Morgunblaðið - 11.09.2001, Page 28

Morgunblaðið - 11.09.2001, Page 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með tónleikum í Há- skólabíói á fimmtudaginn; 13. sept- ember. Hljómsveitarstjóri hefur ekki verið ráðinn í stað Ricos Sacc- anis sem lét af störfum í vor, fyrr en ætlað var, en að sögn Þrastar Ólafs- sonar framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar og Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra, verður unnið að því í vetur að finna nýjan aðalstjórn- anda. Ljóst er að Rico Saccani kem- ur ekki til að stjórna kveðju- tónleikum með verkum eftir Tsjaíkovskíj eins og frá var greint í vor. Hljómsveitarstjórinn Alexand- er Anissimov kemur þrívegis til að stjórna hljómsveitinni í vetur, en tónleikagestir muna nafn hans frá því í fyrra, er hann kom með stutt- um fyrirvara hingað til lands til að stjórna uppfærslu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á Carmen í forföllum Saccanis. Meðal annarra hljóm- sveitarstjóra sem verða við stjórn- völinn í vetur eru þekktir menn eins og Philippe Entremont, Gregor Bühl og Rumon Gamba, og gamlir kunningjar hljómsveitarinnar Jerzy Maksymiuk, Diego Masson, Petri Sakari og Peter Guth sem stjórnar Vínartónleikum. Íslenskir einleikarar í öndvegi Áhersla er lögð á íslenska ein- leikara og einsöngvara, og meðal þeirra verða Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigurður I. Snorrason, Guðný Guðmunds- dóttir, Steef van Oosterhout, Hanna Dóra Sturludóttir og Vormenn Ís- lands, eins og Þröstur kallar þá Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Ólaf Kjartan Sigurðarson og Jón Rúnar Arason, en þeir koma fram á óp- erutónleikum sveitarinnar í febr- úar. Tvennir tónleikar verða til- einkaðir verkum Tsjaíkovskíjs og einir tónleikar hvorum um sig Moz- art og Brahms. Eflaust mun mörgum þykja spennandi að heyra aftur í Kroum- ata slagverkssveitinni sem leikur á tónleikum hljómsveitarinnar í nóv- ember, en mörgum er enn í fersku minni frábærir tónleikar Kroumata í óperunni fyrir nokkrum árum. Karlakórarnir tveir, Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur, munu báðir syngja með hljómsveitinni í vetur; Karlakór Reykjavíkur á afmæl- istónleikum nú í haust og Fóst- bræður í janúar. Quarashi, Botnleðja, Björk og Queen Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands er enn skipt í fjórar raðir; gul og rauð röð einkennast af sí- gildum hljómsveitarverkum, meðan græna röðin er sem fyrr tengd létt- ari músík; óperettu- og óp- erumúsík, vinsælustu verkum klass- íkurinnar. Þar verða einnig tónleikar með verkum hljómsveit- arinnar Queen í flutningi West End- hópsins, sem áður hefur glatt gesti hljómsveitarinnar. En Queen er ekki það nýjasta og frumlegasta sem hljómsveitin býð- ur upp á í vetur, því verið er að und- irbúa tónleika þar sem hljómsveit- irnar Quarashi og Botnleðja leika með hljómsveitinni. „Þeir verða ekki settir í kjól og hvítt,“ segir Helga Hauksdóttir sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi þess- ara tónleika. En stærsta nýmælið í dagskrá hljómsveitarinnar í vetur verða líkast til tónleikar hljómsveit- arinnar með Björk. Að sögn Þrast- ar Ólafssonar er enn verið að semja um þetta og ekki fullreynt hvort af þessu geti orðið, en vonir standi þó til að innan hálfs mánaðar verði bú- ið að ganga frá samningi um tvenna tónleika Bjarkar með hljómsveit- inni rétt fyrir jól. Ekki er ljóst hvar tónleikarnir gætu orðið, en verið er að vinna í því að finna hentugan tónleikastað. Þá rennur enn upp umræðan um Tónlistarhús, og brýn þörf fyrir að það rísi sem fyrst, og eru Helga og Þröstur sammála um að það mál þoli enga bið. Fimm íslensk verk á áskriftartónleikum Íslensk tónlist, önnur en sú sem Botnleðja, Quarashi og Björk skapa, er á dagskrá í öllum röðum nema þeirri grænu. Í