Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 27 Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730, eða í skólan- um að Síðumúla 17. Fjölbreytt nám fyrir alla aldurs- flokka er í boði, bæði fyrir byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er dag- lega kl. 14-17. Sendum vandaðan upplýsingabækling INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2500 Á ÖNN FYRRVERANDI leiðtogi herfor- ingjastjórnar í Nígeríu, Yakubu Gowon, hafði í gær milligöngu um viðræður milli hópa múslíma og kristinna íbúa borgarinnar Jos þar sem mannskæð átök geisuðu um helgina. Að sögn borgarbúa er talið að rúmlega 100 manns hafi beðið bana í átökunum frá því á föstu- dagskvöld. Yfirvöld vildu ekki skýra frá tölu látinna þar sem þau óttast að slíkar upplýsingar geti magnað átökin. Blóðsúthellingarnar hófust á föstudagskvöld vegna deilu sem blossaði upp þegar kristin kona reyndi að ganga yfir götu við mosku þar sem múslímskir karlmenn höfðu safnast saman. Mikil ólga hefur ver- ið í Jos síðustu vikur eftir að músl- ími var skipaður formaður opinberr- ar nefndar sem á að berjast gegn fátækt í borginni. Meirihluti borg- arbúa er kristinnar trúar. Mikil spenna hefur verið milli múslíma og kristinna í Nígeríu frá því að íslömsk lög voru tekin upp í flestum ríkjum norðurhlutans þar sem múslímar eru í meirihluta. Tal- ið er að allt að 3.000 manns hafi látið lífið í óeirðum milli múslíma og kristinna í einu ríkjanna, Kaduna, í febrúar í fyrra og 450 manns í hefndarárásum í suðausturhluta Nígeríu nokkrum dögum síðar. Til átaka kom öðru hverju í Jos í gær þótt herinn væri með mikinn viðbúnað í borginni. Hermt er að kveikt hafi verið í húsum og hundr- uðum bíla í átökunum. Um 6.000 skelfingu lostnir borgarbúar leituðu skjóls í höfuðstöðvum lögreglunnar. Yakubu Gowon, sem stjórnaði Nígeríu í Biafra-stríðinu 1967-70 eftir valdarán hersins 1966, hóf í gær viðræður við ýmsa leiðtoga múslíma og kristinna í Jos til að reyna að binda enda á blóðsúthell- ingarnar. Múslímskir og kristnir trúarleiðtogar hvöttu í útvarpi einn- ig til friðar. Mannskæð átök milli múslíma og kristinna í Nígeríu Reynt að binda enda á blóðsúthellingarnar Jos. AP, AFP. ! "# $ # % & ' (  &  )*(+% ,(%&% %&'( "      # $   %   -./  FYRRVERANDI öryggis- vörður í Sacramento í Kali- forníu, sem lögreglan leit- aði að vegna morða á fimm mönnum, svipti sig lífi í fyrrinótt eftir skotbardaga við lögregluna. Um er að ræða önnur fjöldamorðin í Sacramento á aðeins þrem- ur vikum. Talsmenn lögreglunnar segja, að Joseph Ferguson, sem var tvítugur að aldri, hafi byrjað morðæðið að- faranótt laugardagsins. Var hann þá augljóslega að hefna þess, að vinkona hans hafði sagt skilið við hann og honum verið sagt upp störfum hjá öryggis- gæslufyrirtækinu Burns Security viku áður. Þá um nóttina myrti Ferguson fjórar manneskj- ur, þar af þrjá fyrrverandi samstarfsmenn sína hjá Burns. Þær voru Nina Susu, vinkonan, sem hafði sagt honum upp, og önnur kona, sem ekki hafði verið nafngreind. Fundust þær látnar í birgðastöð á vegum borgarinnar eftir að lög- reglan hafði verið kvödd á vettvang vegna skothvella. Hafði hann þá að auki handjárnað konu og starfs- mann hjá Burns í dýragarði borg- arinnar og flúið burt á bílnum hennar. Skömmu síðar fundust tveir menn myrtir í smábátahöfn, George Bernardino, öryggisvörður hjá Burns, og John Derek Glim- stad, starfsmaður hafnarinnar. Vildi drepa fleiri en Soltys Fimmta manninn, yfirmann hjá Burns, myrti Ferguson aðfaranótt sunnudagsins en áður hafði hann haldið honum og konu hans í gísl- ingu í hálfan sólarhring. Flýði hann síðan burt með lögregluna á hælunum en eftir 40 mínútna elt- ingarleik um eitt úthverfi borgar- innar beindi hann byssunni að sjálfum sér. Áður hafði hann skotið á og sært lögreglumann og vegfar- anda. Fyrir aðeins þremur vikum varð úkraínskur innflytjandi, Nik- olay Soltys, sex manns að bana, þar á meðal konu sinni og syni. Náðist hann eftir nokkurra daga leit. Talsmaður lögreglunnar í Sacra- mento segir, að Ferguson hafi hringt í kunningja sína meðan á morðæðinu stóð og sagt þeim, að