Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 13. ágúst 1979. Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifl Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slfiumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f STOÐVUN NORÐMONNUM FYRIR RESTU Nýjar samningaviOræöur lslendinga og Norömanna gætu auöveldaö norsku stjórninni að stööva ioönuveiöarnar viö Jan Mayen viö 90 þúsund lesta mörkin, ekki slst þar sem þeir geta visað fiotanum á Barentshafsmiöin eftir tvodaga. Fréttir sem bárust um helgina frá Noregi sýna, að norski veiði- flotinn við Jan Mayen er þegar búinn að veiða á milli 60 og 70 þúsund lestir af loðnu og má því búast við að 90 þúsund lesta markinu verði náð nú í byrjun vikunnar. Engar formlegar viðræður hafa enn verið ákveðnar milli norskra og íslenskra stjórnvalda. Knut Frydeniund, utanríkisráð- herra Norðmanna, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að samningar tækjust milli stjórn- málamanna á íslandi áður en sendinefnd héðan kæmi til samn- inga í Osló. Slíkt væri æskilegast, en engu að síður gæti það haft veruleg áhrif í þá átt að veiðarnar við Jan Mayen yrðu stöðvaðar, að form- legar samningaviðræður yrðu teknar upp að nýju milli Norð- manna og Islendinga. Norska stjórnin ætti erfitt með að leyfa sjómönnum sínum að halda áfram veiðum, ekki síst ef komið væri fram yfir 90 þúsund lesta markið, ef viðræðunefndir væru sestar á rökstóla. Það myndi auk þess veikja málstað Norðmanna gagnvart öðrum hugsanlegum veiðiþjóð- um, ef þeir færu fram yfir 90 þúsund lesta mörkin, þar sem þeir viðurkenndu í viðræðunum við Islendinga, að með tilliti til skynsamlegrar nýtingar væru þau mörk eðlileg fyrir norska veiðif lotann. Frydenlund, utanríkisráð- herra, ítrekaði um helgina, að nauðsynlegt væri að samkomu- lag næðist við (slendinga áður en norskir sjómenn hefðu veitt 90 þúsund lestir af loðnu á Jan Mayen-miðunum, en úr því sem komið er tekst það varla, þar sem aðeins tveir eða þrír dagar eru til stefnu. Aftur á móti virðist Eyvind Bolle, sjávarútvegsráðherra, vera einstrengingslegri en Frydenlund, þar sem hann sagði í Osló á laugardaginn, að stöðvun veiðanna við 90 þúsund tonna markið, kæmi ekki til greina, né heldur ákvörðun um bann við frekari loðnuveiðum frá ákveðn- um degi. Tónninn í Bolle gæti breyst, ef formlegar viðræður yrðu hafnar að nýju næstu daga, en það getur á hinn bóginn torveldað sam- komulag, ef Norðmenn miða ekki veiðar sínar við margumrædd 90 þúsund tonn. Einaf röksemdum Norðmanna fyrir því, að þeir yrðu að hef ja loðnuveiðarnar við Jan Mayen svo fljóttsem raun ber vitni var sú, að þeir þyrftu að skapa fiski- skipum sínum verkefni fram að þeim tíma, að loðnuveiðar þeirra í Barentshafi byrjuðu. Þetta bil eru þeir nú búnir að brúa og mega loðnuveiðarnar í Barents- hafi hef jast eftir tvo daga, mið- vikudaginn 15. ágúst. Það ætti því að verða enn auð- veldara fyrir norsku ríkisstjórn- ina að stöðva veiðarnar við Jan Mayen núna, þegar skipin eru að nálgast 90 þúsund lesta markið, vegna þess að þeir geta vísað flotanum á önnur loðnumið, það er að segja Barentshafsmiðin. ■ 1 Jipppantað um hveria heigi” - ræll við Sigurbjörgu Elrlksdóllur, hótelstýru á Laugarvatni Þaö viröist verafull þörf fyrir þrjú hótel á Laugarvatni”, sagöi Sigurbjörg Eiriksdóttir hótelstýra i Eddu-hótelinu f hús- mæöraskólanum á Laugarvatni I samtali viö Visi. Undanfarin sumur hafa veriö starfrækt þar þrjú hótel en i sumar eru þau aöeins tvö, i hús- mæöraskólanum og i mennta- skólanum, hvort tveggja Eddu-hótel. „Viögetum tekiö ámóti um 50 til 60 manns i einu” sagöi Sigur- björg,” en hitt hóteliö getur tekiö i gistingu um 140 manns. Þaðer rekiöá dálitiö annanhátt en hér og tekur aðallega á móti stórum feröamannahópum.” Sigurbjörgsagöi aö nýtingin á hótelinu hjá þeim heffii veriö mjög góö i sumar. Yfirleitt væri allt upppantaö um helgar. Útlendingarnir væru fyrr á ferðinni en Islendingar. Þegar liöa tæki á sumariö fjölgaöi islensku gestunum en þeir kæmu mikiö um helgar. „Þetta er yfirleitt flest allt hjónafólk sem kemur hingað og þá frekar fólk sem hefur komiö upp sinum börnum. Þaö er li'tiö um ungt fólk sem stendur i barneignum og ibúðar- byggingum”, sagöi Sigurbjörg. Sigurbjörg Eiriksdóttir, hótelstýra á Eddu-hótelinu I húsmæöra skólanum á Laugarvatni, fyrir framan hóteliö. Visismynd GVA Af útlendingum eru Þjóö- verjar i meirihluta en næstir koma Bandarikjamenn og svo Noröurlandabúar. „Hér er mjög góö aöstaöa til hótelhalds”. sagöi Sigurbjörg. „Húsakynnin eru góö miðaö viö skólahús yfirleitt. 011 herbergin eru meö baöi enda var gert ráö fyrir þvi aö hér yröi hótel þegar húsiö var byggt”. 1 hótelinu eru 27 tveggja manna herbergi og kostar herbergiö 10 þúsund krónur yfir nóttina. 1 matsal hótelsins er seldur matur fyrir almenna feröamenn auk hótel- gesta og sagöi Sigurbjörg að þau gætu meö góöu móti tekiö á móti um 165 matargestum. Þá er einnig I hótelinu vinbar fyrir hótelgesti. — En hvaöa kosti hefur Laugarvatn sem feröamanna- staöur? „Hér er eitt fegursta umhverfi á landinu þó alltaf megi deila um slikt. Héöan er stutt aö fara i ailar áttir til þekktra staða svo sem á Þing- velli, Gullfoss og Geysi og til Skálholts. Á Laugarvatni er gufubaö sem fólk sækir mikiö f en þaö er byggt yfir hver og hér er mjög góö sundlaug. Þaöer einnig vin- sælt aö leigja sér bát og róa út á Laugarvatnið og Apavátn og veiöa. Á hótelinu eru 12 starfemenn og fá þeir ákveöna prósentu af allri veitingasölu og gistingu. „Meö þessu móti hefur veriö unnt að fækka starfcliöi og allir hafa hagsmuna aö gæta i þvi aö ekkert fari tíl spillis og aö veita sem besta þjónustu”, sagði Sigurbjörg. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.