gulu röðinni verða flutt verkin Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson og Norðurljós eftir Pál Pampichler Pálsson; í rauðu röðinni verður flutt sinfónían Hyr eftir Áskel Másson, en verkið er þriðji hluti stórrar sinfónískrar trílógíu Áskels. Í bláu röðinni verða flutt verkin Punktar eftir Magnús Bl. Jóhannsson og De amore eftir Finn Torfa Stefánsson, en það verk er komið í tólf verka úrslit í Mast- erprize tónsmíðakeppninni í Eng- landi, og er sjálfstæður þáttur úr sinfónísku verki. Eitt norrænt verk er á dagskrá hljómsveitarinnar í vetur; Fiðlu- konsert Síbelíusar, þar sem Guðný Guðmundsdóttir verður einleikari. Þröstur og Helga segja þó að í ná- inni framtíð sé stefnt að því að fjölga bæði norrænum verkum á efnisskránni sem og erlendum sam- tímaverkum, en í vetur fá unnendur þeirra eitthvað fyrir sinn snúð 1. nóvember þegar verk eftir Tan Dun og Toru Takemitsu hljóma með verki Finns Torfa. Hljómsveitin ferðast um Austfirði Þröstur og Helga segja að með þátttöku Botnleðju og Quarashi í tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar sé markvisst verið að höfða til yngri hlustendahóps, í þeirri von að smám saman skili nýjar kyn- slóðir sér á almenna tónleika hljóm- sveitarinnar. En sú vinna hefur þó lengi staðið og stendur enn, því í vetur jafnt sem liðin ár verður skólafólki allt niður í leikskólabörn boðið að koma í Háskólabíó og hlusta á hljómsveitina. Stefnan verður einnig tekin á landsbyggð- ina, því í vetur verða Austfirðir heimsóttir, og tónleikar haldnir á Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaup- stað, Djúpavogi og Höfn í Horna- firði. Tvennir skólatónleikar verða einnig í Austfjarðaferðinni, á Vopnafirði og á Egilsstöðum. Þar verður Guðni Franzson með hljóm- sveitinni og flutt verður Ástarsaga úr fjöllunum eftir hann sjálfan og Guðrúnu Helgadóttur. Á Höfn í Hornafirði bætist þriðji karlakór- inn í söngvaralista hljómsveit- arinnar í vetur, því þar ætlar Karla- kórinn Jökull að stíga á svið með hljómsveitinni. Tónleikar utan hefðbundinna tónleikaraða verða þónokkrir í vet- ur, en tvímælalaust má segja að þar veki mesta athygli þátttaka Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Íslands- frumflutningi á Hollendingnum fljúgandi í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Íslensku óperuna í vor, en ópera eftir Wagner hefur ekki verið flutt hér áður í heild sinni. Konsertmeistarar hljómsveit- arinnar í vetur verða Guðný Guð- mundsdóttir og Sigrún Eðvalds- dóttir. Fjölbreyttir tónleikar framundan hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á komandi starfsári Unnið að tónleik- um með Björk ÞÓTT liðin sé hartnær hálf önnur öld frá því að Gunnar Wennerberg samdi Glúntana virðast þeir enn höfða til fólks á öllum aldri. Á seinni Glúntatónleikum í Salnum var pakk- fullt hús og rífandi stemmning, og auðheyrt að margir biðu þess spenntir að rifja upp kynnin af þess- um ástsælu söngvum. En hvers vegna lifir svo glatt í sænskum stúd- entasöngvum frá nítjándu öld, þegar svo margt hefur breyst og heimur- inn er orðinn allt annar? Gunnar Wennerberg samdi sjálfur textana að Glúntunum, og tókst vel upp. Þar lýsir hann lífi stúdentanna, gleði og sorgum, mistökum, breyskleika, löngunum og þrám. Það er sá mann- legi tónn sem þar er sleginn sem vafalítið hefur átt sinn þátt í vin- sældum verksins. Snilldarþýðing Egils Bjarnasonar er heldur ekki til að skemma fyrir; því textar hans eru liprir og léttir og fanga andrúmsloft og innihald ljóða Wennerbergs af- skaplega vel. Lögin sjálf eru líka sérdeilis ljúf og elskuleg, og sú stað- reynd að þau eru samin fyrir tvær karlaraddir hafa gert þau spennandi viðfangsefni karlsöngvara víða á Norðurlöndum. Þetta er eina verk Wennerbergs sem lifað hefur minn- ingu hans, og seinni tíma tilraunir hans við smíðar