Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 43
Fögnum komu friðarbogans
er flytur oss í himininn.
(Benedikt Sæmundsson.)
Þínar,
Birna Gyða, Hrafnhildur,
Selma og Guðfinna Björg
Björnsdætur.
Elsku afi Fiffó. Þú varst góður,
skemmtilegur og blíðlegur, amma
var það líka. Takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman. Við
söknum ykkar. Nú vitum við að þú
ert hjá Guði og orðinn að engli. Við
elskum þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Góða nótt elsku afi.
Þín
Andrea og Björn Sverrir.
Elsku langafi minn. Þú varst allt-
af svo góður við mig. Mér fannst
gaman að koma í Heiðargerðið og
þá gafstu mér alltaf það sama, ep-
ladjús, sveskju og hafrakex, ofsa
hollt og gott. Einu sinni gafstu mér
dúkku í jólagjöf og ég skírði hana
Imbu, eins og amma var kölluð, ég
ætla að passa hana vel. Ég sagði
alltaf við mömmu mína að þú værir
svo mikil krúsidúlla og var farin að
kalla þig langafi dúlla, þú varst svo
sætur. Þegar Ísabella litla systir
verður stór þá ætla ég að segja
henni frá þér og hvað þú varst góð-
ur við okkur.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Guð geymi þig,
Þín
Aníta Rós.
Elsku afi Grós. Núna ertu dáinn
og við söknum þín svo mikið. Þegar
við erum úti að leika og förum að
hugsa um þig fáum við tár í augun,
en við vitum að núna líður þér vel og
er glaður og kátur.
Það var alltaf svo gaman að koma
í heimsókn til þín, þú varst svo góð-
ur og skemmtilegur, galdraðir fyrir
okkur og sagðir skemmtilegar sög-
ur. Sólkjarnabrauðið var alltaf lang-
best heima hjá þér, með mjúka
smjörinu og volga ostinum. Svo
komst þú oft til okkar og alltaf
varstu með melónu í poka sem þú
sagðir að væri fótbolti og svo voru
líka appelsínur eða mandarínur í
pokanum.
Okkur fannst svo sniðugt hvernig
þú viðraðir sængina þína, þú hengd-
ir hana upp yfir rúminu þínu og þá
var eins og þú værir búinn að tjalda
inni í herberginu þínu.
En skemmtilegast fannst okkur
þegar við vorum saman á jólunum
að dansa í kringum jólatréð og þú
tókst flotta hoppið. Um næstu jól
dansar þú með ömmu Grós og sýnir
henni hvernig á að hoppa og dansa
og syngja í kringum jólatré.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vernd og skjól þar finn.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku afi Grós, við kveðjum þig
núna en hlökkum til að hitta þig aft-
ur.
Guð geymi þig,
Signý, Silja og Árni Gunnar.
Elsku langafi Grós nú ert þú orð-
inn fallegur engill. Þú varst alltaf
svo góður að gefa mér mandarínur,
bláber eða melónu. Þú tókst alltaf
puttann af þér og nefið af mér. Nú
er skólinn byrjaður og ég ætla að
vera duglegur að læra.
Guð geymi þig elsku afi minn.
Ingólfur Örn.
Elsku Fiffó frændi. Nú hefur þú
kvatt í bili, þrautunum lokið og þú
kominn til elsku Imbu þinnar. Mikið
hlýtur hamingjan að hafa verið mik-
il, þegar þið hittust á ný.
Alltaf varstu svo góður við okkur,
börnin hans Guðna og hennar Jónu,
alveg eins og við þín börn og barna-
börn. Að koma í Heiðargerðið til
ykkar, það eru minningar sem ég
ylja mér við núna. Í veikindum
Imbu frænku varstu svo duglegur,
það hlýjar að minnast þess hvað þú
varst góður og þolinmóður. Heim-
sóknir ykkar austur á Eyró, þá var
alltaf kátt hjá stelpunum mínum.
Þú gafst þér alltaf tíma til að gant-
ast og spjalla við krakkana í kring
um þig.
Elsku Fiffó minn, nú kveð ég þig
og bið fyrir kveðjur til allra. Hitt-
umst síðar.
Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi
þig um alla eilífð.
Þín
Ingunn.
Gott er að eiga góða að.
