Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 21
Laugardagur 22. september 1979 21 sandkassmn „BROTIN OG SAUMUÐ EFTIR BARSMÍÐINA” hefur Þjóftviljinn eftir ungri stiilku sem tók þátt i slagnum I Sunda- höfn f vikunni. Mér þykir skörin vera farin aö færast upp i bekkinn þegar lög- reglan lætur sér ekki nægja aö berja fólk heldur tekur sig til og saumar þaö lika. Sigurjón yfir- pólis hefur greinilega vopnaö menn sina meö kylfum, nál og tvinna. Skyldi þeim ekki ganga illa aö þræöa nálina f öUum lát- unum? £ „SVIKIN ÞJÓD SÝNIR KLÆRNAR” mátti lesa f Morgunblaöinu. Þetta er ein- mitt þaö sem allir stjórnmála- menn óttast þegar kosningar eru f nánd. Ný tilkynning frá valdhöfum birtist f Mogganum: „FERÐAMENN MEGA HAFA 30 ÞOSUND KRÓNUR MEÐ SÉR”. Hvar i ósköpunum eiga feröamenn aö útvega sér allt þetta fé? A þessum siöustu og verstu timum þykir þaö gott ef maöur getur slegiö fyrir far- seölinum þótt ekki sé fariö aö bruöla meö stórar upphæöir til eyöslu. Ég er viss um aö þeir sem á annaö borö komast yfir þrjátiu þiisund til aö hafa meö séri feröalagkoma aldrei aftur. • Ég var varla vaknaöur i gær- morgun þegar ég var byrjaöur aö glugga I biööin og tók vita- skuld Timann fyrst þvl hann er ágætur I svefnrofunum. Þá Hvad á platan • að heita? *, Sæmundur Guövinsson skrifar biasir viö fyrirsögn á þriöju siöu: „HALLÓ! ÞU MATT FARA AÐ SOFA AFTUR” Þetta þóttu mér ánægjuleg skilaboö og svaf fram undir há- degi. ^ Rikisstjórnin hélt upp á ársaf- mæli sitt fyrirskömmu og af þvi tilefni hafa margir reynt aö gera sér grein fyrir hvernig til hefur tekist og hvaö viö biasi undir óbreyttri stjórn. Þjóðvilj- inn er ekki i nokkrum vafa um hvaö viö tekur ef svo heldur fram sem horfir, ef marka má fyrirsögn á leiöara blaösins i gær: „GJALDÞROT BLASIR VIÐ A HEIMILUNUM” Eflaust geta allir tekiö undir þetta meö Þjóöviljanum enda hefur Alþýöubandalagiö unniö ötullega aöframgangi málsins I rikisst jórninni til aö geta hamp- aö nýju slagorði fyrir næstu kosningar: „Oreigar aiira landshluta sameinist” (þú lika, Guöriin). „ VERÐLAGSSTJ ÓRI FYLGIST VEL MEД segir Þjóöviljinn hróöugur. Afleiöing- arnar af þessari árvekni verö- lagsstjóra eru þær hrikalegustu veröhækkanir sem orðiö hafa á siöustu árum. Hvernig væri aö þeir Guömundur Joö og Karl Steinar færu lika aö fylgjast vel meö? ^ „VATN A MYLLU KÖLSKA FYRIR FRAMHALDSSKÓLA- NEMENDUR” fullyröir Morgunblaöiö. Ekki veit ég hvaö Ragnar Arnalds mennta- málaráöherra hefur nú veriö aö gera, en þaö er greinilegt aö nemendur framhaldsskóla veröa aö vara sig. Alþingismenn eru nú fiestir komnir til bæjarins enda stutt þar til Alþingi veröur sett. Eitt- hvaö hafa þeir á Mogganum oröiö varir viö feröir þing- manna sem sjá má af fyrirsögn i blaöinu i gær: Islensk naglasúpa! wjW&Sfll m&rlm „STRUMPARNIR MÆTTIR TIL LEIKS” „ENN MEIRI HÆKKANIR Á LEIÐINNI” segir Þjóöviljinn glaöhlakkalegur. Nei, nei, ekki misskilja þetta. Hér er átt viö hækkanir á vöru og þjónustu en ekki á kaupi. Þiö hljótið aö vita aö frá siðustu kosningum eru „Samningarnir i gildi” og sam- kvæmt þeim hækkar alit nema kaupiö eins og stjórnarflokk- arnir lofuöu fyrir kosningar. „EKKI HÆGT AÐ PRENTA SPARISKIRTEINI HÉRLEND- IS” sögöu þeir i Seölabankanum eftir aö sklrteinin meö undir- skrift Matta Matt komust I um- ferö. Þaö er ósköp skiljanlegt aö ekki sé hægt ab prenta spari- skírteini innanlands. Hér kann enginn oröiö aö spara auk þess sem þaö hlyti aö vera vafasam- ur sparnaður aö prenta spari- skirteini i innlendum þrykkiri- um. ^ „EFLUM EINN FLOKK TIL