kirkjutónlistar eru flestum gleymdar. Bergþór Pálsson og Ólafur Kjart- an Sigurðarson eru sem sniðnir í hlutverk Magistersins og Glúntsins. Þessir félagar í blíðu og stríðu voru ljóslifandi í túlkun þeirra. Þeir völdu að flytja verkið á leikrænan hátt; ferðuðust um sviðið og gerðu tals- vert hvor úr sínum karakter. Lýsing var notuð til að skapa stemmningu og andblæ dags og nætur og styrkti það heildarsvip þessarar leikrænu útfærslu. Bergþór og Ólafur Kjart- an voru klæddir í viðeigandi föt – skyrtur og vesti sem verið gætu frá 19. öld. Jónas Ingimundarson var bara Jónas, en var engu að síður þátttakandi í framvindu verksins – sem píanóleikari vitaskuld en einnig sem þriðji maðurinn; kannski pró- fessorinn, þriðji stúdentinn, eða bara hver sem er. Hann skipti sér af framvindunni þegar við átti með söng og sprelli. Það er ekki að orð- lengja það að flutningur þremenn- inganna á Glúntunum var skemmti- legur og snilldarvel útfærður, þar sem gleði og húmor réðu ferð. Í leik- rænum tilburðum var engu ofgert, og í tónlistarflutningnum var engu ábótavant. Söngur Bergþórs og Ólafs Kjartans var feiknargóður og raddir þeirra féllu vel saman. Píanó- leikur Jónasar á nýja flygilinn í Salnum var skínandi og fylgdi söngvurunum vel. Kvöldstemmning og Næturgöltur í Eiríksgötu voru feiknarvel flutt lög, og Misheppn- aður ástaróður var glimrandi fínn þar sem Don Giovanni bauð sjálfan sig velkominn, þar til Jónas rak hann af sviðinu. Bergþór átti frá- bært sóló í Ástarsorgum Magisters- ins, en stærsta og jafnframt besta atriðið var Próffagnaður í Eikilundi, þar sem þeir félagar fóru á kostum í söng og leik. Dúettinn sem hér á landi hefur fest sig í sessi sem sálmalag var frábærlega sunginn, sömuleiðis söngurinn um Hallar- klukkuna. Björt barítonrödd Berg- þórs var hrífandi í Saknaðaróði Magistersins. Töfrar Bergþórs fel- ast ekki síst í því hve auðvelt hann á með að ná fólki með einstaklega góð- um og skiljanlegum framburði og miklum sjarma. Það sama á við um Ólaf Kjartan, hann hefur ekki eins skýra framsögn og Bergþór, en rödd hans er hlý og sérstaklega falleg og persónutöfrar hans á sviðinu miklir. Eftir tvenna tónleika í fullu húsi hlýtur að vera ástæða til að þeir fé- lagar flytji Glúntana oftar og gefi fleirum tækifæri til að heyra og sjá þessa skemmtilegu útfærslu þeirra á verkinu. Það var klapp og stapp í Salnum eftir flutninginn og vafalítið hafa margir átt hjartnæma og ánægjulega endurfundi við Glúnt- ana. Gamlir kunningjar gleðja á nýjan leik TÓNLIST S a l u r i n n Bergþór Pálsson baríton, Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu Glúntana eftir Gunnar Wennerberg í íslenskri þýðingu Egils Bjarnason- ar. Sunnudag kl. 20. SÖNGTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir FLYTJENDUR á September- tónleikaröð í Selfosskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30, eru Margrét Bóasdóttir, sópran, Sig- urður Hall- dórsson, selló og Björn Stein- ar Sólbergs- son, orgel. Á efnisskrá þeirra er ein- göngu íslensk tónlist; frum- fluttar verða útsetningar á fornum sálmalög- um eftir Elínu Gunnlaugsdótt- ur og Mist Þorkelsdóttur, einn- ig flytja þau útsetningar eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og ,,Lysting er sæt að söng“, fyrir sópran og selló eftir Snorra Sigfús Birgisson. Björn Steinar Sólbergsson leikur Rímnadansa eftir Jón Leifs og tilbrigði um þjóðlagið Kvölda tekur sest er sól, í eigin umrit- un fyrir orgel. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Íslensk tónlist í Selfoss- kirkju Margrét Bóasdóttir SÖNGVARARNIR Bergþór Páls- son og Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari endurflytja Glúntana eftir Gunn- ar Wennerberg í Salnum þriðjudag- inn 25. september kl. 20. Meiri Glúntar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.