Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Miövikudagur 29. ágúst 1979. Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davtfi Gufimundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Sifiumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.S00 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Verölagshöftin hafa lamaö innanlandsflugiö um margra ára skeiö. Ein af leiöing þess er sú, aö öryggismálin I innanlandsfluginu eru látin sitja á hakanum. Þjúnar svona haftastefna hagsmunum fólksins i landinu? Ætli þaö sé ekki betra aö borga svolftiö meira, en hafa þá þjónustuna og öryggiö I lagi? að óvissa væri ríkjandi um það/ hvort Flugfélagið Vængir fær leyfi til þess að halda áfram starfsemi sinni eftir næstu mánaðamót. Frá því um síðustu áramót hefur félagið ekki getað fengið flugrekstrarleyfi sitt endur- nýjað. Yfirvöld segja, að flug- rekstur félagsins hafi síðan verið undir eftirliti Loftferðaeftirlits- insfrá degi til dags og nú hafi fé- lagið fengið f rest tiM. september nk. til að koma rekstrinum í lög- legt horf. Hvað er það, sem hefur verið að hjá félaginu? Það virðist einkum hafa verið þrennt. I fyrsta lagi hefur viðhaldsaðstöðu verið talið ábótavant. I öðru lagi hefur varahlutalager ekki verið talinn fullnægja kröfum yfir- valda. Og í þriðja lagi hafði fé- lagið ekki flugrekstrarstjóra með tilskilin réttindi. Það er auðvitað eðlilegt og sjálfsagt, að flugmálayfirvöld gangi ríkt eftir því, að atriði sem þessi, er öll varða f lugöryggi, séu í samræmi við settar reglur. Það er þeirra skylda. Afskipti þeirra af málinu virðast líka hafa borið þann árangur, að bætt hafi verið úr verulegum hluta þess, sem talið var ábótavant í flugrekstri félagsins. Það er ekki aðeins hagsmunamál eigenda og starfs- manna Vængja, að starfsemi fé- lagsinsgeti gengið áfram. Það er einnig brýnt hagsmunamál stórs hluta landsmanna, því að Vængir halda uppi áætlunarflugi til níu staða á landinu auk annarrar f lugstarfsemi. Þegar vandamál, eins og það, sem uppi hefur verið í rekstri Vængja koma upp á yfirborðið, fer ekki hjá því, að upp fyrir mönnum rifjist afskipti verð- lagsyfirvalda af rekstri þessa fé- lags og annarra félaga, sem halda uppi innanlandsf lugi okkar. Það er alkunna, að innan- landsflug Flugleiða hefur verið rekið með verulegu tapi á undanförnum árum, og svo hef ur ugglaust verið um önnur félög í áætlunarf lugi innanlands. Félög- unum hefur verið meinað að selja þjónustu sína réttu verði, og þannig hafa yf irvöld skyldað þau til að stunda rekstur sinn með tapi. Þegar svona er að málum staðið, er ekki við öðru að búast en margt fari úrskeiðis í rekstr- inum, m.a. það, sem síst skyldi, eins og öryggismálin, því að það f jármagn, sem fyrir hendi er á hverjum tíma, fer að sjálfsögðu í að halda rekstrinum gangandi frá degi til dags. En eftir að verðlagsyfirvöld með pólitíska vísitölutrúða í broddi fylkingar, eru með þess- um hætti búin að graf a svo undan starf seminni, að í raun og veru er ekki hægt að halda henni uppi í samræmi við lög, koma önnur yfirvöld til skjalanna, í þessu til- viki f lugmálayf irvöld, og krefjast þess — auðvitað með réttu— að eftir lögum sé farið, ella