ABYBGÐAR” ályktuöu ungir Sjálfstæöismenn á þingi sinu. Hvers á sá flokkur aö gjalda sem á aö fara aö bera ábyrgö á gerðum sinum? Hann myndi þur rkast útf næstu kosningum á eftir. „F 1 N N S K O L I U - HREINSUNARSTÖÐ VILL VIÐSKIPTI VIÐ ISLAND” seg- ir Mogginn. Ég er ekki hissa á þvi. Þaö er fariö aö fréttast út um allt aö viö borgum hæsta verö i heimi fyrir oliu og nú vilja ailir skipta viö okkur. Ef vel er aö gáö hljótum vib aö geta valið úr fjölda tilboöa. í sviðsljósinu Kvartett frumsýnt í Iönó: Brugöiö upp myndum af fjórum konum ”Þetta verk er mjög einlægt i sinni viðleitni viö aö hjálpa okk- ur aö skija hvert annaö I sam- bandi viö jafnrétti”, sagöi Guö- rún Ásmundsdóttir leikstjóri i samtali viö Visi um leikritiö Kvartett, sem frumsýnt veröur hjá Leikfélagi Reykjavikur annab kvöld. Leikritiö fjallar um fjórar konur milli 25 ára og þrltugs. "Leikritiö segir okkur aö konur geta komist langt, en þaö er grundvallarskilyrði aö karl- menn séu þeim samferöa I bar- áttunni fyrir jafnrétti, þarsem konur eru þaö tilfinningalega tengdar þeim”, sagöi Guöriín. Brugöiö er upp myndum af konunum. Ein þeirra gæti kom- ist langt i pólitiskri baráttu, en maöur hennar getur ekki þolaö aö hún fari fram fyrir hann hvaö þetta snertir. Ein kvennanna kemur úr mikilli fátækt. Hún vinnur fyrir námi sinu sem gleöikona. Þá segir frá einstæö- ri móöur og viöleitni hennar aö byggja lif sitt upp að nýju. Súfjóröaerþeirrayngst. Hún er á góöri leiö meö aö veröa eiturlyfjaneytandi, þar sem hún þorir ekki út I atvinnullfiö og lokar sig frá umhverfinu. ”Til þess aö hjálpa til viö aö skynja stórborgina og lifiö þar bregöum viöupv litskyggnum af verkum tveggja höfunda sem fengist hafa mikiö viö viöfangs- efnið fólk I stórborg. Þeir eru Edward Kienholz og Duane Hanson. Vandamál eins og Ragnheiöur Steindórsdóttir og Hanna Marla Karlsdóttir I hlutverk- um sinum i leikritinu Kvartett, sem frumsýnt verbur annaö kvöld i Iönó. yngsta konan á viö aö glima er fjarlægt okkur, en þetta er mjög algengt I stórborgum”, sagöi Guörún. Með hlutverk kvennanna fara þær Ragnheiöur Steindórsdótt- ir, Guörún Alfreösdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir . Þær þrjár siö- ast töldu hafa ekki staöið á fjöl- unum I Iönó fyrr. Höfundur verksins er enskur, Pam Gems, en þýöinguna ann- aöist Silja Aöalsteinsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Guörún Svava Svavarsdóttir og leikhljóð annast Gunnar Reynir Sveinsson. -KP STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA RITGERÐASAMKEPPNI í tilefni barnaárs hefur stjórn Styrktarfé- lags vangefinna ákveðið að efna til rit- gerðasamkeppni um efnið: Hinn vangefni í þjóðfélaginu Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 150 þús. 2. verðlaun kr. 100 þús. 3. verðlaun kr. 50 þús. Lengd hverrar ritgerðar skal vera a.m.k. 6-10 vélritaðar siður. Ritgerðirnar, merkt- ar dulnefni, skal senda skrifstofu félagsins að Laugavegi 11, Reykjavík, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi með i lokuðu umslagi. Félagið áskilur sér rétt til að birta opinberlega þær ritgerðir, er verð- laun hljóta. Skilafrestur er til 30. nóv. nk. OSKUM EFTIR aö leigja gott einsmanns- herbergi meö hús- gögnum og aðgangi að baöi, á tímabilinu 8. til 26. október n.k. fyrir erlendan verkfræðing. Þarf að vera á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist íslenzka Álfélaginu h.f. í síma 52365 (kl. 0800-1600 á virkum dögum) eða bréf- lega í Pósthólf 244, Hafnarfirði. ISLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.