Vísir - 13.08.1979, Qupperneq 9

Vísir - 13.08.1979, Qupperneq 9
VtSÍR Mánudagur 13. ágúst 1979. 9 Siðnvarpsdrepsottln Eflaustá sjónvarpiö stóran þátt i þvi aö margur óharnaöur unglingurinn hefur ánetjast þessu útbreidda böli. Meö úthugsuöum áróöursbrögöum er þvi lætt inni ungmennin að keppnisiþróttir sé þaö sem eftirsóknarveröast er 1 þessum heimi. Iþróttagarpar eru settiruppá palla ogskreyttir eins og jólatré meö boröum og glingri og lofgjörðarsöngvar um þá sungnir. Og i óvitaskap sinum leiöast unglingarnir út á Iþrótta- vellina þar sem lög frumskógar- ins ráöa rikjum og fáir eiga aftur- kvæmt óskaddaöir á sál eöa llkama. Kjörorö keppnisiþrótta- félaganna: „Heilbrigð sál I hraustum likama” veröur aö teljast meö sterkustu skritlum sem upphugsaöar hafa veriö þvi hvergi fara menn verr meö likama og sál en á iþróttavöll- unum. Þessi glórulausa barátta við millimetra og sekiíndubrot er i rauninnióbrigöul aöferð til að of reyna likamann. Menn keppast við aö rembast út yfir þau mörk sem likaminn þolir og þaö er ekki aö sökum að spyrja fyrr en varir eru allir komnir meö liöagigt, vöövabólgur, hryggskekkjur, brjóskloseða einhvern enn verri ófógnuð. Ég hef ekki tölfræði- legar upplýsingar við hendina en einhvers staðarheyrði ég aö flest tilfelli sem koma inn á slysavarö- stofuna komi beint af iþróttavöll- unum og eru þá ótalin þau fjöl- mörgu tilfellisem koma aldrei til kasta læknisfræðinnar en valda fórnarlömbunum seigdrepandi óþægindum ævilangt. NU munu sennilega ýmsir berp i borðið og láta frá sér eftirfar- andi ræðustúf: „Hvur andskotinn er þetta eiginlega? Er maðurinn vitlaus? Þetta er nú það lúaleg- asta ofstækisþvaöur sem maður hefur heyrtlengi. Vill hann frekar að unglingarnir safnist saman dauðadrukknir á alls konar hali- ærisplönum og brjóti rUður? Nei og aftur nei! Vettvangur ungling- anna er iþróttavellirnir. Þar mun islensk æska vaxa upp i' heilbrigö- um félagsskap við uppbyggilegar iðkanir. „Heilbrigö sál i hraust- um llkama!” ”. Ja... ég verð nU að segja fyrir mitt leyti að af tvennu illu finnst mérskárra að unglingarnir brjóti rúður en eyöileggi sál og Hkama. En til eru aörir valkostir. Þaö er til dæmis fræöilegur möguleiki á þvi aö iðka iþróttir án þess að takmarkið sé aö klekkja á náung- anum eða gera eitthvaö sem maður getur ekki gert. Sumir láta sér nægja að gera æfingar sem hafa það eitt markmið að styrkja likamann.Égmælieindregið með öllum slikum iðkunum. Þetta eru æfingar sem allir geta gert og þurfahvorki að vera iþróttaidjót- ar né vöðvafjöll (il að komast klakklaust i gegnum. Staðreyndin er sU að keppnis- Iþróttirnar stuðla að aðgerðar- leysi alls þorra fólks vegna þess að flestir tapa I baráttunni við millimetrana, og verða að láta sér nægja að glápa á þessa fáu garpa sem hafa ekki ennþá of- reynt sig. Og hinir sem hafa enga þörf fyrir að sanna yfirburði sina en vilja samt iðka iþróttir eiga i stökustu vandræöum með að komast I viðunandi aðstöðu þvi öll iþróttahús og útisvæði eru stöðugt umsetin af hinum ýmsu íslands- meisturum, bikarmeisturum, stórmeisturum, sýslumeisturum, hreppameisturum eöa hvað þetta heitir allt saman, og hafast sumir idjótarnir á við þessum slóðum allan sólarhringinn. Það hlýtur að vera krafa allra þeirra sem bera hag landsmanna fyrir brjósti að nú þegar veröi hafin herferð gegn keppnisiþrótt- um eitthvaö i likinguvið herferö- irnar gegn reykingum og ofáti. Tilvalið væri að byrja herferðina með þvi að snUa dæminu við i sjónvarpinu og láta keppnis- iþróttirnar hafa þann tima til um- ráöa sem öll menningarstarfsemi i landinu hefur nú þ.e.a.s. fimm mínútur i viku og öfugt. Þá væri ekki aðeins hægt að sýna hreyfi- myndir frá öllum myndlistarsýn- ingum sem haldnar eru heldur væri einnig nægur timi aflögu til að lesa upp heilu skáldverkin og spila að minnsta kosti eina sinfóniu á kvöldi. Allt frá þvi aðsjónvarpiö króaöi islensku þjóðina af inni i stofu hafa keppnisiþróttirnar smám saman verið að grafa um sig i dagskránni eins og illkynja krabbameinsæxli. