Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 2
vtsm i Mánudagur 13. ágúst 1979. Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. Hvað gerðir þú um verslunarmannahelg- ina? 1 I I Kristinn Helgason, lagermaQur: | Égvaribænum.endaþurfti ég aö ■ sinna ýmsum verkefnum heima. ■ Lárus Hauksson, húsgagnasmlö- ur: Ég dvaldi i sumarbústaö i Kjósinni! Þaö var algjör klassi. Hrelnn Agdstsson húsgagnasmiö- ur: Skrapp i veiöitúr upp i Svina- dal, en fékk litiö. Aöalstelnn Hjálmarsson bifvéla- virki: Var 1 bsnum lengst af, en skrappþó upp á Akranes á sunnu- dag. Bryndb Kristjánsdóttlr verslun- arkona: Fór upp i Borgarnes i seglbáti. Feröin upp eftir tðk 17 tlma enaöeins 6 tima I góöumbyr heim. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Þeir sem kjósa aö mála sin hús sjálfir ættu aö hafa hugfast aö góö undirvinna er eitt af þvi sem skiptir hvaö mestu máli. Þaö fara marglr natt á undirvlnnunnl - pegar hiis eru maiuð að utan Sumariö er sá timi sem utan- hússmálun er hvaö mest stunduö og í góöviöri siöustu vikna hefur veriö yfirdrifiö aö gera hjá mál- arameisturum I bænum. A skrifstofu Málarameistarafé- lags lslands var okkur tjáö aö nú væru starfandi um 70 málara- meistarar á Stór-Reykjavikur- svæöinu, sem allir heföu nóg að gera. Sagöi viömælandi okkar aö þaö væri ekkert einsdæmi aö mik- iö væri aö gera hjá málarameist- urum á þessum árstima, slikt væri nánast regla. Hins vegar dregur úr verkefnunum strax i september-október og yfir vetr- armánuöina er hálfgerö ördeyöa nema hjá þeim sem komast i ný~ byggingar. "Erfitt er aö gera sér grein fyrir hver kostnaöur fylgir þvi aö mála hús af meðalstærö aö utan, enda er veröiö háö verklýsingu þar sem hver einstakur þáttur verk- ins er sérstaklega verölagöur. Þannig er ekki sama hvort mál- aö er á grófpiissaöan stein eöa finpússaöan, svo dæmi sé tekiö. Til aö gefa einhverja hugmynd má nefna, aö þaö kostar hjá mál- arameistara 710 krónur aö mála tvær umferöir á hvern fermetra af finpússuðum steini, ef notuö er svokölluö hraunmálning sem nú er mjög vinsæl. t þessu veröi er aðeins innifalin vinnan viö mál- unina sjálfa, ekki undirvinna eöa efni. Þá má geta þess aö tekið er sér- stakt hæöargjald strax og komið er upp fyrir 5 metra hæö sem leggst ofan á grunnveröið. Hæö- argjaldið hækkar eftir þvi sem hæð viökomandi húss eykst og er það frá 5,9% upp i 17,6%. Hjá Málarameistarafélaginu var okkur tjáð aö alltaf væri eitt- hvað um aö gerö væru tilboð I verkin, en þessi tilboö eru i lang- flestum tilfellum byggð á taxta félagsins- Þá sagöi viðmælandi okkar hjá Málarameistarafélaginu aö alltaf væri eitthvaö um undirboö I málningarvinnunni, en oftast bitnuöu þessi undirboð á undir- vinnunni sem ekki væri þá lögð næg alúö við. Sagði hann að und- irvinnan væri ekki siöur mikilvæg en góö málningartegund og heföu margir farið flatt á þvi. Nefndi hann sem dæmi að hús sem standa við sjávarsiðu þarf oft á tiöum hreinlega að þvo að utan áður en hægt er aö byrja að eiga