Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. september 1979 3 Hausttískan fyrir herra — reglur fyrir þá lágvöxnu og þreknu Fatnaður frá Calvin Klein. Föt- in eru úr ullarefni og peysan i lit við. Klassfskur frakki sem stendur alltaf fyrir slnu. Fyrir hávaxna og granna menn er allt I lagi að velja þverrönd- óttar peysur, en fyrir þá þrek- vöxnu og lágu eru þær á bann- lista. Bandariskir tiskuhönnuðir hafa lagt mikla vinnu i að teikna og hanna fatnað á karlmenn, eins og kollcgar þeirra i Evrópu. Herratiskan banda- riska er frábrugðin þeirri evrópsku, hvað varðar nota- gildi. Bandariskir tfskuhönnuðir segja að karlmenn eigi að lita á fatakaup eins og fjárfestingu, fötin eru dýr, en þau eiga llka að geta staðið fyrir sinu i að minnsta kosti i tvö ár. Tlskuhönnuðirnir Calvin Klein og Ralph Lauren hafa lagt mikla áherslu að leiðbeina bandariskum karlmönnum hvað varðar val á fatnaði. Þeir hafa komið þessum upp- lýsingum slnum á framfæri i gegn um fjölmiðla. Það eru til nokkrar reglur sem lágvaxnir karlmenn ættu að hafa i huga við fatakaup. Það er jú alveg óþarfi að undirstrika það hvað maður er lágvaxinn. Það segir sig sjálft að öll þverröndótt föt eru efst á listanum. Þau láta manninn virðast enn lágvaxnari en hann er i raun og veru. öðru máli gegnir um langröndótt, þau ættu menn að velja fremur. Lágvaxnir menn ættu að velja sér buxur sem eru beinar niður og án uppábrots. Einnig verða þeir að hafa I huga að litur á sokkum og skóm falli vel við buxurnar og séu helst i sama lit. Ef buxur og peysa eöa skyrta eru i sama lit þá sýnist maðurinn hærri. Þið sem eruð lágvaxnir ættuð aö forðast að hafa mikinn litamun á buxum, skyrtum, eða vestum. Buxur og vesti, eða peysa ættu að vera i svipuðum lit, en skyrtan á að vera i ljósari eöa dekkri lit. Hvað varðar jakka og blússur, þá fer best á þvi að sleppa öllu pjatti. Jakka á að velja sem látlausastan. Helst einhnepptan og það verður aö passa vel upp á slddina. Eftir þvi sem jakkinn nær lengra niður á lærið, þeim mun styttri sýnast fæturnir. Lágvaxnir menn ættu aldrei að ganga i hálfsiöum jökkum. Best fer á þvi að velja mittisblússur og enn verður að passa að lita- munurinn verði ekki mikill á blússu og buxum. Fyrsta regla fyrir þá sem eiga i vandræðum með aukakilóin er sú að velja sér ekki þver- röndóttan fatnað. Best er að halda sig við einlitt eða lang- röndótt, en passiö upp á litina. Þeir mega ekki vera sterkir. Meginreglan er sú að hafa buxurnar ávallt i dekkri lit en peysu eöa skyrtu, þannig sýnist þið grennri. Einnig ber að varast að hafa buxurnar of þröngar, það felur ekki auka- kilóin. Þá er komiö að jökkum, blússum og frökkum. Regla númer eitt er aö sleppa öllu sem er með belti t.d. eins og safari- jökkum. Best er að utanyfir- flikin sé sem látiausust, engir spælar,stórir vasar eða annað þess háttar. Einhnepptir jakkar fara þreknum mönnum einnig mun betur en tvihnepptir. Hvað varðar jakkasidd, þá er rétt að hafa hana rétt aðeins i meira lagi, þ.e.a.s. ef ekki er einnig um að ræða lágvaxinn mann. Þeir þreknu mega ekki gleyma ræglunni um aö buxur, sokkar og skór eiga að falla vel saman og helst að vera i sama lit. —KP. Sportfatnaöurervinsæll nú. Herrann til hægri er Ibuxum ogskyrtu f sama lit, jakkinn nær niður i mitti. Upplagður fatnaður fyrir þá lágvöxnu. Flauelsföt standa alltaf fyrir sinu. Þessi eru með rúskinnsbótum á kraga og olnbogum. Upplögð föt I samkvæmið. Sportfa tnaður frá Calvin Klein, buxur og skyrta I samá lit. ÚRVALS HEIMILISTÆKI FRAI^ÍkrsI Frá KPS, Noregi bjóðum við úrvals heimilistæki á hagstæðu verði: Eldavélar 3ja og 4ra hellna, kæliskápa, frystiskápa, frysti og kæliskápa, uppþvottavélar, frystikistur og gufugleypa. Litir: Svartur, hvítur, karrygulur, avocdogrænn og Inkarauður. Komið og skoðiö þessi glæsilegu tæki eða skrifiö eftir myndalista. SENDUMGECN POSTKROFU EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.