Morgunblaðið - 11.09.2001, Side 45

Morgunblaðið - 11.09.2001, Side 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 45 Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI VÍST er það svo um alla hluti ílífi voru að yfirleitt gengurvel og hlutirnir eru að flestu leyti í góðu lagi. Oftast án stórra áfalla. Hið sama má segja um keppn- ina á hestamótum, þar eru hlutirnir undantekningalítið í góðu lagi en svo koma áföllin, eins og gerðist á heims- meistaramótinu þegar hestar og menn voru í harðri keppni í 30 stiga hita og spennan í algleymingi, að far- ið er yfir mörkin og hinir glæstu gæðingar gefast upp hver af öðrum og spennan og glæsileikinn hverfa eins og dögg fyrir sólu, hestarnir verða aumkunarverðir og knaparnir skynja að nú hefur verið of langt seilst. Fagrir tónar verða að afskræmdu bauli Þessu má líkja við að setið sé í þægilegu umhverfi og hlustað á vel flutta fagra tónlist leikna á grammó- fón en skyndilega fer rafmagnið af fóninum, tónarnir þyngjast og hægir á flutningi hinnar fögru tónlistar þar til hún verður að afskræmdu bauli. Þetta einstaka atvik á heimsmeist- aramótinu var vissulega slæmt og setur slæman blett á Íslandshesta- mennskuna sem þó ætti að vera hægt að hreinsa af með ekki svo mikilli fyr- irhöfn. En það sem gerir málið alvar- legra er að þetta er ekki í fyrsta skiptið, slíkt gerist og því miður virð- ist staðreyndin vera sú að hér sé um endurtekna hörmung að ræða. Vissulega geta menn þrefað um hvort þetta eða hitt atvikið sé verra eða skárra en ekki er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að keppnis- reglurnar eins og þær eru í dag koma ekki í veg fyrir að slíkar hörmungar geti gerst. Fljótt á litið virðast reglurnar vera góðar og ekki ástæða til að óttast að yfir mörkin verði farið en reynslan sýnir þó glöggt að við vissar kring- umstæður er svo alls ekki. Þar hefur verið nefndur mikill lofthiti, erfiðar beygjur hringvalla, harðir vellir eða þungir yfirferðar og síðast en ekki síst hörð keppni þar sem keppendur, og er þá átt við knapana, eru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar til að hljóta sigur. Þar má nefna keppni á heims- meistaramótum og landsmótum og jafnvel Íslandsmótum. Víti til að varast Til upprifjunar er rétt að tína til nokkur atvik þar sem keppt var að eftirsóttum titlum eða sigrum. Fyrst er til að telja úrslit í B-flokki gæð- inga á landsmóti á Gaddstaðaflötum 1994 þar sem heitt var í veðri, völlur harður og beygjur erfiðar. Þar var hestunum beitt alltof lengi á yfirferð- artölti og var knapanum á Orra frá Þúfu, Gunnari Arnarsyni, nóg boðið. Klárinn, sem reyndar var öruggur sigurvegari, var alveg búinn og því ekki annað að gera fyrir Gunnar en hægja niður á fet. Að frátöldu þessu atviki í lokin bauð þessi úrslitakeppni upp á allt það sem slík keppni átti að gera, fegurð og glæsileika, spennu og hraða. Eftir þessa keppni var reglum breytt þannig að hestarnir fengu meiri hvíld milli atriða sem var tví- mælalaust til bóta. Á heimsmeistaramóti í Seljord í Noregi árið 1997 var lofthiti vel yfir 30 gráður á síðasta degi mótsins. Þar má segja að fyrst í úrslitum fjór- gangs hafi verið gengið nokkuð nærri hestunum án þess þó að nokk- ur þeirra hafi verið búinn eins og sagt er. Í töltkeppninni var gengið skrefi lengra og þar mátti sjá afar grófa reiðmennsku þegar farið var að ganga verulega á úthald hrossanna. Í töltúrslitum á landsmótinu á Melgerðismelum árið 1998 voru margir þeirrar skoðunar að of lengi hefði verið riðið á yfirferðartöltinu og hrossin sum hver verið farin að guggna. Í úrslitum B-flokks á landsmótinu í Reykjavík á síðasta ári gerist það svo enn að gengið er of langt þótt ekki sé það eins áberandi og var á landsmótinu 1994 eða á HM í sumar. Þar voru sumir hestanna farnir að lýjast svo eftir var tekið. Eftir því sem næst verður komist gerast hlutir sem þessir eingöngu á stórmótum þar sem saman eru komnir miklir gæðingar og kapp- samir knapar. Nú