Fyrir mörgum árum, skömmu
fyrir jól, stóð lítill drengur og virti
fyrir sér leikföng í búðarglugga.
Einkum beindist athygli hans að
stórum og myndarlegum vörubíl,
sem þar var til sýnis.
„Þetta er bíllinn minn,“ sagði
drengurinn og í hvert sinn sem leið
hans lá þar um, þá nam hann staðar
og horfði á bílinn sinn. Hann vissi að
ekki þýddi að hugsa til þess að eign-
ast slíka gersemi, en lét sér nægja
að dást að bílnum og eigna sér hann
í glugganum. En drengurinn átti
góða að. Á jólunum birtist stærðar
pakki og í honum var bíllinn góði.
Gjöf frá Friðþjófi og Imbu. Gjöf
sem gladdi í minningunni, löngu eft-
ir að bíllinn var slitinn upp til agna.
Eins var gott að minnast óvæntr-
ar gestakomu í sveitina. Ekki stans-
að lengi, bara rétt til að vita hvernig
frændanum unga liði og færa hon-
um eitthvert lítilræði.
Og þegar þessi sami drengur, þá
uppkominn, þurfti á húsaskjóli að
halda fyrir sig og fjölskyldu sína, þá
komu boð frá Friðþjófi og Imbu í
Heiðargerði, um að þar væri nú
pláss á loftinu. Þangað flutti fjög-
urra manna fjölskylda í janúar
1975, og þar áttum við góða daga og
góða að, það hálfa ár sem við bjugg-
um þar og ætíð síðar.
Hlýja og gleði er það sem réð
ríkjum á heimili Friðþjófs og Imbu,
barnmörg og barngóð, kát og
skemmtileg. Húsmóðirin hafði
skoðanir á flestu og lá ekki á þeim,
en heimilisfaðirinn fór sér hægar,
brosti í kampinn og læddi inn orði.
Þegar stórfjölskyldan, sem kenn-
ir sig við Njálsgötu, lagði land undir
hjól og hossaðist í rykmekki á mal-
arvegunum, þá mátti stundum
heyra starfsmann vegagerðarinnar
mæla fyrir munni sér: „Ja-á, þeir
eru góðir vegirnir.“ Söngur og hlát-
ur er það sem fyrst kemur í hugann
í minningu þessara góðu hjóna. En
víst er það svo, að sorgin gleymir
engum. Hún kemur fyrr eða síðar,
stundum með aðdraganda, hægt og
bítandi og stundum fyrirvaralaust.
Hvort heldur er á sólríkum sum-
ardegi eða ísköldum vetrarmorgni.
Þá er gott að eiga góða að og gott að
minnst liðinna gleðistunda.
Það var tómlegt í Heiðargerði,
þegar Imba var dáin, en einbúinn
Friðþjófur sinnti húsverkum, garð-
yrkju, ættfræðigrúski og öðru
grúski. Jafnframt því að vera til
taks fyrir hvern sem þurfti á hjálp
að halda og gefa sér tíma til gleði-
funda með vinum og ættingjum.
Þegar veikindi sóttu á, þá tók
hann á móti af fullum krafti, las sér
til og neytti þeirra aðferða í lækn-
ingum, sem hann taldi að dygðu
best, hefðbundinna og óhefðbund-
inna, stóð á meðan stætt var og lifði
miklu lengur en nokkur átti von á.
Allt hefur sinn tíma og nú er
komið að kveðjustund. Þar sem
drengurinn sem þáði bílinn góða er
ekki lengur hér, þá hlýtur það að
koma í minn hlut að þakka fyrir
okkur og börnin okkar. Þegar svo
kemur að því að mig ber að landi á
ókunnri strönd, þá væri nú gott að
eiga þar góða að.
Bjart er yfir minningu Friðþjófs
Björnssonar og Ingibjargar Mar-
elsdóttur, gott er að hafa átt þau að.
Samúðarkveðjur til allra aðstand-
enda.
Edda Ársælsdóttir.
✝ Dóróthea Breið-fjörð Stephen-
sen fæddist í
Reykjavík 16. des-
ember 1905. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum 31. ágúst
síðastliðinn. Dóró-
thea var dóttir
hjónanna Guðmund-
ar J. Breiðfjörð,
stofnanda Breið-
fjörðsblikksmiðju,
sem var ættaður úr
Breiðafjarðareyjum,
og Guðrúnar
Bjarnadóttur frá
Hörgsdal á Síðu. Dóróthea ólst
upp hjá foreldrum sínum á Lauf-
ásvegi 4 ásamt bróður sínum
Agnari, sem er látinn. Bjó hún á
Laufásveginum alla tíð síðan.
