Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 1
Byggingaframkvæmdir Sigurmóts I Garðabæ hafa stöðvast, en margir kaupendur telja sig eiga kröfur á hendur fyrirtækinu og öfugt. (Visism JA)
GreiOslustöðvun hjá hyggingarfélaglnu Slgurmðt I Garðabæ:
FJttLDI ÍBDBAKAUPEHDA
í HALFKLABUBUM íbúbum
Sumtr hafa greitt kaupverðíð að fullu án pess að fá kaupsamnlnglnn uppfylltan
Byggingafélagið Sigurmót i Garðabæ hefur fengið kveðinn upp úrskurð
um greiðslustöðvun meðan fram fer könnun á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Sigurmót er búið að byggja 70 af 100 ibúðum sem það áætlaði að byggja i
Garðabæ, en af þessum 70 eru mjög margar ófullgerðar og óvist er með öllu
hvort eða hvenær félagið hefur starfsemi á ný.
„Við vorum komnir i
greiðsluþrot og báðum þvi um
að kveðinn yrði upp úrskurður
um greiðslustöðvun og var það
gert hjá bæjarfógetanum i
Hafnarfirði. A meðan gefst okk-
ur tækifæri til að kanna hvort
fyrirtækið verður áfram uppi-
standandi eða ekki”, sagði
Sigurvin Snæbjörnsson, bygg-
ingarmeistari og einn af eigend-
um Sigurmóts, i samtali við
Vfsi.
Sigurvin sagði að ástæðan
fyrir þessum erfiðleikum væri
„vanskil á báða bóga” en þó
aðallega vegna þess að sumir af
kaupendum ibúðanna hefðu ekki
staðið i skilum. Það hefði siðan
bitnað á hinum, sem greiddu
það sem þeim bar. „Ibúðirnar,
sem búið er að byggja, eru
meira og minna i sárum”, sagði
Sigurvin.
Mikil tækni
Byggingafyrirtækið fékk lóðir
undir mörg fjölbýlishús við
Lyngmóa i Garðabæ. Eru fimm
til sex ibúðir i hverju húsi, en
samtals átti að byggja 100 ibúð-
ir. Sigurmót fjárfesti i tækjum
og áhöldum fyrir hundruð
milljóna króna og með þeim átti
að vera hægt að steypa um tvær
100 fermetra ibúöir á sjö dögum.
„Fyrstu húsin voru byggð og
seld á föstu verði, en viö fórum
af stað með þetta 1977. Verð-
bólgan varð hins vegar meiri en
nokkurn óraði fyrir, en þarna
fengu sumir ibúðir afhentar fyr-
ir 2-3 milljónir”, sagði Sigurvin.
Hann sagði, að Garðabær hefði
hins vegar ekki staðið við sitt,
hvað varðaði gatnagérö og ann-
að, sem olli þvi að ekki hefði
tekist að skila pússningu og
fleiru fyrr en eftir dúk og disk”.
„Söfnuðum skuldum”
„Siöan var verð ibúðanna
ákveðið eftir útreikningi á visi-
töluibúð, en hækkanir á bygg-
ingavisitölu skyldu greiðast við
afhendingu. Við urðum þvi að
fjármagna þær hækkanir frani
að afhendingu og þær námu allt
að 60% af söluverði og þvi söfn-
uðum við miklum skuldum. En
ég get nefnt sem dæmi, aö ibúð
sem við afhentum fyrir átta
milljónir var auglýst til sölu á 18
milljónir daginn eftir”, sagði
.Sigurvin. Flutt er inn I um 30
ibúðir.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Visir hefur aflað sér,
situr fjöldi ibúðakaupenda i
hálfkláruðum ibúðum sem
Sigurmót átti eftir að ganga frá.
Hafa sumir greitt kaupverðið að
fullu án þess að fá samninginn
uppfylltan. -SG
VABANDI SILDART0RFUR
I VOPHAFJAROARHðFHI
Tallð I dag
Atkvæðagreiðslu I Grafiska
sveinafélaginu um verkfalls-
heimild lauk i gær, en talningu er
ekki að fullu lokiö, þvi að atkvæði
hafa ekki enn borist frá félags'-
mönnum á Akureyri.
Sjá nánar á bls. 3.
//Síldin hefur verið mjög
áberandi hér úti fyr.ir síð-
ustu vikurnar og það hafa
vérið vaðandi síldartorfur
inn í höfninni.”/ sagði
Kristján Magnússon,
sveitarstjóri á Vopnafirði,
i samtali við Vísi í morgun.
Þetta er annað sumarið, sem
vart verður við mikla sild á.
Vopnafirði. Hún er mun meiri i ár
en I fyrra, en ekki hefur sést vað-
andi sfld i Vopnafirði i mörg ár.
Kunnugir segja aö sildin hafi
ekki sést i svona miklu magni
áíöan árið 1944.
• „Ég hef séð allt upp I sjö torfur
hér i einu i höfriinni. Að visu eru
þær ekki stórar, en það er mjög
falleg sild innan um, Þettamundi
flokkast undir millisild”, sagði
Kristján Magnússon.
„Fiskifræöingar hafa sagt mér,
áð þessi sfld sé á norðurleið, svo
að þetta er ekki sama sildin og
þeir eru áð veiða”, sagöi Kristján
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
útgerðarfélagsins Tanga á
Vopnafirði.
„Það hefur einnig orðið vart viö
sild á Bakkaflóa og Þórshöfn svo
að það litur út fyrir að eitthvað sé
áf henni hér fyrir utan”, sagði
jnr
-KP
Kristján Jóhannesson.