Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 14
Putti fastur Iniðurfallinu! Hvað á nú til bragðs að taka? Visismynd: JA Umsjón: Axel Ammendrup verslun Aifreðs auglýsír Sala varnarliðseigna au- lýsir yfirleitt ekki þann varning sem hún býður til sölu, en hefur opnað mikla versiun á Grensásveginum. Þjóðviljinn tók sig til og bætti úr þessum skorti á aug- lýsingum. Blaðamaður og ljósmyndari fóru i heimsókn i búðina og I gær var birt heil siða með myndum og texta frá þessum merkisstað, þar sem landinn getur „spókað sig á gljáandi gólfum 4000 fermetra salarkynna og keypt fyrir litin pening hvern þann hlut sem hrýtur á haug- ana af allsnægtaborði ameriskra hermanna.” Greinilegt er að Alfreö á vfða hauka I horni og er hann eflaust þákklátur fyrir þessa ókeypis auglýsingu Þjóövilj- ans. ' Alllp úr úlpunum Þótt sumarið hafi verib sólrikt og gott á Suðurlandi er ekki sömu sögu að segja úr öllum landshlutum. Það má glöggt greina af frétt frá Reyöarfirði i Mogganum I gær: „Það óvænta var við hér I dag á þessum siöustu timum að það skall á með þrettán stiga hita og gátu Reyð- firöingar þvi i fyrsta skipti i sumar brugðið sér ú<riúlpun- um sem fólk efur orðið að klæðast vegna kuldanna i allt sumar. Var ekki seinna vænna að fá einn sumardag og kominn 27. águst.” _ A sjúkrahús í daökari! S 1 y s a t i ð n i i baðkerum er mjög há og fer að verða athug- andi, hvort ekki eigi að banna baðker i heima- húsum eða alla vega hvort ekki eigi að lög- leiða öryggisbelti i bað- kerum. Sem dæmi má nefna John Glenn. Hann var fyrsti banda- riski geimfarinn, sem fór kring- um jöröina i geimfari sinu. Þetta þótt að sjálfsögðu hin mesta hættuför og áttu fæstir von á að hann kæmi heill úr þeirri ferð. En hvað gerðist? Hann kom hress heim úr geimn- um en þegar hann fór i bað nokkru siðar, datt hann i bað- kerinu og sló hausnum við. Glenn meiddist mikið, var jafn- vel talið að heilinn hafi skaddast við höggið. Glenn var siðan kjörinn á Bandarikjaþing. Nú berast þær fréttir frá Bret- landi, að Janet nokkur Hans- mann, prýðis húsmóðir, hafi verið að baða 15 mánaða gamlan son sinn. Johnny litli festi fingur I niðurfallinu, og móðurinni tókst ekki að losa augnayndið sitt. Hún hringdi þvi I slökkviliðið. Slökkviliðsmennirnir gátu heldur ekki leyst Johnny úr prisundinni og var þvl hringt á sjúkrabll. Sjúkraliöarnir höfðu samband við lækni, en hann gat heldur ekkert gert. Það varð þvl úr, að Johnny var fluttur á sjúkrahús I sjúkra- bflnum —og baðkerið með. A slysadeild sjúkrahússins skoðuðu læknarnir Johnny og hinn bólgna fingur hans. Þeir á- kváðu að hringja á sérfræðing. —Þeir hringdu I pipulagningar- mann. Sá skrúfaði niðurfallið úr bað- kerinu og losaði þannig fingur Johnnys litla, sem heldur var farinn að ókyrrast I baðkerinu. Johnny var á sjúkrahúsinu um nóttjna en foreldrarnir fóru heim með baðkerið og fengu annan plpulagningarmann til að setja það I samband aftur. VÍSIR MiOvikudagur 29. ágúst — — 1 1 — — — — 1 — — J WM sandkorn 1979. Sæmundur Guðvinsson . skrifar Gírósöill með broll Siminn hefur látið hanna og tekið i notkun nýja giró- seðla sem eiga að vera enn fullkomnari og betri en hinir sem áður voru notaöir. Spurningin er bara sú hvort þessir nýju seðlar séu ekki of flottir fyrir hinn venjulega simnotenda með tilliti til reynslu eins sem sagði Sandkorni eftirfarandi sögu. — Ég kom með þennan dýrmæta giróseðil sem ég hafði fengiö sendan á af- greiðslu Pósts og sima I ein- um af nágrannabæjum Reykjavikur. Stúlkan sem var við afgreiöslu tók við seðlinum en fórnaði siðan höndum og sagði: „Það er brotið upp á hornið. Þá getur tölvan ekki tekið hann og þetta verður að vinna upp aftur.” Næst verö ég liklega aö koma með giróseðilinn óopn- aöan I umslaginu fyrst hann er svona viðkvæmur, sagði viðmælandi okkar. Ef bið ferðist um Bretland: Kyssiö ekkl lögregluna; Það getur verið dýrt spaug að kyssa enskan lögregluþjón á al- mannafæri. Sharon Room, 22 ára gömul stúlka stóðst ekki mátið um daginn og kyssti einn „bobby- inn”. Hún var handtek- in fyrir vikið, fékk tveggja daga varðhald og 100 þúsund króna sekt. Sharon og vinkona hennar hittu ungan og myndarlegan „bobby”, Chris Foster, I bænum Towcester I Hampshire. Þær gáfu sig á tal við vörð laganna, sem var á vakt. „Hann var myndarlegur og hafði sæta spékoppa”, sagði Sharon eftirá. „Kysstu hann”, sagði vin- konan og Sharon lét ekki segja sér það tvisvar. Hún rauk um háls „bobbyinum” og þrýsti mjúkum vörum sinum að hans i ákveðnum kossi. Lögregluþjónninn brást ó- kvæða við og sagði byrstum rómi: „Þér eruð handteknar”. „En ég kyssti yður bara”. „Þetta er hvorki staður né stund fyrir þess konar at- hafnir”, sagði hinn ringlaði lög- regluþjónn. Viö á Nú-siðunni vitum ekki hvort ungi maöurinn á myndinni reyndi að kyssa „bobby”, en allavega eru verðir laganna ekkert ánægðir meö hegðun hans. Tveimur dögum siðar kom íún fyrir rétt, þar sem hún var fundin sek um að hafa móðgað .bobbyinn” unga og auk þess tyrir að valda óspektum á al- mannafæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.