Hún giftist ung Þorsteini Ö.
Stephensen, leikara og fyrsta
leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins, f.
21.12. 1904, d. 13.11. 1991. Þau
gengu í hjónaband hinn 21. nóv-
ember 1930. Börn þeirra urðu
fimm talsins. 1) Guðrún, leikari
Stefáns og Dýrleifar Bjarnadótt-
ur er Þórarinn píanóleikari, maki
Sólrún Bragadóttir og eiga þau
eina dóttur. 4) Kristján Þorvaldur
óbóleikari, f. 17.3. 1940, maki
Ragnheiður Heiðreksdóttir fram-
haldsskólakennari. Þau eiga einn
son, Þorstein, maki Brynja X. Víf-
ilsdóttir. 5) Helga leikari, f. 4.9.
1944, maki Guðmundur Magnús-
son. Þau skildu. Þau eiga tvo syni:
a) Þorsteinn, maki Elísabet Anna
Jónsdóttir. Þau eiga eina dóttur.
Hann á eldri son, móðir hans er
Jóhanna Halldórsdóttir. b) Magn-
ús, maki Margrét Einarsdóttir.
Þau eiga þrjú börn. Helga og Þór
Ægisson eiga son, Stefán Þor-
vald. Hann er ókvæntur og barn-
laus.
Dóróthea bjó eins og áður sagði
alla tíð á Laufásvegi 4. Fyrst hjá
foreldrum sínum og helgaði síðan
eiginmanni og börnum krafta
sína. Eftir að börnin uxu úr grasi
starfaði hún að hluta utan heim-
ilis, fyrst hjá Skólavörubúðinni og
svo um árabil á Þjóðminjasafni Ís-
lands. Dóróthea bjó heima þar til
fyrir réttu ári að hún þurfti að
dvelja á sjúkrahúsum og Drop-
laugarstöðum.
Útför Dórótheu fór fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 10. september.
og kennari, f. 29.3.
1931, maki Hafsteinn
Austmann listmálari.
Þau eiga tvær dætur:
a) Dóra, maki Sigurð-
ur Ingi Margeirsson.
Þau eiga þrjá syni. b)
Kristín, maki Ólafur
Hjörtur Sigurjónsson.
Þau eiga þrjú börn. 2)
Ingibjörg kennari, f.
9.1. 1936, d. 27.4.
2001, maki Siglaugur
Brynleifsson rithöf-
undur. Þau eiga þrjú
börn: a) Þorsteinn,
maki Margrét Sveins-
dóttir. Þau eiga einn son. b) Dóró-
thea Júlía, ógift og barnlaus. c)
Brynleifur, maki Jóhanna Ólafs-
dóttir. Þau eiga einn son. 3) Stef-
án hornleikari, f. 15.2. 1939, maki
Arnfríður Ingvarsdóttir sölu-
fulltrúi. Þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Sigríður, maki Pálmar
Ólafsson. Þau eiga þrjá syni. b)
Þorsteinn, ókvæntur og barnlaus.
c) Herdís, maki Sigurður Berg-
þórsson. Þau eiga einn son. Sonur
Við kveðjum elsku ömmu Theu
með litlu ljóði.
Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær,
við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær
frá kvöldrökkri komandi nætur.
Og hvíldu nú blessuð í bólinu því,
sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný
og segja’, að þinn blundur sé sætur.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Hvíl í friði.
Langömmubörnin.
Ég hef þekkt Dórotheu Breiðfjörð
svo langt aftur sem minni mitt nær.
Agnar bróðir hennar var fyrsti vinur
minn og Thea var leiksystir Önnu og
Þóru systra minna en foreldrar okk-
ar bjuggu annars vegar á Laufásvegi
4 og hins vegar á Laufásvegi 5 svo
samgangur var eðlilegur.
Thea var falleg manneskja en það
sem einkenndi hana mest var brosið
hennar og þess naut ég þegar ég
heimsótti hana síðast, en þá dvaldi
hún blind á Droplaugarstöðum.
