Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Utanríkisráðuneytinu bár-ust síðdegis í gær frekariupplýsingar um fyrir-hugaðar æfingar rúss-
neska flughersins á Norður-Atlants-
hafi, en ráðgert er að æfingarnar
hefjist á morgun. Stefán Skjaldar-
son, skrifstofustjóri Alþjóðaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, segist
vonast eftir að alþjóðleg flugumferð
á íslenska flugumferðarsvæðinu geti
að mestu leyti verið með eðlilegum
hætti meðan á æfingunum stendur,
en til þess að svo megi verða þurfi að
koma á eðlilegum samskiptum milli
þeirra sem stjórna alþjóðlegri flug-
umferð og þeirra sem stjórna her-
æfingunum.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að utanríkisráðuneytið
hefði verið í sambandi við rússnesk
stjórnvöld í gær vegna málsins.
„Þeir lofuðu okkur frekari upplýs-
ingum og reikna með að það verði til
þess að ekki verði um verulegar
truflanir á borgaralegu flugi. Við er-
um ánægðir með viðbrögð rúss-
neska sendiráðsins. Við teljum að
þar hafi verið unnið mjög gott starf.
Ég vænti þess að þetta verði til þess
að koma þessum samskiptum í góð-
an farveg í framtíðinni enda höfum
við átt mjög vinsamleg samskipti við
Rússa mjög lengi.“
Halldór sagði að upphafleg til-
kynning Rússa, sem barst utanrík-
isráðuneytinu sl. laugardag, hefði
verið ófullnægjandi og því hefði ekki
verið um annað að ræða fyrir íslensk
flugmálayfirvöld en að loka svæðinu
fyrir borgaralegri flugumferð.
„Við teljum að það sé ekki hægt
að standa að málum með þessum
hætti. Mér sýnist að Rússar fallist á
að það sé óþarfi að gera það með
þeim hætti að til slíks þurfi að koma.
Ég held að við verðum að læra af
þessu og standa öðruvísi að málum í
framtíðinni. Við viðurkennum þeirra
rétt til að stunda æfingar en förum
aðeins fram á að það sé gert með
þeim hætti að við getum búið við það
og flugsamgöngur yfir Ísland geti
verið með eðlilegum hætti,“ sagði
Halldór.
Tilkynning um æfingarnar
barst á laugardag
Utanríkisráðuneytið fékk upplýs-
ingar á laugardagsmorgun frá rúss-
neska sendiráðinu í Reykjavík um
að rússneski flugherinn myndi
standa fyrir æfingum með flug-
skeyti yfir Norður-Atlantshafi dag-
ana 10.–15. september frá kl. 2 á
nóttunni til kl. 15 síðdegis alla dag-
ana. Í orðsendingunni var æfinga-
svæðið tilgreint en ekkert kemur
fram nánar um hvar og hvenær flug-
vélarnar ætluðu að athafna sig. Þar
sem fyrirhugaðar æfingar áttu að
taka til stórs hluta íslenska flug-
stjórnarsvæðisins óskaði Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir
fundi með sendiherra Rússlands á
Íslandi til að fá nánari upplýsingar
um æfingarnar og lýsa áhyggjum
„vegna alvarlegra afleiðinga æfing-
arinnar á farþegaflug“ eins og segir
í fréttatilkynningu utanríkisráðu-
neytisins.
Stanislav E. Pokrovsky, stað-
gengill sendiherrans, ræddi þessi
mál við utanríkisráðherra á sunnu-
dag og kom áhyggjum íslenskra
stjórnvalda áfram til Rússlands.
Norsk og kanadísk stjórnvöld
höfðu einnig gert athugasendir við
flugið.
Utanríkisráðuneytið og íslensk
flugmálayfirvöld voru í sambandi
við flugmálayfirvöld í Noregi og
Kanada og Alþjóðaflugmálastofn-
unina vegna málsins um helgina.
Halldór sagði að flugmálayfirvöld í
Kanada og Noregi hefðu metið
málið með sama hætti og Íslend-
ingar, þ.e. að nauðsynlegt væri að
Rússar gæfu upp meiri upplýsingar
um æfingarnar því annars væri ör-
yggi farþegaflugs stefnt í hættu.
