Vísir - 13.08.1979, Side 18

Vísir - 13.08.1979, Side 18
sandkorn Umsjón: Axel Ammendrup VÍSIR Mánudagur 13. ágúst 1979. Sæmundur Guðvinsson . skrifar Mltt er Hitt... Þaö er orðiö stórskemmti- legt að fylgjast meðfréttum af fundum landhelgisnefndar um Jan Mayen málið. Matthias Bjarnason lak i Moggann hugmyndum sinum aö lausn deilunnar við Norð- menn. Siðan tekur óiafur Ragnar Grimsson þessar hugmyndir upp i landhelgis- nefnd og gerir þær aö tillögum sinum. Matthias, sem líka á sæti nefndinni, tekur þá undir tiiiögur Ólafs ogkveöst styðja þær eindregið!! Það er svo sannarlega ekki fyrir alia að skiija pólitik. Matthias Albert forsetl? Svíar vllja að Vlklorfa erfi rfkið Veröur aldagamalli hefð í Svi- þjóð breytt? Verður Viktoria litla, dóttir Karls Gústafs Sviakonungs og Silviu konu hans, drottning? Þetta er heilmikið hitamál i Sviþjóð þessa dagana og virðist svo sem hinir frjálslyndu Sviar séu helst á þvi, að Viktoria geti fullt eins vel orðið þjóðhöfðingi i fyllingu timans, þó hún sé „bara” kona. Ekki er konungur þó alveg á sama máli. Hann heldur þvi fram, að innst inni sé það vilji fólksins að yngra barn þeira hjóna, Karl Filipp, skuli verða konungur eftir fööur sinn. Skoð- anakannanir hafa þó sýnt, að um 40% Svia vilja Viktoriu sem þjóð- höfðingja en 27% vilja fá prins- inn. Það fylgir með sögunni, að Silvia drottning sé eindregið á þeirri skoðun að stúlkan skuli erfa rikið. Er þetta verðandi þjóðhöfðingi Svla eða verður það bróöir hennar, sem var farinn að sofa er myndin var tekin, sem kemur til með aö bera kórónuna stórglæsilegu? Albert Albert Guðmundsson hefur lýst því yfir að hann muni bjóða sig fram til embættis forseta tslands, ef dr. Kristján Eldjárn lætur af störfum á næsta ári. Sumirsegjaað það eina sem geti komiö I veg fyrir að Al- bert veröi forseti séu vinsældir hans meðal almennings. Fóik viil ekki missa hann i áhrifa- litið embætti. vikurbiaðið Þá eru HUsvikingar farnir að gefa út fréttablað og var það vonum seinna þegar tekið er tillit til þess að það eru Þingeyingar sem hér eiga I hlut. Blaöið heitir þvi yfirlætis- lausa nafni, Vikurblaðið og er Kári Arnór Kárason á- byrgöarmaöur þess en blaðið á að vera óháð fréttablað. Við óskum blaðinu góðs gengis. Þiðnninn Kunningi minn einn sem er barþjónn að atvinnu skar sig illa þegar hann var að raka sig I morgun. Hann hlýtur að hafa misst mikiö blóö, þvl þegar ég mætti honum á götu fyrir stundu var hann ekkert rauð- eygöur, aldrei þessu vant. TÍSKUBILL KÓNGA OG ERFÐAPRINSA Karl Bretaprins/ Hussein Jórdaníukonungur og fyrr- um iranskeisari eiga allir svona bil. Og ef þú átt eitt- hvað af peningum, sem þú ert hættur að nota, gætir einnig þú fjárfest í Aston Martin. Munið þið ekki eft- ir bilnum hans James Bond úr myndinni Goldfinger? Það var Aston Martin Espionage Special DB-5 með vélbyssum í grillinu og útskjótanlegum öxul- hníf.um, sérstaklega hent- ugum til að skera í sundur annarra manna hjólbarða, að ekki sé minnst á útvarp, sjónvarp og bar. En slikur bill fæst ekki á neinu útsöluverði. Jafnvel 007 fannst verðið riflegt 1964, en þá kostaði tækiö 15 milljónir. Billinn, sem fyrrnefndir prinsar, kóngar og keisarar eiga kostar litlar 28 milljónir króna, og er þá ekki reiknað á ferðamannagjaldeyri. Með þessu módeli fylgja ekki einu sinni vélbyssur, hvað þá annað. Aston Martin billinn er með V8 vél og þykir tæpast hentugur á þessum orkukrepputimum, enda kemst hann ekki lengra en 16 kilómetra á bensingalloninu. Hins vegar er hann lipur og snöggur, er sjö sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Aston Martin verksmiðjurnar fóru á hausinn árið 1974 en þá kom til bandariskur auðkýfngur og keypti fyrirtækið fyrir litlar 900 milljónir króna. Er bresk blöð spurðu hann á sinum tima, hvers vegna hann hefði keypt gjaldþrota verk- smiðju, svaraði hann: „Mér þótti leiðinlegtað sjá að verksmiðjan, sem framleiddi bil- inn hans James Bond skyldi fara á hausinn. Ég sá auk þess enga ástæðu til þess að ég keypti verk- smiðjuna ekki. Svo ég keypti hana”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.