verði starfsemin stöðvuð. Afskipti verðlagsyfirvalda af fargjöldum í innanlandsflugi eru ágætt dæmi um það, hversu háskaleg hin forneskjulegu verð- lagshöft geta verið. Það er ekki aðeins, að þau lami eða kollvarpi nauðsynlegum fyrirtækjum, heldur geta þau beinlínis orðið til þess, að líf i og limum f jölda fólks sé stef nt í hættu. Það er vissulega alvarlegt íhugunarefni fyrir verðlagsyfirvöld, jafnt embættis menn sem stjórnmálamenn, á hvorn háttinn þau þjóni betur íbúum þessa lands: með því að halda sífellt niðri fargjöldunum í innanlandsfluginu, svo að starf- semi þess sé sífellt í lamasessi, eða með því að heimila eðlileg fargjöld, þannig að félögin í innanlandsfluginu geti haldið uppi góðri þjónustu og af því öryggi, sem lög áskilja. I TILEFNI AF NORSK- UMSKRIFUM UM JAN MAYEN MAUÐ Svar viö grein Arthur Klæbo ,,Pa eiga bölgelengd” laugar- daginn 11. ágúst I Verdens Gang. Éghefi séö nú siöustu dagana margar athugasemdir um loönuveiöarnar, sem ég og margir fleiri hér á Islandi vild- um gjarna svara nú um had. 1 gær 11.8. kom Hr. Arthur Klæbo meö eftirfarandi f Verdens Gang, og þá gatiég ekki lengur þagaö: „Islendingarnir hafa ekki krafist JAN MAYEN ennþá, þeir hafa nóg af eldfjöllum heima, aöeins aö þeir fái loönu og þorskinn” Aöur stóö í grein- inni: „Rússarnir i austri og Is- lendingarnir i vestri þykjast hafa fullan rétt á aö veiöa I matarpotti vorum.” Fordæmið frá sfldveiðunum Já ekki er þetta gott. Þetta litur svo sem ekki vel út f dag 12.8., þegar ég sit hér og rita þetta heima hjá mér. Hvers vegna erum viö ekki sammála á Islandi og Noregi? HEFUR eitt- hvaö skeö áöur, sem maöur MA EKKI gleyma varöandi veiöi er „tilheyrir” okkurbáöum? Jáog ekki svo litiö Má ég kannski mjög stuttlega benda á nokkur atriöi: Sildin er horfin. En meö hvaöa hætti veiddum viö hana AÐUR en hún hvarf? Ariö 1956 veidduö þiö i Noregi um 12,5 milljónir hekto-litra af stór-sild (vetrarveiöin). Ariö 1960 var veiöin undir einni milljón hekto-lftrum. Og svo kom SKANDAL-veiöin á smásildinni 1963—1965 meö um 1,5 milljón hekto-litrum. Sem stór-sild væri samsvarandi veiöi 10 SINNUM meiri, eöa nægileg til 6—8 ára toppveiöi meö góöri útkomu. Ekki er þetta fallegt. Og af- leiöingarnar af þessu voru þær, aö ENGIN síld er nú mörgum árum eftir þessa skandal-veiöi. Nú einmitt fyrir 10 árum komu 10 islensk skip eftir 30—40 daga Utivist eftir sfld, á haf- svæöi fast upp aö Svalbaröi, meö tóm-tunnur um borö til þess aö salta sfldina, en AN NOKKURRAR SÍLDAR. Svo VAR HON HORFIN. Efnahags- kerfi Islands var f rúst. íslendingar lifa á fiski. En hvaö gerir nakin kona? Húnreyniraöspinnaeitthvaö til skjóls. Þetta reyndum viö einnig hér. Viö náöum góöri samvinnu viö DANI, en EKKI viö NORÐMENN áriö 1969 og áfram næstu árin meö sölu á síld frá suölægari veiöislóöum. Margir leituöu á þessar „Klon- dyke” veiöislóöir og margir veiddu eins og mögulegt var og villt. Þaö er létt fyrir yöur aö finna út hverjir þaö geröu. Viö Islendingar veiddum allan timann aöeins til beinnar neyslu (fyrir betri vinnslu), á sama tima og aörir meö stór og ný skip veiddu beint fyrir gúano-verksmiöjurnar. Og svo var þetta búiö. Sfídin veidd upp, einnig