Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 7
7
<Jr leik Vals og Akraness. Þau liö eru tvö þeirra, sem berjast um sigurinn i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, og gætu drslit leikja þeirra í
umferöinni, sem hefst I kvöld.ráöiö miklu um þaö hvort annaö hvort þeirra hreppir islandsmeistaratitilinn.
Nú hefsi lokasiag-
urinn lyrlr alvöru
Margirhafa trú á þvl aö úrslitin
i 1. deild Islandsmótsins I knatt-
spyrnu muni skýrast verulega i
16. umferðinni sem hefst i kvöld,
og eftir þessa umferö muni það
liggja fyrir að eitt eða fleiri lið
hafi helst úr lestinni i sambandi
viö kapphlaupið um Islands-
meistaratitilinn.
Umferðin hefst i kvöld kl. 19
meö leik Víkings og Hauka i
Laugardalnum, leik, sem hefur
enga þýöingu. Haukar eru þegar
fallnir, og Víkingur hefur varla að
neinu að keppa nema hugsanlega
þó UEFA sæti ef heppnin verður
með þeim.
Annað kvöld eru þrir leikir á
dagskránni, og er einn þeirra afar
mikilvægur, svo ekki sé meira
sagt. Það er leikur Akraness og
IBV.sem fram fer á Akranesi, og
er þarna á ferðinni einn af úr-
slitaleikjum mótsins.
Staöa efstu liðanna er nú
þannig að Valur og IBV hafa 20
stig, Akranes 19 og KR 18, svo
segja má að staða IBV verði
býsna sterk, ef þeir fara með sig-
ur af hólmi i kvöld. Þarna verður
eflaust um hörkuviðureign að
ræða.
I Keflavik mæta heimamenn
liði KR, sem er eitt fjögurra liða
sem berjast um Islandsmeistara-
titil. KR þarf nauðsynlega á sigri
I kvöld að halda, og það þurfa
raunar leikmenn IBK lika, ef þeir
ætla sér að eiga von um sæti I
UEFA keppninni aö ári.
Þriðji leikurinnn i kvöld er
viðureign Islandsmeistara Vals
og Þróttar i Laugardal, leikur þar
sem allt getur gerst og nái Þrótt-
arar sér vel á strik, eru Valsmenn
langt frá þvi að vera öruggir sig-
urvegarar. — Allir þessir leikir
hefjast kl. 19.
Siðasti leikur 16. umferðar-
innar fer siöan fram á laugardag
kl. 14, en þá leika Fram og KA.
Eftir þann leik veröur vikuhlé
vegna landsleiksins við Holland
n.k. miðvikudag.
gk—•
FUNDU
HANNÍ
PARAGUAV
Georg Brames, hinn nýi fram-
kvæmdarstjóri knattspyrnuliös
Anderlecht i Belgiu, hefur fest
kaup á miðherja fyrir liðiö, en
Anderlecht hefur verið á höttum
eftir góðum miðherja út um allan
heim nú sfðustu mánuði.
Hann fannst loks i Paraquay i
Suður - Ameriku og ber hann
nafnið Villalba. Er talið undra-
barn i knattspyrnu i heimalandi
sinu og gekk mjög erfiðlega að fá
yfirvöld þar til að gefa samþykki
sitt fyrir þvi að hann færi til
Belgiu.
Misiöfn
byrjun
I uelgfu
Islensku unglingarnir i golfi,
sem boðið var til Belgiu öl þátt-
töku I mikluunglingamóti i tilefni
af 1000 ára afmæli Brussel borg-
ar, léku fyrsta hringinn i keppn-
inni i gær.
Arangur þeirra var heldur mis-
jafn og er kannski ekki að undra,
þvi að sumir voru þarna i sinni
fyrstu utanlandsferð og léku þvi i
fyrsta skipti á golfvelli eins og
þeir gerast bestir i heiminum.
Það var ungur Keflvikingur,
Magnús Jónsson, sem var bestur
af Islendingunum i gær — lék þá
18 holurnar á 84 höggum. Gylfi
Garðarsson Vestmannaeyjum
kom einu höggi þar á eftir, en siö-
an komu þeir Björn H. Bjarnason
Akranesi og Páll Ketilsson,
Keflavik á 88 höggum, Jón Þór
Gunnarsson, Akureyri á 89, og
þeir Asgeir Þórðarson og Magnús
Ingi Stefánsson, Nesklúbbnum, á
91 og 93 höggum.
Keppnin heldur áfram i dag og
þá leiknar 18 holur í viðbót. Þeir
bestu komast eftir þaö i aðal-
keppnina en hinum er boðið í ann-
að mót sem er minna i sniðum...
! Lyftingaæfingar
!meö timburlóöum
Það hefur löngum verið sagt
að æfingin skapi meistarann, og
þvi fyrr sem þú byrjir að æfa,
þvi fyrr náir þU árangri. Þetta
hefur átt við um allar iþrótta-
greinar jafnt, en þó hefur ein
oröið lengi Utundan þegar rætt
hefur verið um þessi mál og
unglingaþjálfun yfirleitt.
Eru það lyftingar, sem eins
og gefur að skilja er ekki iþrótt
fyrir börn. Var talið hættulegt
fyrir heilsu þeirra að hefja
lyftingaæfingar fyrr en þau
hefðu náð likamlegum þroska.
Þá þurfti einnig aö fara að æfa
upp tækni, og tók þaö langan
tima, þvi að lyftingar eru ekki
aðeins kraftaiþrótt heldur og
mikil tæknifþrótt.
Austur-Þjóðverjar hafa löng-
um verið langt á undan öðrum
þjóðum hvað þjálfun og að-
búnað íþróttafólks snertir enda
hefur árangur þeirra i hvaða
iþróttagrein sem er, ekki látið á
sér standa. Þeir fóru þvi af staö
til aðfinnaupp æfingakerfi fyrir
börn og unglinga I lyftingum, og
æfa nú þúsundir pilta allt niöur i
10 ára aldur þessa grein úti um
allt Austur-Þýskaland.
Tækin sem notuð eru, likjast
að öllu leyti þeim, sem þeir full-
orðnu æfa og keppa meö. Stöng-
in er eins en hún er ekki nema
rétt um kiló á þyngd, og lóðin
eru isömu stærð og alvörulóð, —
en eru úr treog þvi óllkt léttari.
Með þessum tækjum eru ung-
lingarnir látnir æfa hina flóknu
tæknihlið lyftinganna, og kunna
þvi þau til hlitar þegar að alvör-
unni kemur og þyngdin veröur
meiri.
Siðan 1975 hefur verið keppt I
unglingaflokkum i lyftingum i
Austur-Þýskalandi og eru þeir
yngstu þá 13 ára. Þar er tak-
markið ekki aðlyfta sem mestu,
heldur eru gefin stig fyrir tækni
og kunnáttu.
Mest þyngd, sem má vera á
stönginni i þessum mótum er
75% af Hkamsþyngd
keppendans í snörun og 90% i
réttstöðulyftu. Segja sér-
fræðingar að þær þyngdir geti
ekki verið heilsu unglinganna
hættulegar. Aftur á móti komi
þessi mót og tækniæfingar með
trélóðum til með að gera
Austur-Þýskaland að stórveldi i
lyftingaiþróttinni eftir örfá ár,
og þar með er tilgangnum náð
þar i landi... -klp-
...og svo gerir þú svona og
svona....Pilturinn á myndinni er
ekki hár i loftinu, en tekur þó
greiniiega á móti tækniráð-
ieggingum þjálfarans af mikilli
athygli.