Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. september 1979 9 vtsm íjölnnötun Ólafur Ragnarsson rit stjóri skrifar Er útvarpið loks að vakna af íöngum dvata? Útvarpsstöðvar víða í Evrópu heyja nú mikla samkeppni viðsjónvarpsstöðvar um hylii hlustenda og áhorfenda, og víða hefur útvarpsstöðvunum orð- ið verulega ágengt. Meðal þess, sem lögð er aukin áhersla á hjá útvarpsstöðvunum er aukin bein tengsl við hlustendur og líflegri fréttaþjónusta en verið hefur síðustu ár. t Bandarikjunum hefur aftur á móti ekki oröiö teljandi breyt- ing f þessum efnum, enda lit- varpsstöövarnar veriö i stöö- ugri samkeppni innbyröis og i minna mæli i samkeppni viö sjónvarpsstöövarnar siöustu ár- in. Þar i landi er einnig lögö miklu meiri áhersla á rekstur staöbundinna vltvarpsstööva sem kaupa þó ákveöiö efni á vissum timum sólarhringsins frá stóru útvarps- og sjónvarps- fyrirtækjunum og er þaö sent til hundruöa útvarpsstööva sam- timis um þver og endilöng Bandarikin. Þarna eru heims- og landsfréttir fyrirferöarmikl- ar og fluttar á klukkustundar fresti, eins og fólk hér suövest- anlands kannast viö úr útvarpi varnarliösins á Keflavikurflug- velli. Einnig selja útvarpsfyrir- tækin stöövunum ýmsa tón- listar- og skemmtiþætti, sem unnir eru I aöalbækistöövum þeirra I New York eöa Los An- geles. Gæðin ráða Hérlendis virtust forráöa- menn Rikisútvarpsins sætta sig viö þaö áriö 1966 þegar sjón- varpiö hóf göngu sina, aö þaö næöi yfirhöndinni og útvarpiö heföi litla möguleika á aö ná at- hygli hlustenda á útsendingar- tima sjónvarpsins. Nú hafa útvarpsmenn aftur á móti veriö aö átta sig á þvi, aö hlustunin fer ekki eingöngu eftir þvi, hvenær efninu er útvarpaö heldur ekki siöur hversu gott þaö er og forvitnilegt fyrir hlustendur. Þeir morgunhanarnir Páll Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson hafa sýnt, aö gott og lifandi efni getur náö eyrum fjölda hlustenda þótt útsending þess hefjist fyrir allar aldir eöa fyrir klukkan hálf átta á morgn- ana. Lifandi framsetning þeirra félaga á efni sinu og snerpa i fréttaþjónustu hefur vakiö at- hygli landsmanna og nú er svo komiö aö morgunpósturinn er oröinn eins konar riki i rikinu og farinn aö keppa bæöi viö frétta- stofu útvarpsins og dagskrár- deildirnar. I útvarpssal En nú er útlit fyrir aö starfs- menn fréttastofunnar fái aö spreyta sig á gerö ýtarlegs fréttaþáttar um kvöldmatar- leytiö I staö fréttatimans hefö- bundna klukkan 19. Rétt er aö taka þaö fram, aö ýmis tæknileg atriöi hafa gert morgunpóstsmönnum kleift aö hafa þáttinn liflegri og meira meö yfirbragöi beinnar útsend- ingar, en aöstaöa hefur veriö til i upptöku- og útsendingarher- bergi fréttastofunnar. Morgunpósturinn og þáttur- inn ,,! vikulokin” eru unnir i stúdiói númer eitt i útvarpshús- inu viö Skúlagötu, en þau húsa- kynni voru hér áöur fyrr nefnd útvarpssalurinn og minnast ýmsir útvarpshlustendur ef- laust íiflegra spurningaþátta meö þátttöku fjölda áheyrenda, sem þar voru teknir upp eöa sendir út þaöan beint hér fyrr á árum. 1 þvi sambandi koma upp I hugann nöfn vinsælla stjórn- enda slikra þátta, þeirra Svav- ars Gests, Sveins Asgeirssonar og Jónasar Jónassonar. Fyrir sunnan og