á suölægum slóöum. Hvaö geta menn veitt þar nú? Já, þér getiö svaraö yöur sjálfur um þaö. Jón Armann Héöinsson fyrr- verandi alþingismaöur skrifar hér um nokkur atriöi, er snerta deilu tslendinga og Norömanna um fiskveiöar viö Jan Mayen. Hann segir m.a.: Þaö væri áhugavert aö heyra, hvaö norskir skattborgarar segja um skattinn sinn, er fer til aö styrkja útgerö, sem veiöir loönu meö þeim hætti, aö þaö stofnar tiiveru okkar i voöa. Engin loöna táknar beinlinis enginn þorskur, og þá er úti um búsetu á eyjunni tslandi. Já, ég vil aö þaö liggi vel ljóst fyrir i Noregi, aö viö lslend- ingar lifum á fiski sem númer 1 og svo mun veröa áfram um ó- komin ár. VIÐ URÐUM ÞVl AÐ REYNA AÐ BJARGA OKKUR A EINN EÐA ANNAN HATT. VIÐ REYNDUM AÐ VEIÐA LOÐNU. Þaö kom betur Ut en menn áttu von á. 1 minum bát haföi ég þverskrúfur og dælu og fleiri af þessum fyrstu nýju græjum, er geröu þetta mögu- legtfstórum stil. Þaö kom i ljós, aö viö gátum veitt i frost, niöur- suöu og svo i verksmiöjurnar. Viö vorum á stuttum tima komnir inn i stór-veiöar á loönu. Svo ákveönar loönuveiöar, aö allir bátarnir f dag eru sérstak- lega útbúnir fyrir loönuveiöar. ENGIN LOÐNA ER ÞVÍ ALGJÖRT ROTHöGG A ÞESSA BATA OG HAGSÆLD HÉR. Ég gæti skrifaö yöur margar siöur um þetta mál og samvinnu þjóöa okkar á s.l. 20 árum. Ég ásamt öörum manni frá L.t.Ú. fór fyrir 20 árum til Noregs aö undirbúa kaup á 8 90 feta sildveiöiskipum, er varö upphaf aö stórkaupum frá Nor- egi á skipum og veiöarfærum, ásamt nýtisku útbúnaöí. Um 200 skip, stór og smá hafa veriö keypt á þessum tima og NOREGUR hefur þénaö mill- jaröa á þessum kaupum. Ég vil segja, aö i langflestum tilfellum var hér um góö viöskipti aö ræöa. Timinnliöurog viö veröum aö læra nokkuö af reynslunni. Menn ræöa og ræöa á mörgum ráöstefnum hér og þar. Ég hefi veriö á ráöstefnum i Noregi og viöar iEvrópu og hjá S.Þ. i New York (hafréttarráöstefnunni). Hægt ogbitandi sigur áleiöis aö lausn málanna, og flestir teljum viö okkur sjá lausn innan langs tima. Þaö liggja linur aö vissri lausn, sem menn geta metiö sem takmark. Menn gera t.d. greinarmun á milli byggös lands eöa óbyggörar eyjar. Byggt land hefur fengiö 200 mflna lögsöguna. En eyland, þótt notaö sé til visindaiökana, hefur EKKI fengiö þennan rétt. Þaögetur veriö erfitt fyrir yöur aö þola. Verðum að beita gát. Ég er fæddur á noröur-landi og allir þar er á sjónum eru vita i gegnum margra ára reynslu, aö loönan hreyfir sig mjög mis- jafnlega aö og frá ströndinni. Viö vitum alls ekki nægilega vel meö hvaöa hætti þetta á sér staö eöa hvernig hún hverfur til hafs frá gotstöövunum viö landiö. Hér i er aðaláhættan. Aöur en viövitum meira, verðumviöaö veiöa meö verulegri aögát, meö reynsluna frá þorskveiöi og sildinni I huga. Viö getum ekki haldiö áfram meö „mink-veiöi-huga” i loönunni. Aö lokum getur veriö áhuga- vert aö heyra hvaö norskir skattborgarar segja um skattinn sinn, er fer til aö styrkja Utgerö, sem veiöir loönu meö þeim hætti, aö þaö stefnir tilveru okkar i voöa. ENGIN LOÐNA TAKNAR BEINLINIS ENGINN ÞORSKUR OG ÞA ER OTI UM BÚSETU A EYJUNNI ’ „ISLAND”. Kópavogi 12. ágúst 1970.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.