Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í LOK ÁGÚST kom út fjórða sólóskífa Bjarkar Guð- mundsdóttur, Vespertine, og hefur fengið framúrskar- andi dóma víða um heim. Frá því að platan kom út hefur Björk staðið í ströngu við að kynna hana, meðal annars með viðtölum við fjöl- miðla um allan heim og framkomu í sjónvarpi en skammt er einnig síðan hún hóf tónleikaför til að fylgja plöt- unni eftir. Fjögur ár eru síðan Homogenic, siðasta breiðskífa Bjarkar, kom út, en þegar hún lauk tónleikaferð til að kynna þá plötu hóf hún vinnu við kvikmyndina Myrkradansarann, en hún samdi einnig tónlist við hana sem gefin var út á plötu undir nafn- inu Selmasongs. Segja má að það hafi ekki verið eiginleg Bjarkarplata því að tónlistin var löguð að kvik- myndinni en Björk hefur látið þess getið að síðasta lag Homogenic, All is Full of Love, væri í raun fyrsta lagið á Vespertine. Björk var byrjuð að semja lög á Vespertine áður en kom að gerð Myrkradansarans, hún var búin að setja á band grunnhugmyndir að nokkrum lögum með Valgeiri Sig- urðssyni og þegar hún var í Dan- mörku við tökur á myndinni var Val- geir þar líka og þau gripu í verkið eftir því sem tími gafst til. „Það hafði kosti og ókosti að vinna þannig,“ seg- ir Björk. „Það var gott eftir langan tökudag að geta gleymt myndinni um stund og unnið í lögunum, þótt það væri ekki nema í einn eða tvo tíma. Það var aftur á móti erfitt að fara að vinna í tónlistinni eftir erf- iðan tökudag þegar ég var líkamlega þreytt.“ Hvísl, spiladósir, harpa og kórar Björk segist hafa verið búin að einsetja sér að gera innhverfa plötu sem byggðist mikið á hvísli, spiladós- um, hörpum og kórum í framhaldi af Homogenic. Því segist hún meðal annars hafa tekið vel í að vinna með Þorgerði Ingólfsdóttur og Röddum Evrópu þegar það kom upp og svo féll það líka vel að þessari hugmynd þegar henni var boðið hlutverkið í Myrkradansaranum þar sem hún átti að leika, semja og syngja út frá sjónarhorni blindrar innhverfrar konu. „Ég var byrjuð að safna saman hugmyndum í þeim anda og því fannst mér allt í lagi að prófa þetta. Ekki það að ég sé að monta mig, en ég fæ oft tilboð um samstarf, en þeg- ar fólk er að biðja mig um að taka þátt í einhverju sem byggist á því sem ég þegar hef gert, eins og til að mynda Homogenic, segi ég auðvitað nei vegna þess að ég er búin með það. Þegar stungið er upp á ein- hverju sem ég er að fikta við hvort sem er finnst mér allt í lagi að taka þátt í því, ekki síst til að læra,“ segir Björk. Hún bætir við að þannig hafi einmitt komið til samstarfið við Mat- mos-tvíeykið, þá Andrew Daniel og Martin Schmidt, enda eru þeir ein- mitt þekktir fyrir að nota hversdags- leg hljóð í tónsmíðum sínum. „Ég hef þekkt til þeirra í þrjú ár og fékk þá meðal annars til að endurvinna fyrir mig lag af Homogenic. Þegar ég fór síðan að vinna tónlistina í myndinni ætlaði ég að láta hana byggjast á hljóðum sem voru í kringum Selmu og því féll það sem þeir voru að gera vel að mínum hugmyndum. Þeir komu að Vespertine þegar ég var komin með 80% af plötunni og bættu við hljóðum í nokkur lög. Það má segja að þeir hafi komið inn sem slagverksleikarar með sérsmíðuð hljóðfæri og skreytt það sem ég var búin að gera. Í framhaldi af því fékk ég þá síðan til að leika með mér í tón- leikaferðinni.“ Miðað við aldur og fyrri störf Vespertine hefur fengið afbragðs móttökur ytra, selst í yfir milljón eintökum á örskömmum tíma og fengið góða dóma í erlendum fjöl- miðlum. Björk segist yfirleitt reyna að lesa sem fæsta plötudóma, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, því að þeir hafi alltaf áhrif, „sama hvað maður þykist vera öruggur með sig“. „Hvað viðhorf mitt til plötunnar varðar þá er það mjög breytilegt frá degi til dags. Suma daga vakna ég og er alveg miður mín vegna þess að ég er ekki búin að gera nema einn af þeim tíu þúsund hlutum sem ég ætl- aði að gera áður en ég dey. Aðra daga vakna ég og mér finnst allt vera í fínasta lagi og að miðað við aldur og fyrri störf hafi ég komið þægilega miklu í verk. Það kemur líka stund- um fyrir að mér finnst ég vera alger- lega huglaus og taka enga áhættu, en aðra daga að ég sé mátulega hug- rökk.“ Eðlilegt að syngja án hljóðnema Björk hóf tónleikaferð um heim- inn 18. ágúst síðastliðinn og segir hana hafa gengið mjög vel. Þetta er í fjórða sinn sem hún leggur upp í ferðalag að kynna tónlist sína og seg- ir að það sé að vissu leyti sérstakt að hún hafi aldrei verið með sömu hljóð- færaskipan og mannskap í ferðum sínum. „Það góða við það er að ferðin öðlast sitt eigið líf og vex og vex á hverjum tónleikum en það slæma er að fyrstu tónleikarnir eru mjög fyndnir, fullt af mistökum og óvænt- um uppákomum. Mér finnst það þó nærandi á sinn hátt og skemmtilegra en að vera búin að þaulæfa allt og all- ir tónleikar verði alveg eins, því þá er maður búinn að fá dauðleið á öllu saman eftir nokkra tónleika.“ Í tónleikaferðinni hefur Björk sungið á nokkrum tónleikum í litlum tónleikasölum þar sem hún getur sungið án hljóðnema. „Ég lærði að Tónlistin eðlisávísun og náttúra Björk Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um heiminn að kynna plötu sína Vespertine sem fengið hefur góðar móttökur ytra og selst mjög vel. Árni Matthíasson náði tali af Björk sem sagði honum meðal annars að sér hefði tekist að syngja á ensku án þess að selja í sér tunguna. „Ég var á móti orðum þegar ég var unglingur og reifst oft við Sjón og hin skáldin úr Medúsuhópnum því að mér fannst orðin vera tákn um rökhyggju og skorður en tónlistin eðlisávísun og náttúra; orðin kæmu manni til að gera hluti með heilanum en ekki hjartanu. Þeir kenndu mér að Ísland væri land tungumálsins, orðanna, að orð væru ekki slæm í sjálfu sér.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.