Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 32

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 32
síminneröóóll SpásvæOi Veðurstofu islands cru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins 1 dag er gert ráð fyrir all- hvassri vestanátt og skúra- veðri um suö-vestan og vest- anvert landið en allhvassri suöaustanátt og rigningu aust- an til á landinu. Síðar er gert ráð fyrir að vindur veröi vestlægur um allt land. A sunnudag er gert ráð fyrir vestlægri átt um allt land, skúraveöri um vestan- vert landið og við suður- ströndina en að viöa verði létt- skýjað á norð-austurlandi. Veðrið hér og har Veðrið klukkan 12 i gær. Akureyri heiörikt 4, Bergen skýjað lO.Helsinki skýjað 14, Kaupmannahöfn léttskýjað 15, Osló skýjað 12,Reykjavík skviað 5,Stokkhólmur skúrir 13, Þórshöfn skýjað 6, Ber- lln skýjað 15, Frankfurt skýjað 15, Nuukskýjaö 4, Lond- onskýjað 15, Las Palmasskýj- aö 25,Feneyjar þokumóða 20, Mallorka skúrir 23, Mont- real skúrir 12, Róm rigning 22, New Yorkrigning 16, Parts skúrir 13,Ma!aga skýjað 28. Loki Alþingismenn eru nú að búa sig undir stjórnmálaátök vetr- arins og munu leggja mikla áherslu á að skapa sér málefnagrundvöll vegna þing- kosninga, sem margir þing- menn telja vist aö verði á næsta ári. Kralar með tvð stórmál í undlrbúningi: „KOSMNOM ERU RMN- HÆFUR MðOULEIKI” - segir einn bingmanna Albýðuflokksins Kratar ætla að hefja þingstörfin i haust með tveimur stórmálum, nýju frumvarpi um verðlagningu landbúnaðarvara og róttækum breytingum á kjördæmaskipan. Eru þessi mál undirbúin m.a. með það I huga að vera veganesti Alþýöuflokksins í kosningabaráttu slitni upp úr stjórnarsamstarfinu. ..Við höfum oröið undir i stjórnarsamstarfinu eins og réttilega hefur verið bent á og það er mikill vilji fyrir þvi aö láta ekki þar við sitja”, sagði einn þingmanna flokksins i samtali við Visi. "Kosningar eru alltaf raunhæfur mögu- leiki.” Landbúnaðarfrumvarp flokksins er vel á veg komiö og samkvæmt upplýsingum Visis er meginkjarni þess að rikis- valdiö semji beint við bændur um framleiðslu og verðlagningu á tilteknu magni af búvörum en það sem umfram er verði selt á frjálsum markaði. Tillögurnar i kjördæmamál- inu eru ekki ennþá fullmótaðar en hugmyndir eru uppi um stór- felldar breytingar.Kjördæma- málið veröur rætt á sameigin- legum fundi þingflokks. fram- kvæmdastjórnar og fulltrúa Al- þýðuflokksins I stjórnarskrár- nefnd I dag. — KS ■ L..,' v Kenndu íslendingunum að borða með prjónum Það voru kjúklingar, hrisgrjón og grænmeti á borðum f Hvita- bandinu I gærkvöldi. Þar sat starfsfólkið til borðs meö Vlet- nömunum og allir borðuðu með prjónum. Það er greinilegt að starfsfólkið hefur lagt sig fram um að læra siði fólksins, þvf það handlék prjónana með mikilli leikni. Flóttafólkið hefur skoðað sig nokkuð um i borginni. 1 gær var farið með það i skoö- unarferð en mestur hluti dagsins fór i læknisskoðun. Börnin eru greinilega farin aö kunna vel við sig þvi þau tritluðu um ganga hýr á svip. Fyrsta máltiðin sem flóttafólk- iö borðaði hér á landi var ýsa, hrisgrjón og grænmeti, en á óska- listanum er karfi, sem þykir hið mesta lostæti. -KP. Hann er kallaður Skúli, litli strák- urinn sem situr hér til borðs með forstöðukonu Hvitabandsins, en hún handleikur prjónana af leikni. Vlsismynd BG. Húsnæðismálastjórn tllnefnlr Eyjóif K. Slgurjónsson I stlúrn verkamannabústaða Revkiavlkur: Flulli lögheimlli á skrif- stofu slna I höfuðborginnil Býr álram l Kópavogl - löghelmin I Reykjavfk er skllyrðl lyrlr stiórnarsetu Húsnæðismálastjórn hefur tilnefnt Eyjólf K.Sigurjónsson löggiltan endurskoöanda f stjórn Verkamannabústaða Reykjavíkur., Stjórnarmenn i verkamannabústöðum verða að hafa lögheimili I viðkomandi sveitarfélögum samkvæmt lögum um húsnæðismála- stjórn og fyrir nokkrum dögum flutti Eyjólfur lögheimili sitt úr Kópavogii skrístofuhúsnæði sitt aðFiókagötu 65 IReykjavik en býr 'þó áfram að Sunnubraut 21 I Kópavogi. Eyjólfur var formaöur frá- farandi stjórnar Verkamanna- bústaöa Reykjavikur. Kjör- timabil stjórnarinnar er fjögur ár og lauk kjörtimabili fráfar- andi stjórnar 21. júni s.l. Eyjólfur átti lögheimili i Reykjavik er hann var skipaður i siðustu stjórn en flutti lög- heimili sitt til Kópavogs um áramótin 1975 og 1976 en gegndi eftir sem áöur formannsstöðu i stjórninni Enginn fundur hefur verið haldinn i stjórn Verkamanna- bústaða Reykjavikur frá þvi I vor og liggja óafgreiddar um- sóknir 650 manna um 216 ibúðir við Suðurhóla frá þeim tima, eins og Visir hefur skýrt frá. Ný stjórn hefur enn ekki verið skipuð en Magnús H. Magnús- son félagsmálaráðherra ságði i samtali við Visi að það yrði að öllum likindum gert á mánu- daginn. Sjö menn eiga sæti I stjórninni og skipar ráðherra þá eftir til- nefningu frá borgarstjórn, Full- trúaráði verkalýðsfélaganna og Húsn æðismála st jórn. Allir þessir aðilar hafa nú til- nefnt menn i stjórnina en til- nefning Húsnæðismálastjórnar barst ekki ráðuneytinu fyrr en i gærmorgun,degi eftir að Eyjólf- ur hafði flutt lögheimilið i skrif- stofu sina I Reykjavik. Borgarstjórn haföi áöur íil- nefnt Guðjón Jónsson, Sigurö E. Guömundsson og Magnús L. Sveinsson. Tilnefning borgar stjórnar hefur sætt gagnrym þar sem Siguröur E. Guð- mundsson er jafnframt forstjóri Húsnæðismálastofnunar rikis- ' ins sem á að hafa eftirlit og yfir- umsjón með störfum stjórna verkamannabústaða i landinu. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna tilnefndi Guðmund J. Guð- mundsson og Húsnæðismála- stjórn auk Eyjólfs þá Pál Magnússon og Gunnar Helga- son. — KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.