Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 35
svo að teymið sé vel hæft til að sinna
fullorðnum líka.
Í kjölfar jarðskjálftanna á Suður-
landi á sl. ári sinntu sjálfboðaliðar úr
áfallahjálparteymi Rauða kross Ís-
lands áfallahjálp í Rangárvallasýslu
í samvinnu við heimamenn og má
þar nefna héraðslækni, sóknar-
presta, sveitarstjórnarmenn og for-
mann og sjálfboðaliða Rangárvalla-
deildar Rauða krossins.
Áfallahjálpin fór að mestu fram í
fjöldahjálparstöð Rauða krossins á
Hellu. Auk þess voru stórir fræðslu-
fundir haldnir víðs vegar um svæðið.
Um það bil 100 formleg viðtöl voru
veitt 162 einstaklingum, 120 tóku
þátt í tilfinningalegum úrvinnslu-
fundum auk þeirra 570 einstaklinga
sem komu á stóra fræðslufundi.
Einnig fóru fram óformleg viðtöl og
aðstoð í síma. Að lokinni formlegri
áfallahjálp var aðstoð fram haldið
fyrir þá sem á þurftu að halda á
heilsugæslustöðinni á Hellu.
Áfallahjálp og sálræn skyndihjálp
sem fyrsta stig hennar eru í þróun
innan Rauða kross Íslands. Þess
vegna var mikilvægt að meta hvern-
ig áfallahjálpin síðasta sumar nýttist
þeim sem hennar nutu. Gallup gerði
könnun fyrir Rauða kross Íslands á
áfallahjálpinni í Rangárvallasýslu og
fór könnunin fram í ágúst 2000. Nið-
urstöður liggja fyrir og eru jákvæð-
ar fyrir Rauða kross Íslands og það
starf, sem unnið var við áfallahjálp.
97% þeirra sem tóku þátt í könn-
uninni töldu áfallahjálp sem Rauði
kross Íslands bauð fram og veitti
vera til góðs. Einnig voru 88%
þeirra mjög eða frekar ánægð með
framgöngu Rauða kross Íslands í
áfallahjálp og aðstoð þetta jarð-
skjálftatímabil. Niðurstöðurnar
styðja fyrirkomulag áfallahjálpar
Rauða kross Íslands og nýtast til
áframhaldandi þróunar hennar.
Rauði kross Íslands tekur einnig
þátt í alþjóðlegu samstarfi um
áfallahjálp. Hann á m.a. fulltrúa í al-
þjóðlegum hópi sérfræðinga um
áfallahjálp, sem settur var á fót af
Alþjóðasambandi Rauða krossins.
Þessi hópur aðstoðar landsfélög
Rauða krossins við að þjálfa leið-
beinendur í sálrænni skyndihjálp
innan landsfélaganna. Tveir fulltrú-
ar á vegum Rauða kross Íslands eru
nú á förum til Eistlands til að
mennta og þjálfa leiðbeinendur í sál-
rænni skyndihjálp þar.
Evrópski skyndihjálpardagurinn
minnir á hlutverk Rauða krossins
sem unnið er á grundvelli mannúðar
og kærleika, óháð landamærum, trú
eða kynþætti. Rauði kross Íslands
leggur aukna áherslu á mikilvægi
skyndihjálpar, bæði líkamlegrar og
sálrænnar, sem auðvitað tvinnast
saman í eina heild. Námskeið í sál-
rænni skyndihjálp búa okkur betur
undir að geta stutt og hjálpað öðrum
og okkur sjálfum þegar lífið er erf-
itt.
Höfundur er deildarstjóri í sálrænni
skyndihjálp hjá Rauða krossi
Íslands.
Skyndihjálp
Skyndihjálp getur skipt
sköpum, segir Elín
Jónasdóttir, um afleið-
ingar og endurhæfingu
eftir slys.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 35
Landsvirkjun, verktökum og hags-
munaaðila þeirra fyrirtækja, rík-
isstjórn Íslands að „nýta auðlind-
irnar“ til virkjanagerðar, sem allir
vita að hefur stóraukið ríkisskuld-
irnar undanfarna áratugi, allt tal
um þjóðhagslega hagkvæmni er
bull. Það er stórtap á virkjununum
og það sem verra er að íslenska
ríkisstjórnin ásamt hagsmunaaðil-
um er orðin að mestu umhverf-
issóðum í Evrópu, ekki að fyrrver-
andi Sovétríkjum undanskildum.
Þegar núverandi ríkisstjórn hef-
ur markað sér stefnu umhverfis-
sóða, er ekki langt í land að farið
verði að líta á þá sem velja slík fyr-
irbrigði til landstjórnar sem sams-
konar sóða. Það má vera að við-
brögð ritstjóra National
Geographic orki því að nýtingar-
sinnar skilji hvað er í húfi, minnsta
kosti einhverjir þeirra. En þeir
stokkfreðnustu munu halda áfram
að maka krókinn á kostnað Íslands
Jónasar Hallgrímssonar. Vegna
þess að þeirra „Dummheit ist et-
was absolutes“, eins og segir í
þýskum texta frá 19. öld.
Höfundur er rithöfundur.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt
textil.is
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
KUNERT
WELLNESS
Sokkabuxur
Hnésokkar
Ökklasokkar
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680
v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680