Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 11
VÍSIR Miðvikudagur 29. ágúst 1979. 11 i „HJÁLPA FðLKI ITIL AÐ HJALPA ! SER SJALFT” |-segir Hrafn Pálsson sem á fimmtugsaldri ■ hóf nám í ráðgjöf við handarfskan háskóla „Ég var hljóðfæraleikari í 23 ár en skömmu áður en ég hætti þvi fór ég í menntaskólann í Hamrahlíð og tók stúdentspróf/ svona tilað bæta upp gamlar syndir. Hins vegar hélt ég svo rækilega upp á prófið að ég varð að viðurkenna að ég ætti við áfengisvandamál að stríða og má segja að það hafi verið upphaf ið að þessu námi"/ sagði Hrafn Pálsson i spjalla við Vísi. Fyrir tveimur árum tók Hrafn I sig upp ásamt fjölskyldu sinni ■ og hélt til náms i Bandarikjun- ■ um, þá 41 árs að aldri. 1 sumar ■ náði hann BS gráðu (Bachelor I of Science) við Adelphi Univers- ■ ity i New York þar sem hann ■ nemur „Social Welfare”. Síðan ■ ætlar hann að reyna að ná mast- I ergráðu á einu ári og ljúka ■ þannig náminu á þremur árum i I stað fimm eins og venjulegt er. „Ég fór til Bandarikjanna i I meðferð vegna drykkjunnar og z ákvað jafnframt að fara i eitt- I hvað annað starf en að spila og f sprella á skemmtunum. 1 fram- I haldi af meðferðinni, þar sem ég kynntist mörgu góðu fólki, til dæmis Joe Pirro sem margir ts- lendingar þekkja og er mikill fræðimaður og húmoristi, vildi ég láta eitthvað gott af mér leiða i þessum málum” sagði Hrafn. Aðstoð við sjálfshjálp Námið snýst i stórum drátt- um um undirbúning að félags- ráðgjöf á mjög breiðu sviði og er bæði bóklegt og verklegt. Þann- ig hefur Hrafn til dæmis unnið bæði á endurhæfingarstöð fyrir ofneytendur áfengis og annarra eiturlyfja og svo á félagsráð- gjafastöð gyðinga i New York. „Það er raunar ekki fyrr en maöur er kominn út i master- gráðuna sem hægt er að fara að velja sérsvið. Fram að þeim tima verður maður að kynnast sem flestu og til dæmis vann ég að aðstoð við gyðinga sem voru allt frá þvi aö vera á barnsaldri og upp i gamalmenni. Annars er nafnið félagsráðgjafi nokkuð villandi. Tilgangurinn með náminu er ekki sá að koma með einhverjar ákveðnar formúiur fyrir fólk heldur að hjálpa þvi til að hjálpa sér sjálft” sagði Hrafn er hann var spurður út I námið. — Eru einhver sérstök vandamál sem virðast algeng- ari en önnur hjá þorra fólks? „Það sem virðist vera að fara með alla i hinum vestræna heimi er hið þrotlausa lifsgæða- kapphlaup, sem siðan leiðir til margs konar vandamála. Mjög margir eiga i vandræðum með uppeldi barna sinna og hjúskap- arvandamál eru algeng. Hér- lendis vantar til dæmis mjög Hrafn Pálsson. (Visism. JA) sérfræöiráðgjöf i hjúskapar- málum. Fólk er alltaf að hnjóta um einhverja hluti sem skipta I raun ekki máli og með aðstoö þriðja aðila geta hjón hafiö við- ræður i stað rifrildis”. Reynslan kom að gagni Það hlýtur að vera nokkuð öðruvisi fyrir fjölskyldumann á fimmtugsaldri að stunda nám við erlendan háskóla, en ungt fólk sem heldur áfram óslitinni skólagöngu og við spyrjum Hrafn um þetta. „Auövitað er þaö ekki sist fjárhagslega erfiðara. en fyrir einstakling og skólagjöld eru mjög há i Bandarikjunum. Það er þess vegna sem ég legg kapp á að ljúka náminu á þremur ár- um i stað fimm eins og gert er ráð fyrir. Þarna er litið um próf, heldur er maður að vinna prófritgerðir næstum allt árið, en skólinn er mjög kröfuharður. Hins vegar hefur min lifsreynsla óneitan- lega hjálpað mér mikið i þessu námi. Ég get nefnt sem dæmi að nemendur mega skrifa lifs- reynslu sögu sina og fá hana metna til stiga sem geta flest orðið sex. Ég settist niöur og skrifaði og fékk hæstu einkunn um leið svo þarna kom reynslan að góðu gagni.” — Hvað tekur svo við aö loknu námi? „Fyrst ætla ég að fá einhverja starfsþjálfun þarna úti enda eru Bandarikjamenn komnir einna lengst á þvi sérsviði sem ég legg stund á meðferð áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Siöan kem ég að sjálfsögðu heim, enda get ég imyndað mer að hér sé skort- ur á fólki með slika langtima- menntun. Viö stöndum mjög framar- lega hvaö viðkemur almennan skilning á þessum vandamálum og þaö hefur glatt mig mikið að heyra hvað fjölskyldunámskeið SAA hafa hlotið góðar undir- tektir þvi fjölskyldan þarf ekki siður að fá upplýsingar og fræðslu en hinn sjúki. Þótt ég stundi nám i Banda- rikjunum þá kemur það að góð- um notum hvar sem er þvi vandamál fólks eru lik þótt löndin sem það byggir séu ólik.. Ef maður ætlar að láta sér liða vel I lifinu er nauðsynlegt að hafa jákvæða hugsun og ég vildi óska að öllum auðnaðist að lifa lifinu lifandi. Ekki að láta auö- söfnun og eftirsókn eftir hjómi eyðileggja þau góðu tækifæri til ánægjulegs lifs sem við höfum”, sagði Hrafn Pálsson. — SG Jón Ragnar Sigurjónsson Wartburg bíllinn minn hef ur reynst mér vel/ ágætur úti á þjóðvegum, þolir vel slæma vegi, er neyslugrannur. Miðað við verð og aðra bíla sem ég hef átt er hann hreint ágætur. Jón M. Guðmundsson oddviti Reykjum. Hvoð segjo Wortbufg- eigendur um bílinn sinn? Ég hef átt 25 bíla/ af smábílum, sem ég hef átt, ber hann af úti á þjóðvegum. Enginn montbíll eða rokokomubla, en eins og sniðinn fyrir okkar aðstæður. Einfaldur, sparneytinn og þægilegur. Séra Rögnvaldur Finnbogason Staðastað Ég keypti Wartburg fyrst og fremst af því að hann var ódýr og þetta er gamal- reynt kerfi. Wartburg er sannkallaður óskabíll fyrir þetta verð, lipur í akstri, þýður á vegi, reynist vel í snjó, er sparneytinn, mjög góður ferðabíll. Ef tir 2 ár fæ ég mér af tur Wartburg. Jón Ragnar Sigurjónsson TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ > Vonorlondi v/Sogoveg — Símor 30560-07710

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.