norðan Salurinn er samur og hann var þegar húsakynni útvarpsins voru upphaflega innréttuö I húsi Fiskifélagsins viö Skúlagötu, en tækjabúnaöurinn sem honum er tengdur er tiltölulega nýr meö mörgum rásum og hraövirkum tengingarmöguleikum viö simalinur og útsendingar utan útvarpshússins. Aberandi er til dæmis hve tóngæöi simtala eru miklu betri þegar þau fara þar i gegn en þegar simtöl eru tekin i gegnum önnur stúdló útvarps- ins. Auk þess er mun auöveld- ara aö láta menn biöa á linunni þar til aö þeim er komiö i út- sendingunni en i öörum stúdió- um og meö þeirri tækni, sem þarna er fyrir hendi, er ekki neinum verulegum annmörkum háö aö senda út þætti frá tveim- ur stööum á landinu samtimis. Þann möguleika nýttu þeir morgunpóstsmenn I fyrravetur meö þvi aö senda þætti sina út samtimis frá stúdiói á Akureyri og úr Reykjavik, og gengu skiptingar milli staöanna alveg snuröulaust. Ekki er aö efa, aö á næstu ár- um mun útvarpiö fara enn frek- ar inn á þessa braut þar sem þetta dagskrárform gefur þeirri stofnun mikla möguleika um- fram sjónvarpiö aö minnsta kosti miöaö viö þær tak- markanir, sem tæknilegri upp- byggingu þess eru enn settar hér á landi. Erlendis eru slikar beinar útsendingar frá tveimur eöa fleiri stööum óspart notaöar bæöi i útvarpi og sjónvarpi og eru þá þeir, sem fram koma i þáttunum oft hver i slnu heims- horninu. Tækjabúnaður Tækjabúnaöur fréttastúdiós- ins hjá útvarpinu sem er á fjóröu hæö, inn af fréttastof- unni, er oröinn heldur fornfáleg- ur, enda rúmlega 20ára, og geta menn velt þvi fyrir sér, hve viöa tveggja til þriggja áratuga út- varpstæki og hljómtæki er aö finna til dæmis á heimilum hér á landi. A sviöi móttökutækja, plötuspilara og segulbanda hafa oröiö stórstigar framfarir siö- ustu áratugina og gefur auga leiö, aö tæknin hefur einnig haldiö innreiö sina á „hinum endanum”, I húsakynnum út- varpsstöövanna. Hér hefur nán- ast rikt stöönun I þeim efnum og er nú svo komiö aö meginhluti tækjabúnaöar útvarpsins er oröinn úreltur og eru tækin viö stúdió eitt, útvarpssalinn, nán- ast eina undantekningin i þeim efnum. Auk þeirra möguleika, sem nefndir voru varöandi þau hér áöan, má geta þess, aö þar er hægt aö taka upp og senda út efni i stereó. Fréttastúdió útvarpsins er búiö gömlum og úreltum tækjum, sem ekki eru talin veita þá möguleika, sem þörf er á, ef breyta á gömiu sjöfréttunum I lifandi fréttaþátt. Ný tekni f stúdfói númer eitt hefur gert vinnslu og útsendingu fjölbreyttra blandaöra þátta mögulega. Þessi mynd var tekin er útsending Morgunpóstsins stóö yfir, en þátturinn ,,! vikulokin” fer einnig héöan út á öldur ljósvakans. Betri búnaður Af þessu er ljóst, aö forsenda þess, aö hægt veröi aö senda út lifandi fréttaþátt i klukkutima um kvöldmatarleytiö er sú, aö ný tæki veröi keypt I frétta- stúdióiö enda munu bæöi frétta- menn og tæknimenn leggja megináherslu á þaö. Þar til aö þvi kæmi væri auövitaö hægt aö hefja vinnslu og útsendingar sliks þáttar úr stereóstúdióinu, sem áöur er nefnt, ef starfsliö á fréttastofunni er nægilegt til slikrar tvöföldunar á lengd sjö- fréttanna og núverandi vinnu- timi hentar nýju efnismeöferö- inni. 1 ráöi er aö fréttalesturinn sjálfur