Flugmálayfirvöld lokuðu
svæðinu í fyrrakvöld
Utanríkisráðherra óskaði eins og
áður segir eftir nánari upplýsing-
um frá Rússum áður en æfingarnar
hæfust. Þegar engin svör höfðu
borist frá Rússum síðdegis á
sunnudag tóku íslensk flugmálayf-
irvöld ákvörðun um að loka þeim
hluta íslenska flugumsjónarsvæðis-
ins þar sem Rússar höfðu tilkynnt
um að þeir yrðu með flugheræfing-
ar. Kanadísk flugmálayfirvöld tóku
einnig sams konar ákvörðun, en
Norðmenn höfðu hins vegar ekki
lokað sínu svæði þegar ákvörðun
Íslands var tilkynnt flugrekendum.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar,
sagði að viðbrögð Rússa við at-
hugasemdum íslenskra stjórnvalda
hefðu ekki gefið tilefni til annars en
að loka svæðinu af öryggisástæð-
um. Ekki hefðu fengist upplýsingar
um hvar eða hvenær á svæðinu æf-
ingarnar yrðu í hvert sinn svo hægt
væri að beina flugvélum frá þeim
blettum.
Um tveimur tímum eftir að
ákveðið hafi verið að loka svæðinu
barst utanríkisráðuneytinu til-
kynning frá Rússum um að æfing-
um rússneska flughersins hefði
verið frestað um tvo daga.
Eftir að Flugmálastjórn ákvað
að loka fyrir flugumferð á æfings-
væðinu á íslenska flugstjórnar-
svæðinu, gerðu flugáætlanir flestra
flugvéla sem ætluðu yfir svæðið um
nóttina ráð fyrir að fljúga suður
fyrir æfingasvæðið. Nokkrar flug-
vélar ætluðu hins vegar að fljúga
undir æfingasvæðið í eða undir 19
þúsund fetum.
Heimir Már sagði að undanfarn-
ar þrjár nætur hefði umferð um ís-
lenska flugstjórnarsvæðið verið
150–190 flugvélar. Seinnipartinn á
sunnudag höfðu hins vegar aðeins
62 flugvélar boðað komu sína um
svæðið. Vegna þess að hætt var við
að loka flugumferð um æfingar-
svæðið urðu flugvélarnar heldur
fleiri eða um 90. Hann sagði að
Flugmálastjórn hefði óskað eftir að
farið væri eftir þeim leiðbeiningum
sem Alþjóðaflugmálastofnu
ur gefið út um samskipt
tengslum við heræfingar
mætti koma í veg fyrir að
truflaði almannaflug yfir
hafið.
Var ekki um anna
að ræða en loka svæ
Benedikt Jónsson, se
Íslands í Rússlandi, átt í g
með yfirmanni Evrópudeil
neska utanríkisráðun
Hann sagði að þetta he
góður fundur og Rússa
komið vel undirbúnir til ha
sagðist hafa komið svörun
lenska utanríkisráðuneytis
„Æfingin átti að fara
mjög stóru svæði. Í uppha
kynningu rússneska send
var ekkert skilgreint hvar f
myndu vera á hverjum sta
Af öryggisástæðum var
annað að ræða en að loka
þjóðlega flugumferð um
Það er að sjálfsögðu mjög
aðgerð en um annað var
ræða þar sem upplýsingar
sagði Stefán Skjaldarson
stofustjóri Alþjóðaskrifsto
ríkisráðuneytisins.
Stefán tók fram að íslens
ríkisráðuneytið væri ekk
fengja rétt Rússa til að v
æfingar á þessu svæði, en u
æfingar giltu ákveðnar reg
„Í sáttmála Alþjóðaf
stofnunarinnar, sem Rússa
ilar að, er gert ráð fyrir að
verði um heræfingar með
fyrirvara og það er einnig
Umfangsmiklar æfingar rússneska flug
Rússar gáfu
lýsingar um
Íslensk stjórnvöld hafa lýst óánægju sinni
með hvernig Rússar stóðu að tilkynningu
um fyrirhugaða æfingu rússneska
flughersins á N-Atlantshafi. Rússar gáfu
síðdegis í gær frekari upplýsingar um
æfingarnar sem eiga að hefjast á
morgun. Egill Ólafsson ræddi við
málsaðila um æfingarnar.
