Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Mánudagur 13. ágúst 1979. Umsjún: Guðmundur Pétursson Vonir standa til þess, aö Ut- breiðsla skógarelda i hæöunum upp af frönsku rivierunni (Miöjaröarhafsströndinni) hafi nú verið heft, en þó má litið Ut af bera og ekkert hvessa til þess að bálið blossi upp aftur. Eldar lékuennþá lausum hala I morgun hér og hvar I skraufþurru skóglendinu meðfram ströndinni frá Cannes til Montpellier, en þar hafa þúsundir skógarvarða og slökkviliðsmanna barist við skógarelda sfðustu fjóra daga. Eldurinn er sagður hafa farið yfir lOþúsund hektara svæði milli Marseilles og St. Tropez. Þar sem hann hefur verið verstur, logar enn i glæðum, og eru menn með öndina i hálsinum af kviða fyrir þvi, að hægviðrið endist ekki. Sumarið hefur veriö mjög heitt og þurrt i álfunni og hafa komiö upp skógareldar einnig i Portú- gal, Júgóslaviu og á Spáni. Á Miðjarðarhafsströnd Frakklands bætist þar við siðan Mistral- vindurinn frá N-Afriku og Sahara. Sex hús eyðilögðust i meiri- háttar skógareldi við bæinn Coimbra I Portúgal, og ein kona fórst. Um helgina börðust menn við skógarelda við baðstrandar- bæinn Cascais vestur af Lissabon. A noröausturhluta Spánar kom upp skógareldur á fimmtán km löngu svæði I Tarragóna. Hríkaieglr skógareldar vlð frðnsku Rivieruna 1000 fórust, begar stffia brast Björgunarsveitir grófu i morg- un i djúpri leðju eftir likum nær 1.000 manna, sem fórust þegar stifla sprakk og bærinn Morvi i Gujarat-riki á Indlandi fór á kaf. Nokkrum minútum eftir að stiflan brast, færði flóöaldan bæ- inn i kaf. Greina fréttir frá þvi, að um 60% húsa i Morvi hafi hrunið, þegar bærinn var i 4,5 metra djúpu vatni. — Spjöll urðu einnig i Lilapur, nærliggjandi þorpi. Fundist hafa lfk um 250 manna, en dánartalan er ætluð um 1.000 manns, og tókst þó að koma all- mörgum burt af versta hættu- svæðinu. Sjónarvottar segja, að likin liggi i hrönnum við vegina, og á einum stað voru um 50 sam- an i musteri einu. — Fundist hafa lik 30 lögreglumanna, sem allir voru að skyldustörfum i Morvi, þegar flóðaldan skall yfir. Monsún-rigningarnar hafa staðið yfir undanfarnar tvær vik- ur, og sumstaðar, þar sem stiflu- lónið flæddi yfir, höfðu verið flóð fyrir. 1 Júgóslaviu hefur oröiö aö flytja þúsundir ferðamanna burt af eyjum og sælureitum öðrum við strönd Adriahafsins, vegna elda i aspar-skógum, vinviði og oliu-runnum. En þessir skógareldar þykja hégómi i viðmiðun viö skógar- eldana á frönsku rivierunni, þar sem ekki hefur komið dropi úr lofti frá þvi I maimánuði. Fjöldi ferðamanna, sem slegið höfðu upp tjöldum við skógarjaðarinn, varð að taka sig upp og forða sér. Sumir höfðu ekki tima til þess að bjarga tjöldunum með sér. Um 4,000 menn hafa unnið að slökkvistarfinu og sumir þeirra ekki tekið sér hvild i fjóra daga samfleytt. Kandadiskar sjóflugvélar hafa verið fengnar til þess að varpa vatnsförmum yfir logana. ðeiröir á N.-írlandi Atök hér og þar — aöallega milli kaþólskra ungmenna og hermanna öryggissveitanna — settu svip sinn á helgina I N- Irlandi, en nú eru liðin tiu ár frá þvi breskt herlið var sent til N- írlands. 1 vesturhluta Belfast fóru nokk- ur hundruð unglinga um strætin I gær og grýttu lögreglu og her- menn, sem hafðir voru til eftirlits mótmælagöngu um 1.000 stuöningsmanna irska lýðveldis- hersins (IRA). IRA berst fyrir þvi, að breski herinn verði á brott, og að N-lrland sameinist hinu kaþólska trska lýðveldi I suöurhluta landsins. Verstu óeirðirnar urðu við Andersontown-lögreglustöðina i Belfast þar sem um 200 ungmenni söfnuðust saman aö loknum úti- fundi. Rændu þessir unglingar strætisvagni og kveiktu i honum viö lögreglustööina. Eftir um klukkustundar óeirðir tókst lög- reglunni að dreifa hópnum. Eftir það brutust skrilslætin út I þvi aö grýta lögreglu- og hermenn, hvar sem þeir sáust i Falls Road-- hverfinu. Það er kaþólskt hverfi og hefur margoft borið á góma I óeirðarsögu siðustu tiu ára. A laugardag dreifðu breskir hermenn hópi 400 ungmenna, sem gekk berserksgang i Bogside I Londonderry. Ungmennin höfðu safnast saman eftir kröfugöngu mótmælanda. Þessar skærur þykja annars furðulitlar i samanburði við átök á fyrri afmælum komu breska hersins til N-Irlands. Alvar- legustu meiðslin að þessu sinni hlaut breskur liðsforingi, sem fékk áverka á höfuöið og varð að sauma i þaö sautján spor. Þessi tiu ár, sem breski herinn hefur verið á N-trlandi, hafa nær 2.000 látiö lífiö i óeiröum, þar af 301 hermaöur. Sumarleyfisgestir i Márahæðum i suðurhluta Frakklands viröa fyr- ir sér reykkófið frá skógareldi, sem eyddi skógum á 8.500 hektara svæði. En á strandlengjunni alla leið frá Cannes til Montpelier geis- aði eldur i skógum og hefur niburlögum hans ekki veriö ráðið enn. A 1 ijp m ^ 6» UTSALAN HÓFST í MORGUNj ***#**%<»* þcrnhard lax^al ^ KJÖRGARDI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.