Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting H á g æ ð a fra m le ið sla Gullsmiðir Stutt tungumálanámskeið fyrir eldri borgara Um er að ræða hnitmiðuð námskeið til að gera fólki kleift að bjarga sér á tilteknu tungumáli um það nauðsynleg- asta sem snýr að ferðamanninum s.s. ferðalög, veitingahús, búðir og heilsugæsla. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi á hverju námskeiði verði um 15. Tungumálin sem unnt er að velja um eru franska, spænska og þýska. Framburðarnámskeið í ensku Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að halda ræður eða fyrirlestra t.d. á alþjóðlegum málþingum eða ráðstefnum. Takmarkaður nemendafjöldi. Kennt verður tvisvar í viku, tvo klukkutíma í senn í tvær vikur. Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans. Kennarinn Jóhann Ingólfsson, sem hefur bæði kennt í efstu bekkjum grunnskólans og m.a. byrjunaráfanga í stærðfræði við MH. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Leiklist og handritaskrif Rætt verður um gerð dramatískra leikverka fyrir svið eða kvikmynd. Auk þekktra leikrita verður vísað til leikverka og kvikmynda sem verið er að sýna. Kennari Þorvarður Helgason. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Esperantó Kynningarnámskeið í þessu alþjóðlega hjálparmáli (svokölluðu planmáli), sem var búið til af Pólverjanum L.L. Zamenhof. Esperanto er eina tungumálið sem tryggir jafnrétti viðmælenda sem eiga mismunandi móðurmál. Kennari Baldur Ragnarsson. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 10. september til fimmtudagsins 13. september nk. kl. 9.00–18.00 og föstudaginn 14. september frá kl. 9.00–15.00. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Komdu þá í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi námskeið. Slóðin er www. mh.is. Rektor. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð FJÖLBREYTT TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ! Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hluti Hraunsréttar séð frá réttarhólnum. Margt um manninn í Hraunsrétt RÉTTAÐ var í Hraunsrétt um helgina og var þar fjöldi fólks sam- an kominn. Féð var heldur færra en vanalega þar sem illa viðraði smaladagana auk þess sem ekki var farið með jafnmargt fé í afréttina sl. vor og undanfarin ár. Hrauns- réttardagurinn er hátíðisdagur Að- aldælinga og margra Þingeyinga og hefur verið það í nær 170 ár, en svo langt er síðan réttin var reist í skjólgóðum hraunkrika ekki langt frá bænum Hrauni. Í réttinni mátti sjá marga Hús- víkinga, Reykhverfinga, Reykdæl- inga, Keldhverfinga og Tjörnes- inga auk margra annarra gesta langt að kominna. Allir höfðu gam- an af og ekki spillti veðrið þar sem norðanáttin var gengin niður og komin hlý sunnangola. Réttin er úr hraungrýti og á þeim langa tíma sem réttin hefur staðið hafa grjóthleðslur riðlast og und- irstöður gefið sig þó svo að alltaf hafi verið eitthvert viðhald. Því var það að ráðist var í að endurgera réttina á sl. sumri og byrjað að skipta um undirlag og endurhlaða veggi í nýrri mynd. Haldið var áfram við framkvæmd þessa nú í sumar og hafa nokkrir dilkar verið gerðir upp á nýtt, en það var Har- aldur Karlsson hleðslumaður og að- stoðarfólk hans sem vann það verk. Talið er að Hraunsrétt í Aðaldal og Stafnrétt í Svartárdal hafi verið stærstu réttir norðanlands, en stærð almenningsins í Hraunsrétt er 1.800 fermetrar og dilkar alls 5.432 fermetrar. Með fækkandi sauðfé á síðari árum kemur mun færra fé til Hraunsréttar og verði réttin öll endurgerð, þá er gert ráð fyrir því að minnka hana nokkuð frá því sem áður var. Þjóðminjasafn Íslands hefur lýst því yfir að gildi Hraunsréttar sé mjög mikið út frá sjónarhóli minjavörslunnar, en bú- ast má við því að kostnaður við að endurgera hana alla verði mikill. Nokkrir hafa gefið peninga til framkvæmdanna auk þess sem Hraunsrétt var á fjárlögum síðasta árs og fékk þar töluverðan styrk. Halldór Blöndal forseti Alþingis lét sig ekki vanta en hann hefur verið tíður gestur á Hraunsrétt. Hér er hann í góðum félagsskap Guðnýjar Jónsdóttur Buch frá Einarsstöðum í Reykjahverfi. Laxamýri Dregið hefur verið í dilka í Hraunsrétt í 170 ár. Ein vatnslitamynda Kolbrúnar Lilju í Eden. KOLBRÚN Lilja Antonsdóttir opnar myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði í dag, þriðjudag kl. 18. Þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing og gefur þar að líta vatns- litamyndir, náttúrustemmur sem og ljóðrænar myndir. Kolbrún Lilja útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, kennaradeild, árið 1972 og úr frjálsri myndlist, grafík, 1975. Hún stundaði nám í skúlptúr við listaháskólann Accademia Di Belle Arte Roma á Ítalíu og útskrifaðist þaðan 1982, auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur starfað við myndlistarkennslu í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Kópavogi. Sýningin stendur til 24. sept- ember. Ljóðræn stemmning í Eden Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.