Á sama tíma og Rússar t
'
6
'
GLÆSILEGUR ÁRANGUR
EN DAPURLEG AUGLÝSING
HERÆFINGAR RÚSSA
Flugheræfingar Rússa yfir haf-svæðinu umhverfis Ísland, semeiga að hefjast aðfaranótt mið-
vikudags, hafa komið stjórnvöldum í
ríkjunum við Norður-Atlantshaf veru-
lega á óvart. Upphaflega var áformað
að æfingarnar hæfust í gær, en íslenzk
stjórnvöld fengu fyrst tilkynningu um
þær á laugardag. Allar nánari upplýs-
ingar um umfang og tilhögun æfing-
anna skorti þá og taldi Flugmálastjórn
ekki á annað hættandi en að loka þeim
hluta íslenzka flugstjórnarsvæðisins,
sem heræfingarnar eiga að ná til, á
meðan á þeim stendur. Slíkt veldur
óhjákvæmilega röskun á almennu far-
þegaflugi, bæði til og frá Íslandi og yf-
ir Atlantshafið milli meginlands Evr-
ópu og Ameríku.
Eftir að stjórnvöld á Íslandi, í Nor-
egi og Kanada báru fram mótmæli við
rússnesk yfirvöld og óskuðu frekari
upplýsinga var ákveðið að fresta upp-
hafi æfingarinnar um tvo sólarhringa.
Enn er þó óljóst hvaða áhrif æfingin
hefur á borgaralegt flug.
Það er tæplega tilviljun að heræfing
Rússa fer fram á þessu svæði og á
þessum tíma. Nú í vikunni fara fram
tvær stórar heræfingar Atlantshafs-
bandalagsins (NATO), annars vegar
umfangsmesta flugheræfing á vegum
bandalagsins á þessu ári í og við Noreg
og hins vegar viðamikil kafbátaleit-
aræfing sunnan Íslands. Líklegt verð-
ur að telja að með æfingunni nú vilji
Rússar sýna NATO að þeir búi enn yfir
umtalsverðum styrk í lofthernaði, auk
þess sem þeir kunna að vilja fylgjast
með æfingum NATO. Ýmis teikn eru
um að rússneski flugherinn hafi heldur
sótt í sig veðrið að undanförnu eftir
nokkurra ára hnignunarskeið og um-
svif hans fara vaxandi, m.a. æfingar af
ýmsu tagi. Rússar leggja ekki sízt
áherzlu á að styrkja flota sinn af lang-
drægum sprengjuflugvélum, en all-
margar slíkar taka þátt í æfingunni nú.
Enginn hefur vefengt rétt Rússa að
alþjóðalögum til að gangast fyrir her-
æfingunni. Hins vegar var hin síðbúna
tilkynning og skortur á upplýsingum
til íslenzkra stjórnvalda algerlega
óviðunandi og til þess eins fallinn að
skapa óvissu og tortryggni í samskipt-
um stjórnvalda ríkjanna, auk þess sem
málið snertir almenning með beinum
hætti vegna áhrifa á borgaralegt flug.
Það er engan veginn hægt að leggja
þetta að jöfnu við heræfingar NATO,
sem Ísland á aðild að, og eru skipu-
lagðar í nánu samstarfi við íslenzk
stjórnvöld þannig að röskun af þeirra
völdum verði sem minnst.
Það er vissulega jákvætt að Rússar
hafa tekið mark á andmælum og
ábendingum Íslands og annarra
NATO-ríkja og vonandi verður þetta
atvik til þess að skýrar samskiptaregl-
ur verði í heiðri hafðar við sambæri-
legar aðstæður í framtíðinni.
