Morgunblaðið - 11.09.2001, Side 37

Morgunblaðið - 11.09.2001, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 37 Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi: 10.00 Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri - Setning ráðstefnunnar. 10.15 Colin Michael Hall, University of Otago, Nýja Sjálandi - Rural Tourism: Finding ways of making it work. 11.00 Kaffihlé. 11.20 Ögmundur Knútsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar við Háskólann á Akureyri - Hvað þarf til að samstarf gangi upp? 11.50 Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við Háskóla Íslands - Ferðaþjónusta og stefnumótun. 12.20 Fyrirspurnir. 12.30 Hádegisverðarhlé. 14.00 Greg Headley, Leeds Metropolitan University, Bretlandi - Tourism Development and Marketing in Rural Areas - A Practical Approach. 14.45 Garðar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Íslenskra ævintýraferða - Reynslan af sameiningar- ferli, hvað ber að varast. 15.15 Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs Akureyrar - Ferðaþjónusta og sveitarfélög. 15.40 Fyrirspurnir. 15.50 Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands - Samantekt og niðurstöður. Ráðstefnustjóri - Anna Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins. Þátttökugjald er kr. 8.000 (kr. 4.000 fyrir nemendur). Innifaldar eru kaffiveitingar ásamt ráðstefnuriti sem gefið verður út eftir ráðstefnuna. Skráning fer fram hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, sími 511 8000, tölvupóstur: info@saf.is, og Ferðamálasetri Íslands, sími 463 0959, tölvupóstur: arnar@unak.is Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasetur Íslands efna til ráðstefnu í húsakynnum Háskólans á Akureyri á Sólborg, föstudaginn 14. september kl. 10-16. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á mikilvægi samstarfs fyrirtækja í ferðaþjónustu. Leitast verður eftir því að greina þau vandamál sem tengjast slíku samstarfi og benda á hugsanlegar lausnir. Samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu - fræði og framkvæmd - UM þessar mundir eru um 2000 nýir nemendur að hefja nám við Háskóla Ís- lands í hinum ýmsu deildum hans. Há- skólanám er krefjandi nám og uppbygging þess að mörgu leyti ólík því sem nemend- ur eru vanir úr fram- haldsskólum. Háskóli Íslands er mjög stór vinnustaður og margt nýtt sem þarf að temja sér og læra á við upphaf náms. Vegna þessa hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands í samvinnu við nemenda- félög deilda skólans ákveðið að bjóða uppá nýnemaviku 10.–14. september og er þetta í fyrsta sinn sem þessi vika er haldin. Mark- miðið með svona kynningu er fyrst og fremst að nemendur sem lengra eru komnir í námi miðli til þeirra sem eru að hefja nám upplýsingum um ýmislegt sem nauðsynlegt er að vita og þekkja til að námið sæk- ist sem best. Ekki er þó síður mik- ilvægt að efla hópinn og þjappa fólki saman í byrjun og mynda góða samkennd háskólanema. Fjölbreytt dagskrá Dagskrá vikunnar er fjölbreytt og miðar bæði að því að miðla upp- lýsingum og eins að taka vel á móti nýnemum og koma þeim inn í háskólasamfélagið strax. Mánudaginn 10. september stendur Stúdentaráð fyrir hádeg- iskynningarfundi fyrir nýnema í sal tvö í Háskólabíói. Þar verður starfsemi Stúdentaráðs, miðlana þess, Stúdentablaðsins og fleira kynnt auk þess sem ýmiss fyr- irtæki og þjónustustofnanir kynna starfsemi sína fyrir utan salinn. Þriðjudag til fimmtudags verður fjölbreytt kynningar- og skemmti- dagskrá innan deildanna sem nem- endafélögin standa fyrir og verða þeir viðburðir aug- lýstir sérstaklega inn- an deildanna. Auk þess stendur Stúd- entaráð fyrir „ör- tölvunámskeiði“ á fimmtudeginum. Þar verður farið yfir grunnatriði þess að nota internetið og tölvupóstforrit. Nám- skeiðið tekur um eina klukkustund og er nemendum að kostn- aðarlausu. Skemmtanir vikunnar Stúdentaráð stend- ur fyrir alþjóðakvöldi þriðjudags- kvöldið 11. september í Stúdenta- kjallaranum til að bjóða erlenda nema sérstaklega velkomna í skól- ann, en fjöldi þeirra skiptir nú hundruðum, íslenskir nemendur eru að sjálfsögðu einnig hvattir til að mæta og eru þessi kvöld alltaf mjög skemmtileg. Félagsstofnun stúdenta heldur skemmtikvöld fimmtudaginn 13. einnig í Stúd- entakjallaranum. Föstudagurinn verður á léttu nótunum og verður ýmislegt skemmtilegt um að vera úti í skóla yfir daginn í hinum ýmsu bygg- ingum. Nýnemavikunni lýkur svo með háskólaballi á Broadway um kvöldið, þar sem hljómsveitin Tvö dónaleg haust leikur fyrir dansi. Tökum öll þátt! Allir háskólanemar eru hvattir til að kynna sér dagskrá vikunnar og fjölmenna á þá viðburði sem í boði eru og eru nýnemar sérstak- lega boðnir velkomir. Dagskrá ný- nemavikunnar hefur verið dreift um skólann í sérstökum bæklingi og nánari dagskrá er að finna á vefsíðu Stúdentaráðs og nemenda- félagnanna, www.student.is. Einn- ig hvet ég þig til að líta sem oftast við á skrifstofu Stúdentaráðs með það fjölmarga sem upp kann að koma. Nýnemavika í Háskóla Íslands Kolbrún Benediktsdóttir Nýnemar Allir háskólanemar eru hvattir til að kynna sér dagskrá vikunnar, segir Kolbrún Benedikts- dóttir, og fjölmenna á þá viðburði sem í boði eru og eru nýnemar sérstaklega boðnir velkomnir. Höfundur er í stúdentaráðsliði Röskvu og formaður Nýnemavikuhóps.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.