Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 16
vtsm Laugardagur 22. september 1979 Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri i helgarviðtali: „ÞAÐ ER ENG- INN EINN ( SVONA STARFI” „Ég fékk veitingu fyrir Æsustaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi sex tímum eftir að ég gekk frá prófborðinu árið 1953. Ég flutti þangað með mér búslóðina, sem var einn dívan, stóll, borð, og nokkrar bækur. Ég þekkti ekki nokkurn mann þarna, en bændurnir tóku mér ákaflega vel. Þeir gáfu mér sautján gimbrar, lambhrút, þrjár kvígur og sláttuvél. Ég leitá þetta sem beiðni um að ég deildi kjörum með þeim og kom mér því upp bú- skap". Þetta eru orð Birgis Snæbjörnssonar, sóknar- prests i höfuðstað Norðurlands. Helgarblaðið Vísis heimsótti séra Birgi norður á Akureyri á dögunum og spjallaði við hann um prestsstarfið, þjóðmálin og tilveruna yfirleitt. „Þaö eru hálft á annaö hundraö ræöur, sem maöur þarf aö semja á ári”, segir séra Birgir, þegar ég spyr hann um þennan þátt starfsins. Ég læt i ljósi meiningar um, aö þaö hljóti oft aö vera tregt um hug- myndir viö ræöusmiöar. „Stundum finnst manni, þegar sest er niöur, aö maöur sé búinn meö allt, sem maöur hef- ur aö segja. En svo þegar guö- spjallatextarnir eru lesnir, finn- ur maöur alltaf eitthvaö nýtt”, segir Birgir. „Þaö þarf lika aö heimfæra predikanir upp á þjóölifiö og þar er alltaf eitthvaö aö gerast. Þaö veröur aö taka boöskap Bibliunnar og koma honum inn 1 samtiöina. Þaö er ekki nóg aö tala um þaö sem var, þaö er ekki siöur mikilvægt, sem er. Kristur er ekkert minna fyrir okkar kynslóö en þá sem hann gekk á meöal.” Vildi komast heim aftur Birgir sagöist hafa lent i alls konar félagsmálum meöan hann var prestur i Æsustaöa- prestakalli. Til dæmis heföi hann veriö kosinn formaöur sauöfjárræktafélagsins þó hann vissi engin deili á slikum mál- um. „Þaö voru 430 manns i presta- kallinu og ég haföi yfriö nóg aö gera —skorti aldrei verkefni. Ég held aö þaö sé ekki rétt aö leggja niöur þessi litlu presta- köll. Ég var siöan prestur i Lauf- ási viö Eyjafjörö i eitt og hálft ár og þar var sama sagan —fólkiö alveg einstaklega elskulegt og ánægjulegt aö starfa meö þvi. Ég er afar þakklátur fyrir þessi ár, sem ég fékk aö eiga þarna úti i sveitinni. En ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og þegar losnaöi prestakall þar sótti ég um. Fyrst og fremst af þvi mig langaöi til aö komast heim aftur. Þaö er allt ööruvisi aö starfa i svona stórum bæ. Hér taka hin eiginlegu prests- störf allan tima manns. Viö er- um tveir og komumst raunar aldrei yfir þaö, sem þarf aö gera”. Stjórnmálaflokkarnir þurfa skemmtikrafta — Eru Akureyringar kirkju- ræknir? „Ef maöur ber kirkjusókn saman viö fundahöld i bænum, held ég aö kirkjan þurfi ekki aö vera óánægö. Stjórnmálaflokk- ar þurfa til dæmis alltaf aö vera meö skemmtikrafta til aö fá fundarsókn”. — Starf prestsins? „Mér finnst aö þvi leyti gleöi- legt aö vera prestur, aö þaö er raunverulegt fagnaöarerindi, sem maöur flytur til fólks bæöi á sorgar- og gleöistundum. Þaö kemur fyrir aö mér finnst ég ekki maöur til aö stiga þau skref, sem framundan eru, en þá er manni gefiö eitthvaö, sem maöur á ekki sjálfur. Þaö er enginn einn i svona starfi. Krist- ur er meö manni”. Dro-ho-ho-ttinn — Hvers vegna temja prestar sér þennan „predikunarróm” viö kirkjulegar athafnir? Væri ekki yfirlætislausara aö tala meö venjulegum áherslum? „I kirkjum veröum viö prest- ar aö tala hærra en okkur er eiginlegt og þá hættir mönnum kannski til aö tala ööruvisi en þeim er eölilegast. Þegar ég haföi veriö prestur nokkurn tima, kom eitt sinn til min leik- ari eftir messu. Hann haföi lært framsögn og sagöi viö mig: „Heyröu, þetta er oröiö alveg ó- mögulegt hjá þér”. Þá var ég búinn aö venja mig á aö draga seiminn i seinni hluta setninga. Ég sá aö þetta var alveg rétt hjá honum og lagfæröi þetta. Leikarar læra aö beita rödd- inni þegar þeir tala hærra en venjulega og þaö þyrftu prestar aö gera lika. Þaö er mikiö álag á röddina i þessari stétt og stund- um talaö um prestahæsi, sem er atvinnusjúkdómur. Annars