En því má heldur ekki gleyma, að
með heræfingum þessum eru Rússar
vafalítið að minna á hernaðarmátt sinn
og að ástæða sé til að taka hann alvar-
lega. Menn verða auðvitað að draga
sínar ályktanir af því. Ef það liggur
fyrir að umsvif rússneskra herflugvéla
á Norður-Atlantshafi fara vaxandi á
ný verður sú spurning til að mynda
áleitin, hvort eitthvert vit væri í því að
draga úr viðbúnaði í varnarstöðinni í
Keflavík og hætta að hafa þar orrustu-
þotur, eins og hugmyndir hafa verið
uppi um innan bandaríska stjórnkerf-
isins við og við á undanförnum árum.
Vera orrustuþotna í Keflavík er for-
senda þess að hægt sé að fylgjast með
æfingum sem þessum úr návígi.
Bandaríski hershöfðinginn Gregory
S. Martin, yfirmaður flugherja NATO
í Norður-Evrópu, sagði í viðtali við
norska blaðið Aftenposten í síðustu
viku að ástandið í Rússlandi væri enn
svo óvisst að full ástæða væri til þess
fyrir NATO að vera á varðbergi og
hafa viðeigandi varnarviðbúnað. Það
eru orð að sönnu og hlýtur að verða
horft til slíkra sjónarmiða þegar við-
ræður Íslands og Bandaríkjanna um
fyrirkomulag í Keflavíkurstöðinni
næstu árin hefjast.
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-spyrnu náði glæsilegum sigri, 2:1,
í landsleik gegn ítalska kvennalands-
liðinu síðastliðinn laugardag. Stúlk-
urnar léku hreint ágætlega saman,
Olga Færseth, markaskorarinn mikli,
skoraði bæði íslensku mörkin í þess-
um leik af stöku öryggi, Þóra Helga-
dóttir sýndi afbragðsgóða markvörslu
allan leikinn og liðið var heilsteypt og
gott. Full ástæða er því til þess að
óska íslenska kvennalandsliðinu til
hamingju með þennan árangur.
En jafnframt er ástæða til þess að
fjalla um þá aðferðafræði sem stúlk-
urnar í landsliðinu völdu sjálfar að
beita í auglýsingum fyrir leikinn, til
þess að vekja athygli á honum og laða
að fleiri áhorfendur en þær eiga að
venjast að sæki völlinn þegar kvenna-
landsleikir fara fram.
Það er dapurlegt til þess að vita, að
stúlkurnar skuli komast að þeirri nið-
urstöðu, að vænlegasta leiðin til þess
að ná athygli sé sú að birta auglýs-
ingu með mynd af öllum liðskonunum
á baðfötum einum klæða og kalla
knattspyrnuleik stelpuslag. Hvaða
tenging er á milli baðfata og knatt-
spyrnuleiks? Valgerður Bjarnadóttir,
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu,
sagði hér í Morgunblaðinu á laugar-
dag að sér þætti þessi auglýsing með
kynferðislegum undirtóni og það væri
sorglegt að stúlkurnar hefðu látið
undan kröfu markaðsaflanna, „að
ekkert sé spennandi nema í því sé of-
beldi og kynlíf, þar sem kvennaknatt-
spyrna snúist um allt annað“.
Þetta er einmitt mergurinn máls-
ins. Kvennaknattspyrna snýst hvorki
um kynlíf né ofbeldi.
Kvennalandsliðið státar af stúlkum,
sem ljóma af hreysti, ferskleika og
lífsgleði. Auðvitað eiga þær að aug-
lýsa sjálfar sig sem slíkar, klæddar
fallegum landsliðsbúningum. Þær
eiga ekki að skilja á milli sín og
íþróttar sinnar, til þess að þjónka
markaðsöflunum. Ef markaðurinn
hefur ekki þroska til þess að taka slík-
um auglýsingum er spurning hvort
kvennalandsliðið og íslensk kvenna-
knattspyrna yfirleitt er þá ekki bara
betur sett með þá 500 áhorfendur,
sem sækja kvennalandsleiki að með-
altali, heldur en þá 1.200 sem fóru á
völlinn á laugardag, í kjölfar auglýs-
ingarinnar um stelpuslaginn og bað-
fötin.