Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 5
Umsjón: Guðmunóur Pétursson VISIR Miðvjkudagur 29. ágúst 1979. Búa slg undir manndrápsveður Hundruðir þúsunda ibúa Bridgetown á Barbadoseyjum höfðu mikinn viðbúnað vegna versta fellibyls, sem farið hefur yfir austurhluta Karibahafsins á þessari öld. Fólkið reyndi að tjóðra niður allt lauslegt, þegar veðurstofan sendi út viðvörun til allra ibúa frá Barbados til Martinique um að gæta fyllstu varúðar, meðan felli- bylurinn geisar yfir svæðið. Fellibylurinn Davið þeytir upp vindum, sem ná 240 km hraða á klst., og fer braut, sem virðist stefna rétt norðan við Barbados- eyjar og áfram til St. Lucia og Martinique. BUist er við þvi, að óveðursins muni einnig gæta á eyjunum St. Vincent, Dominica, Guadelope og Grenadine. Á Barbados eyjum ætluðu menn ekki að eiga neitt á hættu með andvaraleysi, enda eiga margir á þessum slóðum um sárt að binda eftir fyrri fellibyli. Veðurfræðingar ætla Davið verri en fellibylinn Janet sem 1955 skildi 20 þúsund manns eftir heimilislaus . Mörgum eru þau ósköp enn i fersku minni. Fólk hefur þvi brugðið stögum á hús sin, og borið að grjót, en fiski- menn hafa fært báta sina til staða, sem taldir eru öruggari. Margir birgja sig upp af matvæl- um. Flugvöllur eyjanna er lokað- ur, og lokað verður fyrir rafmagn og sima, þegar óveðrið skellur á. úitast blaúa- skrif um mann- ránln á Sardlnu Tveir synir breska kaupsýslu- mannsins, Rolf Schild, sem hvarf á Sardini'u, hafa farið þess á leit við yfirvöld eyjarinnar, aö tekið verði fyrir fréttaflutning af grun lögreglunnar um, að Schild, konu hans og 14 ára dóttur hafi verið rænt. Bræðurnir kviða þvi, að blaða- skrif geti aukið hættuna, sem fjöl- skylda þeirra kann að vera I. Þessi málaleitan þeirra hefur umsvifalaust vakið uppgetgátur blaðanna um, að ræningjar hafi sett sig I samband við synina og lagt fram lausnargjaldskröfur. Hjónin höfðu horfið ásamt dótt- ur þeirra sporlaust, þegar þau voru á leiö Ur kvöldboði kunn- ingjafólks, þar sem þau dvöldust I Palau á Sardiniu. Lögregluna hefur grunaö, að þeim hafi verið rænt, en undarlegt þótti þá, að ræningjarnir skyldu ekki gera kröfur til lausnargjalds, eins og bófa er háttur á Sardiniu. Úr bænum Tempio Pausania á Sardiníu berast nú þær fréttir, að itölsku poppsöngvararnir, Fabrizio de Andre, og Dora Ghezzi, hafi horfið af heimili þeirra á mánudagskvöld. Þjón- ustustúlka kom að húsinu i al- gerri óreiðu eins og eftir átök, og simalina hafði veriö slitin. Aftökusveit byltingarstjórnarinnar tók af lffi niu Kúrda I Sanandaj I gær. Ellefu bíða til biðbótar. Khomeinl vill engar sættir Illa horfir um sáttaviðræður milli KUrda og byltingarstjórnar- innar i Iran vegna ósveigjan- legrar afstöðu Khomeinis æðsta- prests, sem vill beygja Kúrda i duftið. Fimm manna sendinefnd KUrda er i Teheran og átti viðræður við ráðamenn i gær, en mætti gallhörðum svörum. Reynt verður áfram i dag. Khomeini vill ekki slaka ineinu fyrir uppreisnarmönnum Kúrda og segir, að stjórnin muni ekki lýsayfir vopnahléi. Það séKUrda að leggja niöur vopnin og gefast upp. Ein af meginkröfum Kúrda er sú, að Khalkhali æðstiprestur, sem settur hefur veriö dómari i Saqqez, verði látinn fara. Khalk- hali hefur látið taka 77 Kúrda af lifi á tveim vikum (siöast niu i gær) oghefur fyrirskipað aftökur 20 Kúrda til viðbótar. Aftökurnar hafa vakið mikla úlfúð meðal Kúrda og flykktust