Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 21 HÓTEL OG GISTIHEIMILIÐ HÖFÐI ÓLAFSVÍK Frábærar aðstæður fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið. Sími 436 1650 netfang; hotel.hofdi@aknet.is - www.norad.is/hotelhofdi . LÍNA.Net tapaði 269 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Í fréttatilkynningu segir að rekstrarniðurstaðan sé í fullu samræmi við áætlanir fyrirtæk- isins. Rekstrartekjur fyrirtækis- ins námu 279 milljónum króna á fyrstu sex mánuðunum og rekstrargjöld 248 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam því 31 milljón króna. Afskriftir voru 96 millj- ónir og fjármagnsgjöld 213 millj- ónir vegna gengisbreytinga. Tekjufærður er tekjuskattur upp á 89 milljónir og gjaldfærð við- skiptavild vegna kaupa á Lands- neti hf. nemur 80 milljónum króna. Án síðastnefndu liðanna nemur tap Línu.Nets 278 millj- ónum. Í fréttatilkynningu kemur fram að vinna við að setja upp IP-símakerfi fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús er vel á veg komin. Tap Línu.Nets 269 milljónir króna NORÐLENSKA, kjötvinnslufyrir- tæki Kaupfélags Eyfirðinga, hefur tekið í notkun nýja sölu- og dreif- ingarmiðstöð í 750 fermetra hús- næði í Vatnagörðum 6 í Reykjavík. Þaðan verður séð um sölu fyrir Norðlenska innanlands og erlend- is, og alla vörudreifingu á höf- uðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Suðurlandi. Starfsmenn í nýju sölu- og dreifingarmiðstöðinni verða 15 í sölu- og markaðsdeild ásamt dreifingarstjóra. Nýja húsnæðið er sérhannað til dreifingar, en það var upprunalega smíðað sem lager- og dreifingar- hús. Fimm bílar annast útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu, en Land- flutningar sjá um dreifinguna út á land. Norðlenska opnar dreifingarmiðstöð FRANSKUR dómstóll hefur veitt heimilistækjaframleiðandanum Moulinex-Brandt greiðslustöðvun en tilraunir stjórnenda Moulinex til þess að endurfjármagna reksturinn fóru út um þúfur. Þeir hafa sagt op- inberlega að farið verði fram á að félagið verði tekið til gjaldþrota- skipta. Hörð samkeppni og mikil skulda- súpa urðu Moulinex að falli og nema heildarskuldir félagsins nær sjötíu milljörðum króna. Starfsmenn fé- lagsins eru um tuttugu þúsund tals- ins en áður hafði félagið sagt upp fjögur þúsund starfsmönnum og gripið til harkalegra aðhaldsaðgerða en þær báru ekki árangur. Síðustu tíu árin hefur Moulinex aðeins tvisvar sinnum verið rekið með hagnaði. Sameining Moulinex við þýska félagið Brandt virðist heldur ekki hafa bætt stöðuna. Fyrstu Moulinex heimilistækin komu á markað árið 1932 og gekk rekstur félagsins lengi mjög vel. Moulinex veitt greiðslustöðvun París. AFP. SPARISJÓÐUR Kópavogs var rek- inn með 14,4 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2001, að teknu til- liti til reiknaðra skatta. Til saman- burðar var hagnaðurinn rúmar 18 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Heildarinnlán og útgefin verðbréf voru samtals 6.402 milljónir og juk- ust um 13,9% frá áramótum en heild- arútlán voru 6.523 milljónir, 8,1% hærri en um áramót. Hreinar rekstr- artekjur í lok júní 2001 námu 242,1 milljón króna og hafa hækkað um 27,3 milljónir króna á milli ára. Önnur rekstrargjöld hafa hækkað um 23,5 milljónir króna frá júní 2000 og framlag í afskriftareikning hefur hækkað um 4,8 milljónir króna á milli ára en framlagið sem hlutfall af útlánum er 3,9%. Skuldir sparisjóðs- ins jukust um 11% frá áramótum og eru nú tæpar 7.782 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum var 12,8% þann 30. júní 2001 en var 15,3% um síðustu áramót. Hagnaður sparisjóðsins var heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir en helsta skýringin á því er tap af veltu- bók og minni tekjur af hlutdeildar- félögum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áætlun gerir ráð fyrir hlutfalls- lega betri afkomu á seinni sex mán- uðum ársins. Hagnaður hjá Sparisjóði Kópa- vogs dregst saman milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.