Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 5
VISIR Mánudagur 13. ágúst 1979. AIHUQR HTFBÉÍI STÚRUM STÍL - Vísir heimsækir Tungulax h.i. í Hveragerði „Við byrjuðum fyrst með bleikjueldi áriö 1974 en það virð- ist ekki vera markaður fyrir svona fisk á Islandi og stöðin er ekki nógu stór til þess að fram- leiða fyrir útflutning”, sagði Kristinn Guðbrfmdsson fram- kvæmdastjóri Björgunar hf. við Hveragerði. Bleikjan var seld i verslanir og til matsölustaða. „Við gerð- um okkur vonir um að fólki þætti nýnæmi i þvi að borða nýjan silung á veturna en við gátum ekki fengið það verð fyrir hannsem viðþurftum þannig að við höfum nú snúið okkur ein- göngu að laxeldi”, sagði Krist- inn. Athuga um hafbeit „Tungulax seldi um 30 þúsund laxaseiði tilNoregsi fyrraog nú eru i stöðinni um 500 þúsund laxaseiði og verður það allt selt til Noregs næsta vor. Við fáum betra verð þar en hér. Auk þess er markaðurinn ekki svo stór hér á landi. Áhugi bænda fyrir fiskrækt viröist ekki veramikinn. Mönnum vex i augum kostnaðurinn við fisk- eldið en hann er þó ekkert á móts við þær tekjur sem hægt er að hafa af sölu veiðileyfa. Hér má gera miklu meira en gert hefúr verið og fylla allar ár af laxi. Enn sem komið er hafa þessi mál mættlitlum skilningi og það er barist bökkunum með reksturinn en þetta á mikla framtið fyrir sér”. Björgvin sagöi að þeir væru með i bigerð ásamt nokkrum út- lendingum að koma upp hafbeit hér við land i stórum stil. Margir staðir kæmu til greina en ekkert ákveðið væri hægt að segjaum þetta ennþá. Það væri allt i athugun. Vænar bleikjur Visismenn skoöuöu laxeldis- stöðina fyrir skömmu en hún er á jörðinni öxnalæk rétt neðan við Hveragerði. Sveinbjörn Oddsson, sem er stöðvarstjóri i afleysingum, sýndi okkur fyrst kerin þar sem bleikjan var alin. Fyrir utan stöðvarhúsið eru sex 100 fermetra ker sem verða tekin undir laxeldið en i nokkr- um þeirra var ennþá bleikja og sjóbirtingur 2ja til 3ja ára gamiir. Og i einu kerinu voru vænar 4ra til 5 ára bleikjur. „Við látum hana yfirleitt ekki verða svona gamla. Við höfum selt bleikjuna og sjóbirtinginn um 2ja til 3ja ára. Hótelin viija \ helst að f iskurinn sé ekki þyngri en 250 til 300 grömm”, sagði Sveinbjörn. „Annars hættum við með þetta og verðum ein- göngu með lax næsta sumar”. Viðkvæmasti timinn I stöðvarhúsinu eru 80 ker um 4 fermetra að flatarmáli. Svein- björn sagði aö þeir hefðu nóg af 10 til 12 gráðu heitu vatni og einnig hefðu þeir möguleika á 24 gráðu heitu vatni. Hins vegar hefðu þeir of litið af köldu vatní en verið væri að ráða bót á þvt. 1 húsinu eru um 100 þúsund sumaralin seiði sem komu úr hrognum sem stöðin fékk úr Þverá, Víðidalsá og Grimsá. Einnig væru þeir með 400 þús- und seiði í sérstöku klakhúsi og hefðu þau verið keypt að. Verið væriað „starta” þeim, fá þau til að taka fæðu eftir að þau hefðu sleppt kviðpokunum. Þetta væri einn viðkvæmasti timinn við laxeldið og þætti gott ef ekki verða þá meiri en 20 til 30% afföll. Hitinn ræður úrslitum Sveinbjörn sagði að þessi að- keyptu seiði hefðu áður verið höfð i 3ja til 4ra gráðu heitu vatni. Með þvi að bera þau saman við seiði sem var klakið út i stöðinni á sama tima en alin upp I 10 til 12 gráðu heitu vatni, mætti sjá hvað hitastig vatnsins hefði afgerandi áhrif á vöxt seiðanna. Minni seiðin voru ekki stærri en hornsili en myndirnar tala best sinu máli. „Það verður ekkert vandamál að ala þau i fulla stærð fyrir vorið”, sagði Sveinbjörn og benti á að laxaseiðin i ánum sem alast upp við náttúruleg skilyrði væru ekki stærri en þetta á þessum tima. Sveinbjörn sagði að verðið á seiðunum væri um 75 krónur fyrir stykkið en þau eru seld þegar þau hafa náð um 5 til 7 sentimetra stærð. —KS 1 stöðinni eru 80 ker(um 4 fermetrar að flatarmáli,en um 500 þúsund seiði verða alin þar i sumar og vetur. Sveinbjörn Oddsson með væna bleikju sem alin hefur verið upp I lax- eldisstöðinni. Tvö seiöi jafn gömul. Litla seiöið á kviði þess stærra var alið í 3ja til 4ra gráða heitu vatni áður en það kom i stöðina en stærra seiöið 110-12 stiga heitu vatni. Visismynd GVA L uoun 'pARKlNG< s4pm: tiskuversluniN VIII HAMRABORG1 - KÓPAVOGI - SÍMI 43711

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.