er það svo að í öll- um vondum málum er reynt að finna sökudólga eða með öðrum orðum reynt að skilgreina vandamálið og sjá hvar hægt er að bæta úr. Á mótinu í Austurríki í sumar beinast spjótin að þul sem jafnframt var stjórnandi keppninnar. Fullyrt er að dómarar hafi verið búnir að gefa merki um að þeir hafi lokið ein- kunnagjöf og því ekki þörf á frekari reið. Þulur hafi af einhverjum ástæð- um ekki stöðvað keppnina og því hafi farið sem fór. Að loknu landsmóti 1998 kom fram í grein í hestaþætti Morgunblaðsins það sjónarmið að knapinn væri fyrst og fremst sá sem ábyrgð ber á sínum hesti, grundvallarreglan hlyti að vera sú að velferð hestsins nyti for- gangs fram yfir verðlaunasæti og það væri höfuðmarkmið að koma honum heilum í gegnum alla keppni. Nú er líklega komið að þeim mörk- um að stöðva verður uppákomur sem þessar. Ekki skal efast um að allir sem hlut eiga að máli hafi fullan vilja á því að svo verði en það virðist hæg- ara sagt en gert að finna þann örygg- isventil sem dugar. Tvískinnungur brekkunnar Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um úrbætur eins og til dæmis að knöpum verði heimilt að hægja á hesti sínum og ríða á feti í útjaðri vallarins þegar þeim finnst hesturinn hafa fengið nóg af reið án þess að þeim verði refsað í einkunnagjöf hafi þeir farið einhverja lágmarksvega- lengd á yfirferð. Þá eru margir sem vilja að lögð verði aukin áhersla á að hross fari fallega á yfirferð fremur en hampað sé fyrir mikinn hraða. Þá mætti refsa keppendum ef hestar fara að tapa fegurð vegna mikils hraða. Þetta er erfitt mál að fást við því að kröfur brekkunnar eru hraði og spenna. Tvískinnungur brekk- unnar er þó einnig augljós því að það- an koma oft háværustu gagnrýnis- raddirnar ef eitthvað fer úrskeiðis eins og gerðist í Austurríki. Líflegir áhorfendur í Stadl Paura vöktu at- hygli en það er einnig deginum ljós- ara að því meiri sem fagnaðarlætin og djöfulgangurinn í brekkunni er því meiri verður darraðardansinn á vellinum og að sjálfsögðu dansa svo dómararnir með í stemmningunni og lái þeim hver sem vill. Já, það er oft vandlifað í henni gömlu veröld. Ekkert að fela á hestamótum Það kom fram í fréttum Morgun- blaðsins af mótinu að þar hefðu mætt einhverja mótsdagana fulltrúar dýraverndarsamtaka í Austurríki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort þeir voru á staðnum þegar umrædd úrslita- keppni fór fram en hverjum manni hlýtur að vera ljóst hversu óheppi- legt það er fyrir hestamennskuna að gefa færi á neikvæðri umfjöllun á vettvangi dýraverndar þar sem allir virðast sammála um að vel eigi að standa að málum. Hestamót með ís- lenskum hestum eiga að vera með þeim hætti að málefnalegir og raunsæir dýraverndarmenn séu au- fúsugestir og hvorki þurfi að fela eitt né neitt fyrir þeim eða öðrum. Væntanlega verður tekið á þessum málum á fundum og þingum hesta- manna bæði á innlendum og erlend- um vettvangi. Hin döpru augnablik hestamótanna Góðu keppnistímabili hestamennskunnar fer nú senn að ljúka. Eins og undanfarin ár bauð það upp á skemmtilega keppni og margar glæsisýningar sem undirstrika góða stöðu reiðmennsku og ræktunar. Það spillir þó ánægjunni að á hápunktinum skuli hlutirnir fara gjörsamlega úrskeiðis og breytast í andhverfu sína. Hér á Valdimar Kristinsson við lokapunkt töltkeppninnar á heimsmeist- aramótinu í Austurríki sem að öðru leyti var hið glæsilegasta í alla staði. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Á fyrri tveimur hringjum yfirferðar var allt í góðu lagi, fegurðin og fas gæðinganna eins og best varð á kosið en á brattann að sækja hjá Hafliða Halldórssyni og Valíant í harðri keppni. Hann var ekki árennilegur, Dökkvi frá Mosfelli, í töltúrslitunum. Hann og Karly Zingsheim höfðu góða forystu þegar kom að síðasta atriðinu og allt stefndi í sigur þeirra, en var það handvömm stjórn- anda keppninnar sem gerði út um sigurvonina?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.