Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í LESBÓK Morgunblaðsins 2. júní sl. var ítarleg frásögn af Síldarminja- safninu á Siglufirði og viðtal við und- irritaðan um uppbyggingu safnsins þar. Bent hefur verið á að þar skorti upplýsingar um hönnuði endurbygg- inga Roaldsbrakka, aðal safnhússins. Þar sem safnstjóri ber að nokkru ábyrgð á þessu viðtali er bæði ljúft og skylt að bæta fyrir þessi mistök og upplýsa lesendur blaðsins um hið rétta í málinu. Róaldsbrakki var friðaður árið 1978 og þegar Félag áhugamanna um minjasafn beitti sér fyrir endur- bótum á húsinu 1990 valdi Húsafrið- unarnefnd arkitektana Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon á Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 sf. til að stjórna því verki. Teiknuðu þeir og mældu húsið í bak og fyrir eins og lög gera ráð fyrir og unnu síðan vandaðar teikningar og áætlanir að endursmíðinni og endurreisn hússins sem safnhúss. Allt var það gert í góðu samstarfi við safnstjóra og með sam- þykki safnstjórnar og sömuleiðis framkvæmdir sjálfar sem þeir fé- lagar á Teiknistofunni stýrðu og höfðu eftirlit með fyrir hönd Húsa- friðunarnefnar. Þetta samstarf stóð í a.m.k. 6 ár og er ekki hægt að segja annað en það hafi tekist með ágætum eins og verð- laun og viðurkenningar sem safninu hefur hlotnast á síðustu árum bera með sér. Það var ekki einasta að þeir Grétar og Stefán Örn hafi stýrt smið- um og öðrum framkvæmdaaðilum í stóru verkunum heldur einnig séð um flest annað sem lýtur að umgjörð og ytra búnaði safnsins: Hönnun skil- rúma, litaval á veggjum, lýsingu og einnig veittu þeir safnstjóra góð ráð við skipulag og uppsetningu sýninga. Safnið er þannig uppbyggt að nokkru leyti að hver hlutur er settur ,,á sinn stað“. Reynt er að sýna þenn- an gamla og glæsilega síldarbrakka eins og hann var notaður í sinni fjöl- breytilegu mynd í 60 ár. Og sann- arlega má líta svo á að 50% af þessu verðlaunasafni sé húsið sjálft. Þetta er nauðsynlegt að komi fram. Betra seint en aldrei. ÖRLYGUR KRISTFINNSSON, safnstjóri. Um endurbætur á Róaldsbrakka – hönn- un Síldarminjasafns Frá Örlygi Kristfinnssyni: Roaldsbrakki, aðalsafnhúsið. SJÚKRALIÐAR hafa verið með lausa samninga síðan 1. nóvember 2000. Veruleg þörf er á uppstokkun í launamálum þeirra en það virðist sem enginn vilji semja við þessa starfsstétt. Það er sagt að menntun sé mátt- ur. Falleg orð en virðast ekki passa fyrir allar starfsstéttir, sérstaklega þær sem eru skipaðar konum. Kvennastéttir eiga einstaklega erf- itt með að fá ásættanleg laun. Þó er sem betur fer orðin breyting hjá sumum þeirra, s.s. kennurum en samkvæmt upplýsingum úr útvarp- inu hækka laun þeirra um 50% á samningstímanum. Það eru frábær- ar fréttir enda flykkist fólk í kenn- aranámið og þjóðin uppsker ánægða kennara, betri kennslu og auðvitað miklu betri nemendur. Margt fólk verður að dvelja á sjúkrastofnunum og elliheimilum. Það þarf þjónustu og á hana svo sannarlega skilið. Það hlýtur að vera ósk hvers einasta manns að sjúklingar og vistmenn elliheimila séu eins ánægðir og kostur er. Þá skiptir miklu máli að það séu ekki ör starfsmannaskipti því það eykur kvíða og kallar á meiri lyfjakostnað. Ófaglært starfsfólk er oft ráðið í sjúkraliðastöður. Það er oft ágætis starfskraftar en auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og alveg sama hver sækir um vinnu, allir fá hana því ekki er völ á sjúkraliðum. Ástæðan er sú að afar fáir hafa áhuga á að læra starf sem gefur af sér undir 90.000 krónum í byrjunar- laun. Það er trú mín að ef sjúkralið- ar fengju sambærilegar kjarabætur og kennarar eða lögreglumenn myndi verða veruleg fjölgun í stétt- inni, ánægðari starfskraftar, ánægðari sjúklingar og vistmenn elliheimila – þjóðinni til sóma. SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR, sjúkraliði á Hvammstanga. Launamál sjúkraliða Frá Sigríði Karlsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.