Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 18
VlSIR Laugardagur 22. september 1979 giös og grasnytjar Ágúst H. Bjarnason skrifar 18 Reynir er viöa til á islandi, m.a. i Noröurmýrinni IReykjavik. Niu náttúrur góöar og vondar fylgja reyninum Reynir Hér á landi vex reynir viða á stangli innan um birkikjarr, i uröum og gljúfrum, og einnig hefur honum veriö plantað viða viðbæi. Heimkynni hans eruum alla noröanveröa Evrópu, þar sem hann fylgir nokkurn veginn norðurmörkum trjágróðurs. Getur hann oröiö til mikillar prýöi, þó aö hann nái vart meira en 12 metra hæð. Viöast hvar er reynirinn margstofna runnur, en I giljum hefur hann náö aö vaxa upp meö einum eöa fleiri stofnum. Ýmsar reynihrislurhafa oröiö frægar fyrir fegurö og hæð hér fyrr á árum. Eizta reynitré, sem lifir nú, er frá 1797. Dansk- ur mabur, Lvera aö nafni, plantaöi þvi viö svo nefnt Laxalshús á Akureyri. Aöal- stofninnstóöfram undir 1930, en var þá orðinn mjög feyskinn, þegar hann féll.Siöan hafa vax- ið upp rótarskot, svo aö nú likist hann stórvöxnum runna. A Skriöu i Hörgárdal var nokkrum hrislum plantaö 1826 og munu þær vera nú um 12 m. Margir kannast viö reyninn í Nauthúsa- gili skammt fyrir innan Stóru-Mörk, á leið i Þórsmörk. Aöalstofninn mun hafa verið um 80 ára gamall, þegar hann féll i roki. En enn má klöngrast yfir giliö á þeim hrislum, sem þa vaxa. Berjasulta Reynirinn (Sorbus Aucuparia) er af rósaætt og telst til undirættar, sem nefnist apaldursdeildin (apaldur. epla- tré). Hann blómgast venjulega i júni, og eru blómin mörg saraan i stórum hálfsveipum, hvit á lit. I september þroskast berin, há- rauö á lit og þykja sumum þau súr. Berin innihalda vinsýru fyrir þroskun en epla- og sitrónusýru eftir þroskun. Þá eru i þeim tvær sykrur, sorbin fyrir og sorbit eftir þroskun. I berjunum hefurlika fundizt sorbitol (sykrutegund), sem nú er mikiö notað i sælgæti (t.d. tyggjugúm) vegna þess, aö gerlar i munni geta ekki sundr- aö þvi, þannig aö ekki myndast nein sýra, sem veldur tann- skemmdum. Berin þykja afbragö í mauk (sultutau). Fyrst eru þau látin I vatn ogsuðunni hleyptupp. Þaö er gert til þess að fá óbragö úr þeim. Siðan er meö þau farið á sama máta og viö tilbúning á rabarbaras ultu. Sumir búa sér til seyði af berjunum, þvi aö þau eru sögö barkandi, þvagdrifandi og styrkjandi og brúkast þvi móti blóðlátum, lifsýki (þ.e. niður- gangi) og blöðrusteini. Lika má loftþurraka berin og eru þau gott meöal viö blöðrusteini, séu 10 etin á morgni og 10 á kvöldi, eins og segir i Grasafræöi Odds Hjaltalins. Berin eru kjörin til þess aö skreyta meö borö og séu þau látin gerja, fæst rótsterkt vin. A Englandi voru þau notuö til ölgeröar á sérstakan hátt fyr- ir löngu, en sú aðferð mun ekki þekkt lengur. I Noregi tiökaöist að jláta reyniber liggja i vatni i hálfan vetur, siöan var heitu vatni stökkt á og lögurinn gefinn hús- dýrum. Þótti þetta hinn bezti drykkur. Margir hafa búiö sér til féstar úr berjum og margir krakkar sækjast eftir þeim I n.k. „baunabyssur”. Björg Þórs Ifornum sögum kemur reynir viöa viö sögu, og oftast hefur hann einhvers konar helgi á sér. ISnorra-Eddu er greint frá þvi, aö hann hafi orðið Þór til lifs, þegar hann óð yfir ána Vimur og sé því nefndur „björg Þórs”. Sumir fræöimenn telja, aö nafn- iö Þorbjörg sé af þessu dregið. í Geirmundar þætti héljar- skinns segir svo: „En sá var einn hvammr i landi Geirmund- ar, aöthann kvaöstkjósa á brott ór landinu, ef hann mætti ráöa, ok mest fyrir þvi, — ,,at Sá er einn staör i hvamminum', at Svallt, er ég lit þangat, þá skrámir þatljós fyrir augu mér, at mér verör ekki at skapi. Og þat ljos er ávallt fyrir reyni- lundi þeim, er þar er vaxinn einn samt undir brekkunni”. Ok þat fylgdi ef nökkuru sinn varö búfé hans statt i hvamminum, þá lét hann ónýta nyt undan á þvi dægri”. Einnig er sagt frá því, að smalamanni hans hafi oröiö þaö á, þegar hann var aö reka fé úr hvamminum, aö nota reyni- vönd. Geirmundur reiddist og hýddi smalamann, en vöndinn lét hann t aka og brenna I eldi, búfé sitt lét hann reka 1 hag og ónýta nyt undan þann dag. — Sú trú mun hafa haldizt i Skafta- fellssýslu allt fram á þessa öld, aö lemja ekki fénaö meö reyni- viöi. Niu náttúrur góðar og niu vondar Reynirinn hefur veriö fluttur viða út fyrir náttúruleg heim- kynni, einkum sem skrauttré til Ameriku. Margt viröist benda til þess, að hann hafi veriö tákn Asks Yggdrasils, enda heitir hann „mountain ash” á ensku. Sagt var, ab honum fylgdu nfu náttúrur góöar og niu vondar. Hann er talinn óbrigöulasti sakleysisvottur, þegar hann sprettur á leiðum þeirra, sem hafa veriö bornir sökum og lif- látnir án þess aö geta sannað sýknu sina 1 lifandi lffi. Trúbu menn þvi, aö hann yxi upp af blóði hinna saklausu. Löngum var reynirinn imynd jólatrésins, og var sagt, aö ljós brynnu á öllum greinum hans á jóianótt. Enda þótti óráölegt að nota reynivið til smiöa. Þegar þetta er skoðaö i ljósi þess, aö hann heldur ekki nöglum og meyrnar fljótt, erofur eðlilegtað það hafi átt sinn þátt I þeirri hjátrú, sem á honum hvilir. Menn höföu þvi af honum heldur litil not, nema hvaö hann mun eitthvað hafa veriö brúkaöur i hrifutinda, én ekkireynztvel. Hannmáttiekki hafa til skipasmiöa, þvf aö þá færist skipið, nema einir væri lika notaöur. Ekki dugöi hann heldur til húsageröar, þvi að þá gátu konur ekki oröiö léttari i þvi húsi. Sé reyniviður haföur fyrir eldivið, vekur hann óvild þeirra, sem sitja umhverfis eld- inn. Hvað sem segja má um náttúrur reynisins, þá bregöur hann vinalegum svip á um- hverfiö, þó sérstaklega þar sem hann vex innan um birki viöa um land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.