hann ætlaði sér að fremja glæp, sem væri enn hryllilegri en Soltys. Joseph Ferguson bjó með föður sínum og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Var hann vel vopn- aður er hann myrti fólkið en við leit á heimili hans fundust auk þess tvær haglabyssur, tveir árásarriffl- ar, tvær skammbyssur og fleira tengt vopnaburði. Þar fundust líka áróðursbæklingar frá samtökum kynþáttahatara og talið er hugs- anlegt, að þau mál hafi eitthvað komið við sögu í morðæði Fergu- sons. Einn mannanna, sem hann myrti, var blökkumaður og annar af asískum ættum. Önnur fjöldamorðin í Sacramento á aðeins þremur vikum Kona og ættingi eins þeirra, sem féllu í morðæði Fergusons, á tali við lögregluna. Myrti fimm manns og skaut síðan sjálfan sig Sacramento. AP. AP BRESKI stórmeistarinn Nigel Short kveðst sannfærður um að skáksnillingurinn sér- lundaði, Bobby Fischer, sé tekinn að tefla á ný – á Netinu. Short segir í grein í The Sunday Tele- graph um helgina að hann sé mjög spennt- ur sökum þessa. „Ég er 99% viss um að ég hef verið að tefla við lifandi goðsögn í skák- heiminum,“ sagði Short. Fischer, sem er Bandaríkjamaður, sigr- aði rússneska stórmeistarann Borís Spass- kíj í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík ár- ið 1972. Hann þótti jafnan sérvitur og undarlegur í framgöngu og fór svo að hann sagði skilið við skákheiminn allt til ársins 1992 þegar hann telfldi á ný einvígi við Spasskíj í Júgóslavíu. Fischer vann þá við- ureign en hvarf á ný eftir að stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu sakað hann um að brjóta gegn samskiptabanni því, sem þá var í gildi gagnvart Júgóslavíu. Frá því þetta gerðist hefur Fischer ekki sést opinberlega. Vitað var að hann átti unnustu í Ungverjalandi og er talið að hann hafi dvalist þar um tíma, hið minnsta. Í Sunday Telegraph er þeim möguleika velt upp að hann búi nú í Japan. Short segist Fischer á Netinu?Breski stórmeistarinn NigelShort kveðst sannfærður um að skáksnillingurinn Bobby Fischer hafi gjörsigrað hann í hraðskák á Netinu. ekki vita hvar Fischer heldur sig. Að sögn Shorts tóku þær sögusagnir að ganga í fyrra að Fischer væri að tefla á Netinu. Hefði hann verið á ferðinni á vef- setrinu Internet Chess Club og teflt þar snarpar skákir með þriggja mínútna um- hugsunartíma. Short segist hafa tekið þess- um sögusögnum með fyrirvara og hafi litlu breytt þegar vinur hans, gríski stórmeist- arinn Ioannis Papaioannou, hélt því fram að hann hefði mætt Fischer á Netinu. „Ég skellti upp úr – gat ekki annað – líkt og vin- ur minn hefði sagt mér að hann hefði séð Loch Ness-skrímslið,“ segir Short. Nokkrum vikum síðar kom óþekktur maður að máli við Short og sagðist vera fulltrúi „mjög sterks skákmanns“, sem vildi að „nafnleyndar yrði gætt“. Milligöngumað- urinn lét Short fá aðgangsorð og ákveðið var að hann og huldumaðurinn myndu tefla á Netinu á tilteknum tíma. „Ég taldi að milligöngumaðurinn væri ábyggilega að blekkja mig en ég ákvað að láta slag standa ef svo skyldi fara að mér auðnaðist að mæta Loch Ness-skrímsli skákheimsins,“ segir Short. Þegar stundin rann upp bað dul- arfulli skákmaðurinn Short að skrá sig sem gest til að tryggja að enginn vissi að þar væri sjálfur Short á ferðinni. Þeir tefldu síðan átta þriggja mínútna skákir. Dularfulli skákmeistarinn gjörsigraði Short. Short segir í grein sinni að hann hafi aldrei spurt andstæðing sinn hvort þar færi Bobby Fischer. Hann segist hins vegar hafa spurt ýmissa spurninga og svörin hafi verið á þann veg að þau hafi aðeins getað komið frá Fischer. „Þessi maður þekkti greinilega vel til skákheimsins á sjöunda áratugnum, hann var kurteis, bráðfyndinn og greini- lega Bandaríkjamaður.“ Short segist sannfærður um að hann hafi teflt við Bobby Fischer og kveðst ætíð munu hafa þessar hraðskákir þeirra í há- vegum. „Í mínum huga líkjast þessar skákir því sem áður óþekkt sinfónía eftir Mozart væri fyrir áhugamenn um klassíska tón- list,“ segir Short. London. AP. Bobby Fischer (t.h.) teflir við Boris Spassky í Júgóslavíu árið 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.