viö undirvinnu og málun. En það eru margir sem mála hús sin og ibóöir sjálfir. Þeim til upplýsingar má nefna aö verð á utanhússmálningu er nokkuð mismunandi eftir þvi hvaða teg- und er valin, hvaða litur og i hve stórum pakkningum málningin er keypt. Hjá Málaranum fengum við þær upplýsingar að þar væru til þrjár gerðir af utanhússmáln- ingu. Þaö eru Otispred frá Hörpu og Hraunmálning og Dyrotex frá Málningu h.f. Kópavogi. Ef tekið er verð á 10 lítra dollum sem munu vera hvað algengastar þeg- ar um utanhússmálun er að ræöa, þá kostar Otispred dósin 17-22 þúsund krónur eftir þvi hvaöa lit- ur er valinn. Hver lítri af Oti- spred er talinn þekja 8-12 ferm. Verð á Hraunmálningu er frá 13- 16 þúsund krónur fyrir 10 litra dós og þekur hver litri af þvi 4-5 ferm. Dýrotex er selt 111 lítra dósum og kostar ein slfk frá 16-22 þúsund krónum og þekur hver litri 8-12 ferm. Þessu til viðbótar má geta að málningarrúllur kosta frá 1500- 3000 kr. og er hægt aö velja milli kanadiskrar og Islenskrar fram- leiðslu. Tréskaft af venjulegri stærð mun hins vegar kosta um 750 krónur. — GEK 1 skattayfirlitinu að þessu sinni eru vaidir af handahófi nokkrir vel þekktir islenskir rithöfundar, ogathugaö hversu feitan gölt þeir hafa flegið á siðasta ári. Þaö ætti engum að veröa undrunarefni, aö efst á blaöi trónir meistari Laxness, sem greiöir sjömilljóniráttahundruö- ogáttaþúsundogsexhundruöfjöru- tiuogfimm krónur i heildargjöld. Að sögn skattstjórans i Reykjaneskjördæmi hefur þó slæðst sú villa inn i skattskrána, að Halldóri er þar gert aö greiða 699.700 krónur i útsvar. 1 fyrsta lagi á skáldið ekki aö greiða út- svar yfir höfuö, sökum þess að hann er heiöursborgari, og I ööru lagi stenst talan ekki, þó svo að útsvar skyldi greitt. En Nóbels- skáldiö er sem sagt greinilega ekki á neinni heljarþröm hvaö veraldlegu gæöin snertir, hvað þá þau andlegu. Einnig veröur aö gera þá athugasemd við skatta Thors Vilhjálmssonar, aö þar er um aö ræöa sameiginlegt framtal Thors Margír rithðfundar eru nær skattlauslr og Margrétar Indriðadóttur, konu hans, en Margrét er fréttastjóri útvarpsins og dregur varla minna í-------------------------------- i búið en Thor sjálfur. Við eftirlátum svo lesendum að hnýsast i töfluna hér fyrir neðan, en það er bersýnilegt, að misjafnt bera höfundarnir úr býtum fyrir hverja skrifaða linu. P.M. Halldór Laxness Tekjusk. 6.295.592 Eignask. 208.403 Otsvar 699.700 Barnab. Samtals 7.808.645 Indriöi G. Þorsteinsson 1.792.103 236.218 818.700 100.660 3.083.556 Thor Vilhjálmsson 1.360.429 124.205 972.200 0 2.648.994 Guðmundur Danielsson 1.591.265 0 757.500 0 2.465.027 Pétur Gunnarsson 1.439.967 0 925.200 251.646 2.297.800 Jónas Guðmundsson 308.090 19.029 542.900 251.646 714.359 Vésteinn Lúöviksson 226.835 0 258.700 0 534.985 Hafliöi Vilhelmsson 214.261 0 245.700 0 506.912 Olafur Haukur Simonarson 19.210 0 184.300 0 241.140 Snjólaug Bragadóttir 0 0 147.500 0 235.092

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.