásamt kynningartexta á íslensku og
ensku. Þar er myndin í mánuð og
annan mánuð í Hótel Keflavík en ný
mynd sett upp í Kjarna.
Vill kynna tónlistina
Valgerður kveðst ánægð með
hvernig til hafi tekist með kynn-
inguna. Myndlistin hafi orðið sýni-
legri sem og einstakir listamenn og
verkefnið hafi einnig orðið til að
hressa upp á félagslíf myndlist-
armanna. Hún vinnur að kynning-
unni í samvinnu við Félag myndlist-
armanna í Reykjanesbæ.
Nú er að verða komið ár frá því
kynningin hófst, ellefta myndin
hangir uppi, og segist Valgerður
vera að velta framhaldinu fyrir sér.
Hún vildi gjarnan snúa sér að öðru,
til dæmis að koma tónlistinni á
framfæri næsta árið en tónlistarlíf
væri einnig blómlegt í bænum, ekki
síður en myndlistin.
„Við val á listamönnum mánaðar-
ins hef ég haft það að leiðarljósi að
hópurinn væri sem breiðastur. Það
skemmtilegasta við þetta er að ég
næ aldrei að ljúka verkefninu, það
kemur alltaf nýtt fólk til sögunnar
og ég get haldið áfram endalaust. Ef
til vill er þó ágætt að hvíla verkefnið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Valgerður Guðmundsdóttir er að móta starf
menningarfulltrúa.
MYNDLISTAR- og ljósmynda-
sýningar verða meðal dagskrár-
atriða á Sandgerðisdögum,
menningardögum Sandgerðinga,
sem haldnir verða næstkomandi
föstudag og laugardag, 14. og 15.
september.
Sandgerðisdagar hefjast á
föstudagskvöld með opnun sýn-
ingar á listaverkum frá Listasafni
ASÍ og verkum heimamanna í
nýjum sölum Fræðasetursins.
Einnig verður ný heimasíða
Sandgerðisbæjar opnuð og eitt-
hvað til gamans gert.
Aðalhátíðin er á laugardag. Þá
verður dagskrá frá klukkan tíu
um morguninn og fram á nótt.
Meðal atriða er kraftakeppni á
Vitatorgi þar sem tíu sterkustu
menn landsins reyna með sér,
meðal annars með því að draga
slökkvibílinn. Um kvöldið verður
skemmtidagskrá í Safnaðarheim-
ilinu, við tekur brekkusöngur og
flugeldasýning og dagskránni
lýkur með dansleik.
Á laugardag og sunnudag
verður sýning á gömlum mynd-
um úr öðru bindi af sögu Sand-
gerðis sem til stendur að gefa út.
Menning og
skemmtun
á Sandgerð-
isdögum
Sandgerði