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að biða að þetta marg- slungna þjóðfélagsvandamál leggi fjölmiðilinn alfarið undir sig. Þá munu Bjarni Felixson fót- boltafræðingur og ómar Hagnarsson grinisti skipta dag- skránni bróðurlega á milli sin og vinna markvisst að þvi að íslend- ingar hætti að lesa og skrifa en byrji þess i stað að stofna til ill- inda á svokölluðum iþróttavöll- um. íþróttaæxlið hefur nú þegar yfirbugað margt sjónvarpsefnið sem ýmist hefur skroppið saman eða horfið með öllu. Til dæmis þótti einhvern timann fyrir löngu siðan alveg sjálfsagt að nokkrum filmubútum væri fórnað á altari listgyðjunnar. Sýndar voru hreyfimyndir frá myndlistarsýn- ingum og rithöfundar voru jafn- vel teknir tali. Nú er hins vegar brugðið upp stillimyndum af myndlistarviðburðum eitt sekúndubrot þannig aö menn verða að vara sig á að depla aug- unum til að missa ekki af mynd- unum. En á meðan halda sifellt fleiri og fáránlegri fþróttaaf- brigði að sölsa undir sig þessa fáu klukkutima sem sjónvarpið lafir á hverju kvöldi. íþróttaæxlið hefur nú þegar yfirbugað margt sjónvarpsefnið sem ým- ist hefur skroppið sam- an eða horfið með öllu — segir Guðmundur Björgvinsson. ^í* "»»*»***' B|»*?»í**** ***»» íí*« tttn ***** SoÍMMWW' Iftllíf****11 ************ M «»•* tw*r»*** l»**rr*i* |m*rT(*** Sy****® mun Brunaliðið leika á Miklatúni (ef veður leyfir). Á þriðjudag verður Þróunar- stofnun með kynningarfund á Kjarvalsstöðum þar sem kynnt verður þétting á byggð vestan Elliðaáa. A miðvikudag er aftur kynnis- ferð til Rafmagnsveitu Reykja- vikur. Þróunarstofnun verður aftur með kynningar fund á Kjarvals- stöðum á fimmtudag 16. ágúst og er efni hans Vinna og framkvæmd deiliskipulags tilraunareita i Seljahverfi. Um kvöldið verða svo tvennir tónleikar. Á Kjarvals- stöðum munu þær systur Rut, UnnurMaria og Inga Rós Ingólfs- dætur ásamt Herði Áskelssyni leika verk. eftir Bach, Handel, Teleman og Purcell, en Brunalið- ið leikur i Tónabæ. önnur kynnisferð er svo til Rafmagnsveitu Reykjavikur á föstudag, en i þessum ferðum verður lögð áhersla á kynningu Elliðaársvæðisins. Aðaldagur vikunnar er svo laugardagurinn 18. ágúst, sjálfur afmælisdagurinn. Þá byrjar dag- skráin kl. 14 með Islandsmeist- aramótinu i siglingum I Nauthóls- vik. Og þar á eftir gefst borgarbú- um kostur á bátsferðum um Skerjafjörð að Alftanesi, en báts- ferðir verða daglega i Nauthóls- vik, A þessum degi verða afhent þrjú viðurkenningarskjöl. Fyrir feg- urstu götu Reykjavikur 1979, fyrir besta umhverfi á vinnustað og fyrir bestan aðbúnað barna á ibúðarhúsalóð. Það er ætlunin að hafa viku sem þessa árlega eða annað hvert ár. Undirbúningur Reykjavikur- vikunnar er I höndum 3 manna nefndar en hana skipa Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir borgarflt., Markús örn Antonsson borgarflt. og Böðvar Pétursson. —FI ÞESSI VIKA ER REYKJAVÍKURVIKA í tilefni afmælis Reykjavikur- borgar, en 18. ágúst 1786 fékk Reykjavik kaupstaðarréttindi, gengst borgarráð fyrir sérstakri Reykjavikurviku dagana 13.-18. ágúst n.k. Tilgangur þessarar viku er að gefa borgarbúum kost á að kynna sér borgarstofnanir og þá starf- semi sem þar fer fram, m.a. til að fá sem besta nýtingu á þeirri þjónustu sem borgarbúum stend- ur til boða auk þess að efla lista- og menningarlíf i borginni og gera borgina meira lifandi. Að þessu sinni verður kynning á Rafmagnsveituum Reykjavikur og Þróunarstofnun auk þess sem Siglingaklúbburinn Siglunes, sem starfræktur er á vegum Æskulýðsráðs borgarinnar, verð- ur kynntur. Kjarvalsstaðir verða miðstöö Reykjavikurvikunnar og þar verða sýningar og tónleikar með- an á vikunni stendur. Mánudaginn 13. ágúst verður farið i kynnisverð til Rafmagns- veitu Reykjavikur og kl. 21.00

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.