Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 31
VÍSIR Laugardagur 22. september 1979 1 Um 40 sildarbátar eru nii bundnir við bryggju á Höfn I Hornafiröi. Visismynd: Elvar ALLUR SILDARFLOTINN BUNDINN VW BRYGGJU ,,Það eru ennþá allir sildarbátarnir i höfn hér á Hornafirði. Vestmannaey- ingarnir fóru ailir inn I gær og ég held að það sé búiö aö binda ailan sildarflotann við bryggju”, sagði Jón Sveinsson, útgerðarmaður á Höfn i Horna- firði i gærkvöldi. „Enn hefur ekkert verið ákveðið um sildarverðið en það stendur yfir fundur i verðlags- ráöi. Sildarverðið verður sjálf- sagt gefið út i kvöld, hvert sem það nú verður. Siðast þegar ég vissi var mikið bil milli kaup- enda og seljenda. Það er slæmt hljóð i mönnum þessa dagana. Við áttum von á að sildarverðið myndi fylgja öörum hækkunum, annað væri óraunhæft”, sagöi Jón Sveins- son. —ATA Gamanmynd í vísisbíói Visisbió verður I Hafnarbiói kl. 15 i dag, laugardag. Sýnd veröur gamanmynd i litum sem nefnist „Tvifari geimfarans”. Sýnlngu Njálumynda að Kjarvals- slððum að ilúka A sunnudagskvöldið lýkur að Kjarvalsstöðum sýningu þeirri sem félagið MIR efndi þar til i til- efni Sovéskra daga 1979. Þar eru til sýnis listmunir, minjagripir, barnateikningar, svartlistar- myndir og ljósmyndir frá Kasakstan og 26 grafikmyndir, sem rússneski listamaðurinn Viktor Prokofiev hefur gert af efni Njálssögu. Aðgangur aö sýningunni er ókeypis. Sýnír í Ás- mundarsal Ingvar Þórvaldsson listmálari opnar .málverkasýningu i dag, laugardag, kl. 16,1 Asmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opin frá kl. 16—22 daglega og lýkur henni 30. september. A sýningunni eru 40 vatnslitamyndir. Þetta er niunda einkasýning Ingvars Þorvaldssonar. Ráöstefna um heílsu- vernd fjölskyldunnar Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræöinga gengst i dag fyrir ráðstefnu um „heilsuvernd fjölskyldunnar” i tilefni barna- árs. Munu hinir ýmsu fræðimenn fjalla á breiðum grundvelli um heilsufar og heilsuvernd fjöl- skyldunnar i nútima þjóðfélagi. Einnig verða almennar umræöur um efni ráöstefnunnar á eftir. Ráðstefnan er haldin á Hótel Esju og hefsthún kl. 10' og stend- ur til 16. Þátttökugjald er 2500 krónur. —HR Landsbing Þroskahjálpar Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar veröur haldið I dag og á morgun. Þingiö hófst klukkan 10 I morgun i Kristalsal Hótels Loftleiða. 1 dag flytur gestur þingsins, Dr. Peter Mittler, prófessor frá Manchesterháskóla, fyrirlestur um þátttöku foreldra i kennslu og þjálfun þroskaheftra barna. Prófessor Mittler er forseti al- þjóðasambands foreldra þroska- heftra barna. I dag fjalla einnig Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri, og Jón Sævar Alfonsson, varaformaöur Þroskahjálpar, umlöggjöfum aðstoð við þroskahefta og fram- kvæmd hennar. Þá munu þau Þorsteinn Sigurðsson og Maria Kjeld flytja erindi um málörvun þroskaheftra barna á forskólaaldri. Að loknum framsöguerindum i dag starfa umræðuhópar og er öllum heimilt að hlýöa á erindin og starfa i umræðuhópunum. Klukkan tíu i fyrramalið verður Landsþinginu fram haldið og verður þá haldinn aðalfundur Þroskahjálpar. Merkia- og maosölu- dagur Slálisbjargar Hinn árlegi merkja- og blað- söludagur Sjálfsbjargar veröur á morgun, sunnudag, og verður ársrit Sjálfsbjargar nú selt I 21. skipti. Blaðið kostar 500 krónur, en merki Sjálfsbjargar 300 krónur, „1 þeirri miklu verðbólgu, sem veriö hefur hér á landi undanfarið hafa kjör fatlaðra versnað veru- lega”, segir I fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg. „Hin gifurlega hækkun sem orðiö hefur á rekstrarkostnaði bifreiöa hefúr komið sérstaklega hart niður á þeim, sem eru það mikið fatlaðir, að þeir þurfa bifreið til þess að komast ferða sinna. Er nú svo komið að útilokaö má heita fyrir tekjulágt fatlað fólk að reka bif- reið. Ef stjórnvöld styðja ekki fjárhagslega við bakið á þeim, sem nauösynlega þurfa bifreið vegna fötlunar sinnar, leiöir það til einangrunar þeirra. Ororkulifeyrir þarf að stói*- hækka. Benda má á þann mikla aðstöðumun sem er á milli elli- og örorkulifeyrisþega. Ellilifeyris- þeginn hefur i flestum tilfeilum eftirlaun auk ellilifeyris og tekju- tryggingar. Mikið fatlað fólk, sem vegna fötlunarsinnarhefurekki getað stundað launavinnu, hefur aðeins örorkulifeyri og tekjutryggingu. Ný byggingarreglugerð tók gildi hér á landi 16. mai s.l. Er þar tekiö verulegt tillit til fatlaðra og ætti að tryggja að byggingar verði hér eftir hannaðar þannig að allir þjóðfélagsþegnar eigi greiðan aðgang að þeim. Benda má á að verulegt átak þarf að gera til breytinga á eldri bygg- ingum.” Sala á merkjum og blöðum fer fram hjá Sjálfsbjargarfélögum og velunnurum samtakanna um allt land. Afgreiðsla merkja og blaða á stór-Reykjavikursvæðinu verður I félagsheimili Sjálfsbjargar, Há- túni 12, 1. hæð,I dag, laugardag, kl. 13.00—17.00 og á sunnudag frá kl. 10.00. Innritun daglega frá 10-12 og 13-19 í símum 20345, 38126, 24959, 74444 og 39551 Kennslustaðir: REYKJAVÍK: Brautarholti 4 Drafnarfelli 4 Félagsheimili Fylkis (Árbæ) KÓPAVOGUR: Hamraborg 1 Kársnesskóli ÞRIÐJA ARIÐ I „BEATOÖNSUNUM" FYRIR DÖMUR HAFNARFJÖRÐUR Góðtemplarahúsið SELTJARNARNES: Félagsheimilið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.