taki um þaö bil 10 minútur i upphafi kvöldfrétta- þáttarins, en á eftir komi viötöl, fréttaskýringar og annaö frétta- tengt efni i 50 minútur, aö þvi er fram kom i frétt I Visi nú I vik- unni. Hraðvirkni Þaö yröi veruleg breyting á fréttaflutningi útvarpsins frá þvi sem nú er, ef slikur dagiegur blandaöur fréttaþáttur yröi aö veruleika. Fréttir útvarpsins hafa löngum veriö heldur dauf- legar og meöferö efnisins meira boriö keim af skylduafgreiöslu einstakra mála eöa málaflokka en lifandi fréttamennsku meö frumkvæöi til öflunar upp- lýsingar. Mjög litiö hefur yfir- leitt veriö um aö fréttamenn legöu sig fram um aö leita frétt- anna eöa grafa upp staöreyndir sem I fljótu bragöi viröast ekki liggja á lausu. Þetta hefur oröiö til þess, aö blöö hafa mjög oft oröiö á undan útvarpinu meö merkar fréttir, en slikt á I raun ekki aö geta gerst þar sem út- varp er I eöli sinu miklu hraö- virkari fjölmiöill en hiö prent- aöa form og fréttatimarnir hjá Rikisútvarpinu eru niu á dag. Tregðulögmál Augljóst er aö mikillar þreytu hefur á siöustu árum veriö fariö aö gæta á fréttastofunni ekki siöur en I öörum deildum út- varpsins, enda varla viö mikl- um áhuga aö búast i stofnun sem oröin er jafn-steinrunnin og þung i vöfum og útvarpiö. Nú viröist aftur á móti eitt- hvaö vera aö rofa til og er svo aö sjá, semþrýstingurinntil breyt- inga kómi I senn frá útvarps- ráöi, fréttastofunni og tækni- deildinni og þegar svo er komiö veröa yfirmenn stofnunarinnar aö dansa meö. Fyrir réttri viku voru teknar upp vaktir i tæknideild útvarps- ins og er þar nú hægt aö taka upp og vinna dagskrárefni frá klukkan átta á morgnana til sjö á kvöldin þannig aö viöbótar- möguleikar skapast til efnis- vinnslu utan venjulegs skrif- stofutima án þess aö þaö kosti yfirvinnu. Ahugi manna á stereóút- sendingum hefur einnig haft veruleg áhrif til breytingar á þvi tregöulögmáli, sem gilt hef- ur hjá stofnuninni, og veröur héöan af ekki komiö i veg fyrir aö slikar útsendingar veröi aö veruleika, þar sem óhjákvæmi- legt er aö endurnýja tækjakost útvarpsins bæöi til efnisvinnslu og útsendingar, og veröur þá ekki komist hjá þvi aö kaupa stereótæki, þvi aö annaö er vart á markaöi fyrir útvarpsstöövar I heiminum. Fjörkippir Svo viröist sem útvarpiö sé aö vakna af löngum dvala og menn séu þar hættir aö lita á þaö sem grundvallarlögmál, aö helst megi ekki fara upp úr þvi fari, sem stofnunin hefur veriö I siö- ustu áratugina, og breytingar séu aldrei til góös. Sú upplifgun, sem þættir eins og Morgunpósturinn og Viku- lokin hafa leitt af sér i dagskrá útvarpsins er oröin smitandi. Fréttastofan hefur þar meö fengiö talsvert aöhald og hefur fjörkippanna gætt nú I sumar. Er jafnvel fariö aö flytja stutt viötöl og fréttapistla i hádegis- útvarpinu, en til þess aö slikt ætti sér staö hér áöur þurfti helst ekki minna en eldgos eöa aörar náttúruhamfarir. Nú er sem sagt von um and- litslyftingu gamla útvarpsins meö tilkomu „kvöldpósts” fréttastofunnar og veröur for- vitnilegt fyrir okkur hlustendur aö fylgjast meö hvernig tekst aö gera þá ágætu hugmynd aö veruleika, en þaö veröur von- andi nú I vetrarbyrjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.