er mikils viröi aö eiga vini sem setja ofan i viö mann og benda manni á þaö, sem betur má fara. Einu sinni benti vinur minn mér á, aö ég væri farinn aö setja h-in i orö og segöi tildæmis: „Dro-ho-ho-hottinn”. Ég haföi ekkert íekiö eftir þessu”. Abyrgðekki tekin alvarlega — Ahugamáiv „Söngur! Frá þvi ég var i fyrsta eöa öörum bekk i barna- skóla hef ég veriö I einhverjum söngfélagsskap. Núna er ég til aö mynda i karlakórnum Geysi og jafnframt i Geysiskvartettin- um. — Þjóömálin? „Mér finnst ástandiö i stjórn- málum, og þjóömálum yfirleitt, mjög alvarlegt, einkum þetta á- byrgöarleysi, sem mér finnst vera aö veröa einkennandi. Til dæmis er ekkert samræmi hjá pólitlskum flokkum þegar þeir eru i stjórn og stjórnarandstööu. Þaö sem þeir berjast gegn i stjórnarandstööu, taka þeir upp þegar þeir eru komnir i stjórn. Þaö kemur einnig viöa fram i þjóöfélaginu, aö menn eru farn- iraö hlaupast undan ábyrgö. Til dæmis er undirskrift manna alltaf aö veröa minna og minna viröi. A heimilum gerist þaö algengt aö hjón fari út aö skemmta sér sitt i hvoru lagi, og vilja gleyma ábyrgö gagnvart börnum og maka. Af þessu leiöir hjóna- skilnaöur, sár og tár. Hér á Akureyri höföu oröiö fleiri hjónaskilnaöir á miöju þessu ári en á öllu árinu 1977 og i flestum þessum hjónaböndum eru börn, sem liöa meira og minna af þessum sökum. Mér finnst illa haldiö upp á barnaáriö meö þessu! Astæöan fyrir þessu öllu er aö minu mati sú, aö fólk tekur á- byrgö sina ekki eins hátiölega og áöur var. Þetta gildir lika gagnvart vinnu. Þaö er sagt aö gamla fólkiö, sem lét aldrei verk úr hendi falla, sé af gamla skólanum, þannig aö nú hlýtur aö vera kominn nýr skóli! Hluti af honum er kannski þaö, aö taka veikindadaga þó engin séu veikindin. Þetta þykir mér alveg dæmalaust vanþakklæti gagnvart þeirri gjöf, sem heils- an er. Hinsvegar finnst mér hjálp- semi og umburöarlyndi ekki minna nú en þaö hefur veriö áöur. Maöur finnur þaö best á unglingum. Þeir eru alltaf til- búnir aö rétta hjálparhönd þar sem eitthvaö er aö og eru já- kvæöir gagnvart þeim, sem höllum fæti standa.” Hláturinn lengir Ufið — Mér er sagt aö þú sért manna gamansamastur á góö- um stundum og akkur aö þvi aö hafa þig meö i félagsskap. „Maöur reynir aö tina upp þaö sem létt er og skemmtilegt. Þaö er svo mikiö, sem hvilir á prestum, aö þaö veitir ekki af. Ég hef gaman af saklausu glensi og gamni og hláturinn lengir iifiö svo aö ef maöur kemur einhverjum i gott skap, er maöur aö vinna aö heilsu- gæslu. Sumir prestar, til dæmis séra Friörik á Húsavik og séra Bjarni, náöu sérlega vel eyrum fólks meö þvi aö tengja saman gleöi og alvöru. Sveinn Vikingur lét menn lika oft skellihlægja og náöi athygli þeirra meö þvi en fór siöan yfir I alvöru. Ég vildi gjarnan likjast þess- um mönnum, en ég held þaö vanti ansi mikiö upp á aö ég sé meö tærnar þar sem þéir höföu hælana.” Prestkonur — Hvernig er meö prestkonu- starfiö? Er ekki fulit starf aö giftast inn i þessa stétt? „Jú, þær eru vissulega i þessu starfi íika. Þær standa til dæmis simavakt allan daginn og oft talar þetta fólk, sem hringir eöa kemur, viö prestkonuna og hún er gjarnan búin aö leysa máliö þegar presturinn kemur heim, þannig aö prestkonur stunda sannarlega lika sálgæslustörf. Svo eru þær lika aö sumu leyti okkar prestar. Viö berum undir þær alls konar vandkvæöi og sækjum til þeirra mikinn styrk. Ég held þvi aö þaö yröi mikiö skref aftur á bak, ef lútherska kirkjan tæki upp einlifi presta. Ég skil satt aö segja ekkert i þvi aö kaþólska kirkjan skuli ekki taka upp þann siö aö leyfa prestum aö giftast. Þaö gefur presti styrk, lífsfyllingu, og betri yfirsýn og skilning á fjöl- skyldumálum annarra aö eiga konu og börn sjálfur”, sagöi séra Birgir Snæbjörnsson. —JM helgarviötaliö Undirskrift manna gerist minna og minna viröi. Laugardagur 22. september 1979 ■ •• mmms. ■ . Þarf aö semja á annaö hundraö ræöur á árl „Ef maöur kemur einhverjum i gott skap, þá er maöur aö vinna aö heilsugæslu” segir presturinn á Akureyri sem sést hér viö kirkjuna sina. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.