þúsundir þeirra að herskálunum i Mahabad i gær og kröfðust þess, að byltingarvaröliðar, sem þar eru fangar, yrðu leiddir út og höggnir NOTAR STARFSMANNA- STJÖRI FORSETANS KÓKAÍN í TÖMSTUNDUM? Reynt að slæöa oliubrákina af yfirboröi sjávar meö flotgirðingum. Myndin er tekin viö innsiglinguna I Port Mansfield i Texas. Maður einn hefur svarið eið að þvi, að hann hafi heyrt Hamilton Jordan, starfsmannastjóra Bandarikjaforseta, spyrjast fýrir una það I diskóteki i New York, hvar hann gæti komist yfir kókain. Það er blaðafulltrúi i' New York, Barry Landua að nafni, sem hefur borið þetta upp á Jordan, en hann hinsvegar þver- tekur fyrirað hafa nokkurn tima tekið sér slik orð i munn. Jody Powell, blaðafulltrúi Hvi'ta hússins, segir að fram- burður Landua sé ekkert annaö en nýtt innlegg i Gróusögurnar, sem komnar eru á kreik um Jord- an. Segir hann, að flestar þeirra séu runnar undan rifjum eigenda næturklúbbsins fræga, Stúdió 54, en það var þar, sem Jordan er sagður hafa spurt um kókainið. Powell hélt þvi fram við blaða- menn, aðeigendur Studió 54 væru að vonast til þess, að með þvi að koma Jordan á kaldan klaka, sleppi þeir með vægari skatta. Lögmaður eins diskóeigandans segist hafa látið FBI i té skýrslu Landua, og að fréttir um innihald hennar séu réttar. Asakarnirnar um, að Jordan USA RUKKAR MEXIKO VEGNA OLÍUMENGUNAR Sendinefnd háttsettra stjórnar- erindreka frá Bandarikjunum kemur til Mexikó I dag til þess aö hefja viðræður um tjón af völdum mesta oliuleka, sem sögur fara af, og mengun Mexikóflóa og stranda i Texas af hans völdum. 1 dag ætla Mexikanar að gera enn eina tilraunina til þess aö loka fyrir rennslið i Ixtoc-I-bor- holunni i Mexikóflóa, sem hefur spúð upp meira en 2 milljónum ...- .... Olfugrúturinn hefur lagst á fjör- ur i Mexikó og Texas. fötum af oliufráþvi.aðsprenging varð i holunni i júni. 011 þessi olia hefur runnið beint I sjóinn. Eitthvað af henni hefúr gufað upp, eitthvað brunnið og eitthvað hefur verið slætt upp, en stórir oliuflekkir hafa samt rekið yfir Mexikóflóa og mengað strandlengju Texas. Milli Bandarikjanna og Mexikó hefúr komið upp deila vegna kostnaðar við að hreinsa oliugrút- inn Ur fjörunum, en Bandarikja- menn vilja, að Mexikanar deili með þeim kostnaðinum af þvi verki. Daglega gýs upp Ur holunni olia, sem fylla mundi 10 þúsund olíuföt eða svo. Tæknimenn Mexi- kó hafa með aðstoð norskra björgunarsérfræðinga reynt að stöðva rennslið og m .a. i þvi skyni dælt meir en 100 þúsund stálkúl- um ofan I borholuna, ennúviröist hafa verið gefist upp við það. I dag er ætlunin a hefjast handa við að koma risa- stórum stálbolla fyrir á hvolfi yf- ir borholunni I von um að safna i hana 85% oliunnar, sem upp kem- ur. hefði neytt kókains komu fyrst fram, þegar eigendur Studió 54, Steve Rubell og Ian Schrager, voru kærðir fyrir skattsvik i sið- ustu viku. Skömmu eftir þaö gaf Landua sig fram, og sagðist ekki þola að heyra Rubell kallaðan lygara, þegar hann heföi sjálfur heyrt og séð Jordan i nætur- klúbbnum. „Við sátum i kjallaranum og vorum að spjalla, þegar Hammi spurði hvar hann gæti fengið „kók”. — Ég sagöi honum, að hann yrði að fara eitthvað annað, þvi að ekki notaði ég þetta.” Blaðiö New York Post ber Landua fyrir þvi, aö Jordan hafi siðan farið afsiðis,og þá á Rubell að hafa komið aö Jordan viö aö taka kókaín f nefiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.