Thea giftist ung öðlingnum Þor-
steini Ö. Stephensen leikara og hann
hlaut þar með góða eiginkonu í orðs-
ins bestu merkingu. Einstök kona er
látin en ég trúi því að nú sitji hún sæl
og brosandi við hlið eiginmanns síns
svo ég fagna frekar en trega brott-
hvarf hennar úr þessum heimi.
Með þakkir í huga óska ég Theu
Guðs blessunar.
Geir Borg.
DÓRÓTHEA G.
STEPHENSEN
✝ Andrés ÞorbjörnFinnbogason
fæddist í Krossadal í
Tálknafirði 19. des-
ember 1911. Hann
lést á heimili sínu 30.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Finnbogi Guð-
mundsson, bóndi í
Krossdal, f. 21. júní
1879, d. 3. maí 1923,
og Vigdís Helga Guð-
mundsdóttir frá
Tungu í Tálknafirði,
f. 4. janúar 1887, d.
14. ágúst 1983. Andr-
és kvæntist Guðnýju Þorbjörgu
Sigurðardóttur, f. á Gljúfurá í Arn-
arfirði 13. ágúst 1908, d. 20. apríl
dóttir, f. 8. maí 1918, d. 3. apríl
1999.
Andrés fór fyrst til sjós 13 ára á
skútur, hann varð 16 ára formaður
á vélbát frá Tálknafirði, og var það
um fimm ára bil, en var síðan á tog-
urum frá Patreksfirði til ársins
1941. Andrés útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum 1941, með meira
fiskimannaprófi, 1. einkunn. Eftir
það var hann skipstjóri á fiskiskip-
um, lengst af á Svani RE88 eða allt
til ársins 1966. Andrés hafði um-
sjón með byggingu nýrra fiski-
skipa í Noregi um skeið. Formaður
útvegsmannafélags Reykjavíkur
var hann um árabil og sat í stjórn
Samábyrgðar Íslands á fiskiskip-
um, Landssambands íslenskra út-
vegsmanna og Fiskifélags Íslands
og sat í loðnunefnd frá stofnun árið
1973. Andrés var virkur meðlimur
í Oddfellow-reglunni.
Útför Andrésar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1980. Foreldrar henn-
ar voru þau Sigurður
Jónsson, sjómaður og
bóndi í Tungu í
Tálknafirði, f. 29.
ágúst 1878, d. 15.
október 1966, og kona
hans, Sigríður Guð-
mundsdóttir frá Horni
í Arnarfirði, f. 22.
ágúst 1878, d. 14. júní
1968. Dóttir þeirra
Andrésar og Guðnýjar
er Elfa Andrésdóttir,
gift Þorsteini Jóns-
syni. Þeirra synir eru:
a) Andrés, sonur hans
er Aron Ingi; b) Jón Elvar; c) Þor-
bergur Atli. Sambýliskona Andrés-
ar síðari ár var Guðrún Guðmunds-
Kveðja frá íbúum
í Sólheimum 23
Í dag er til moldar borinn góður
vinur og traustur stjórnarmaður
húsfélagsins okkar, Andrés Finn-
bogason, fyrrv. skipstjóri, en hann
gegndi starfi gjaldkera hússins um
langt árabil og allt til dauðadags.
Erfitt var að hugsa sér betri og
heiðarlegri mann til þess starfa en
Andrés, sem lagði metnað sinn í að
hlutirnir væru gerðir á sem hag-
kvæmastan hátt, en samt vel unnir.
Hann var einstaklega viðmóts-
þýður maður og mikið prúðmenni
sem alltaf var hægt að leita til með
málefni hússins og ávallt var hann
hollráður.
Aldrei vildi hann að farið yrði í
framkvæmdir innan húss eða utan,
hvort sem þær voru smáar eða
stórar, nema peningarnir væru fyr-
ir hendi og kom sér það auðvitað
best fyrir íbúana og það duldist
honum ekki.
Stundum er sagt að maður komi
í manns stað, en skarð þessa látna
heiðursmanns verður vandfyllt.
Dóttur hans og fjölskyldu hennar
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur og þökkum Andrési Finn-
bogasyni að leiðarlokum fyrir frá-
bært og óeigingjarnt starf í okkar
þágu.
ANDRÉS ÞORBJÖRN
FINNBOGASON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur