Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 5
VISIM Laugardagur 22. september 1979 5 BANKAHNEYtiSLIÐj í SJÓNVARPiNU I Eflaust finnst okkur flestum bankar vera hálf-þreytandi stofnanir, ekki sist þegar við stöndum hriðskjálfandi fyrir framan stórt og virðulegt tekkskrifborð bankastjórans með bón um vixil á vörunum. Bandariski rithöf- undurinn Arthur Hailey hefur þótekiðsér á hendur Odysseifsferð i Trójulendur banka- veldisins og kemur til baka með bráðsmellna sögu, „The Moneychangers,, en islenska sjón- varpið ætlar annað kvöld að hefja sýningar á sjónvarpsgerð þeirrar sögu, en hún nefnist „Seðlaspil” á islensku. Þessi saga Haileys hefur slegiö I gegn viöast hvar hún hefur veriö sýnd og er þaö ekkert ný- mæli aö svo fari fyrir sögum þessa vinsæla höfundar. Þess má geta aö hann hefur áöur skrifaö metsölubækur sem viö Islendingar höfum ekki alveg fariö varhluta af og má þar nefna „Airport” og „Hótel” sem báöar hafa verið þýddar á islensku og raunar sýndar hér i kvikmyndageröum sinum lika. en hún hefur þýtt þennan myndaflokk fyrir Islenska sjón- varpiö, er efnisþráöurinn i grófum dráttum sá að gamall bankastjóri I stórum banka i peningalandinu, er aö dauða kominn og þá hefst strax keppni milli annarra aö komast i brauö þess næstumþvidauða. Þar eru tveir helst taldir koma til greina, Alex Vandervoort — ööru nafni Kirk Douglas, hins vegar Roscoe Heyward en hann Hinn eilffi þrfhyrningur a la Kirk Douglas. A vinstri hönd hefur hann vinstri sinnaöa lögfræöinginn, en á hægri eiginkonuna sem lendir á hæiioghún ieikin af Jean Peters. Þá hefur þessi saga, „The Moneychangers”, einnig veriö þýdd á islensku og gaf Bókafor- lag Odds Björnssonar á Akur- eyri þá bók út fyrir nokkrum ár- um undir heitinu „Banka- hneykslið”. Flókinn efnisþráður Eins og i öörum sögum Hail- eys er efnisþráöur þessarar sögu margslunginn og flókinn. Fléttar hann þar saman lifs- historiur margra manna, sem þó allar koma saman i einum punkti — bankanum sem er vettvangur þessarar sögu. Aö sögn Dóru Hafsteinsdóttur er leikinn af þeim fjölhæfa leik- I ara Christopher Plummer. Inn i þessa glimu þeirra | féiaga blandast svo ástamál ■ Alex, en hann yngir upp i | kvennamálum sinum þegar ■ kerlingin hans er send á geö- I veikrahæli. Sú sem hann tekur ■ saman viö er ungur lögfræöing- 5 ur og vinstri sinni og sú er um ■ leiö aö reyna aö koma ár sinni B vel fyrir borð i bankanum, svo I að þar fáist fjármagn til hjálpar B blökkumönnum. Roscoe refurinn notfærir sér _ hins vegar þetta „ástand” á | keppinaut sinum til aö rægja H hann fyrir bankaráöinu og telur | honum m.a. fram til synda aö ■ viöhaldið sé vinstri sinnað. Anne ^axter ásamt Christopher Plummer horfist hér I augu við eitthvert vandamálið ibyggin á svip. Kirk Douglas lætur hér hnefana tala enda öiiu vanari slikum við- skiptum en peningaskiptum. Inn I þetta blandast svo örlög bankastarfsmanna, t.d. eins gjaldkera sem uppvls veröur aö sjóöþurrö og annaö mætti tina til. Prúðir leikarar í aðal- hlutverkum. I hlutverkum I „Seðlaspil” er heill leikarafans og er þar fyrstan að nefna granitmanninn Kirk Douglas. Hann er þó þekktari fyrir aö leika harð- jaxla eins og þrælinn Spartacus eöa hrossatemjara, en viröu- lega bankastjóra meö grá- spengt hár, en þaö er aldrei aö vita nema aö hann láti hnefana tala ekki siður en peningana. Christopher Plummer er kannski öllu prúöari, en hann er með eindæmum fjölhæfur leik- ari sem sést best á þvi að hann treystir sér jafnt til aö leika i „Sound of Music” sem leikrit- um eftir Shakespeare. Þá er aö nefna Onnu Baxter, gamal- þekkta Hollywoodleikkonu, Lorne Greene Bonanzamann og siöast en ekki sist sjáum viö nú eiginkonu skuggabaldursins Howard Hughes, Jean Peters, i einni af sinum fyrstu kvikmynd- um eftir aö hún kom fram i dagsljósið á ný. —HR Verð ca. kr. 4.900 • 4 hjóla drif • Fjórsfdrif • 4 cyl. 86 ha • Hátt og lágt drif • 16" felgur • Þriggja dyra • Lituð framrúða • Hituð afturrúða • Hliðarlistar • Vindskeið iíigawN Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 — Reykjavík — Simi 38600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.