Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 21
LANDIÐ
SEÐLABANKI Íslands greip inn í
viðskipti á gjaldeyrismarkaði í
gærmorgun og keypti rúman millj-
arð króna fyrir Bandaríkjadali.
Krónan hækkaði mest um 2,7% eft-
ir inngripin en svo dró úr áhrifum
inngripanna og hækkunin frá fyrra
degi var 0,7% klukkan 11 og geng-
isvísitala krónunnar var þá 142,25,
en það telst vera opinbert viðmið-
unargengi dagsins. Í gær var síð-
asti dagur þriðja ársfjórðungs og
verður miðað við þetta gengi í upp-
gjörum fyrirtækja fyrir þann fjórð-
ung. Krónan styrktist aftur þegar
líða tók á daginn og var lokagengið
141,77, sem er 1,2% styrking frá
fyrra degi. Velta dagsins var um 10
milljarðar króna, sem er heldur yf-
ir meðallagi.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, for-
maður bankastjórnar Seðlabank-
ans, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ein af ástæðum
inngripanna hefði verið sú að
vegna veikingar krónunnar, en sú
veiking hefði átt sér stað jafnt og
þétt frá hryðjuverkaárásunum á
Bandaríkin fyrr í mánuðinum,
hefði bankinn verið farinn að hafa
nokkrar áhyggjur af hækkun er-
lendra skulda og stöðugleika fjár-
málakerfisins.
Birgir Ísleifur sagði að megin-
skýring inngripanna hefði þó verið
að veiking krónunnar hefði sett
verðbólgumarkmið bankans í
hættu.
Spurður hvort nýjar tölur um
hagvöxt á fyrri hluta ársins, þar
sem hagvöxtur minnkaði um þrjú
prósentustig milli fjórðunga og
hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs var
endurskoðaður niður á við í 6%,
myndu hugsanlega leiða til lækk-
unar á vöxtum Seðlabankans sagði
Birgir Ísleifur svo ekki vera. Hann
sagði að þessar tölur kollvörpuðu
kenningum sem haldið hefði verið
að bankanum um að samdráttar
væri þegar tekið að gæta í hagkerf-
inu. Enn væri vöxturinn mikill, sér
í lagi í samanburði við nágranna-
lönd okkar.
Krónan hækkar eftir
inngrip Seðlabanka
Síðasti viðskiptadagur þriðja ársfjórðungs í gær
Í ljósi þeirrar spennu sem er á vinnu-
markaði er atvinnuleysi hér á landi
væntanlega undir jafnvægisatvinnu-
leysi. Þetta kom fram í máli Más Guð-
mundssonar, aðalhagsfræðings
Seðlabanka Íslands, á ársfundi
Vinnumálastofnunarinnar í gær.
Hann sagði að ekki væri vitað hvar
þetta jafnvægi væri, en tölfræðirann-
sóknir bentu til að það væri á bilinu
2,5–3,5%. Mikil óvissa væri þó í þeim
mælingum. Ljóst væri þó að jafnvæg-
ispunkturinn væri til og allt benti til
þess að hann væri því miður í ein-
hverju pósitífu atvinnuleysi.
Jafnvægisatvinnuleysi lægra með
hreyfanleika á vinnumarkaði
Fram kom í máli Más að í öðrum
löndum, sérstaklega Bandaríkjunum,
hafa menn verið með kenningar um
það að ef mælt atvinnuleysi fer niður
fyrir ákveðið stig þá hefur það til-
hneigingu til að búa til þrýsting á
verðbólgu uppá við. Ef það fer hins
vegar upp fyrir það stig hefur það til-
hneigingu til að búa til þrýsting á
verðbólgu niðurá við. Þetta stig er
kallað jafnvægisatvinnuleysi.
Hann hélt því fram að með því að
flytja til vinnuafl yrði jafnvægisat-
vinnuleysið lægra en ella. Ekki væri
hægt að breyta þessum punkti með
peningapólitíkinni. Vinnumálastofn-
unin gæti hins vegar reynt að breyta
honum. Því virkari sem vinnumark-
aðurinn væri, því öflugri sem vinnu-
miðlunin væri og því hreyfanlegra
sem vinnuaflið væri á milli svæða og
atvinnugreina, því lægra yrði jafn-
vægisatvinnuleysið. Jafnvægið sé
bara hugsað út frá peningapólitísku
jafnvægi, en það sé ekkert náttúru-
lögmál að atvinnuleysið eigi að vera á
þeim punkti. Það væri Vinnumála-
stofnunarinnar að sjá til þess að þessi
punktur væri eins lágur og mögulegt
er. Með peningapólitíkinni væri ekki
hægt að taka atvinnuleysið niður fyrir
þennan punkt án þess að búa til verð-
bólgu, og það væri margt sem benti til
þess að staðan hér á landi nú væri fyr-
ir neðan þennan punkt.
Nýtt jafnvægi leiðir vonandi
til lægri verðbólgu
Már sagði að það hefði verið mikil
spenna á vinnumarkaðinum. Þessi
spenna ætti þátt í miklum launa-
hækkunum, sem stöfuðu aðallega af
kjarasamningum en að hluta af launa-
skriði. Margt benti til þess að sam-
dráttur væri að aukast tímabundið,
sem myndi auka atvinnuleysið. Hann
sagði það ekki endilega vera slæmt
því að það væri hluti af því að nýtt
jafnvægi væri að komast á, sem von-
andi leiddi til minni verðbólgu.
Erum væntanlega
undir jafnvægis-
atvinnuleysi
Aðalhagfræðingur Seðlabankans Bændur
íhuga kaup á
eignum Goða
BÚNAÐARBANKINN Verðbréf
hefur skrifað undir samning um
kaup á sláturhúsi Goða hf. í Þykkva-
bæ og pakkhúsi félagsins á Hellu,
fyrir hönd 12 bænda á Suðurlandi.
Bændurnir munu taka ákvörðun um
það á fundi næstkomandi miðviku-
dag, hvort þeir kaupa sláturhúsið og
pakkhúsið af Búnaðarbankanum og
þá með hvaða hætti það verður gert.
Torfi Jónsson, sem hefur starfað
hjá sláturhúsinu í Þykkvabæ í um
tvo áratugi, lengst af sem sláturhús-
stjóri, verður hugsanlega með
bændunum 12 í kaupunum, ásamt
Guðmari J. Tómassyni, núverandi
sláturhússtjóra. Torfi segir að það
hafi mikla þýðingu, jafnt fyrir
bændur og almenning á Suðurlandi,
að málefni sláturhússins og pakk-
hússins leysist. Ef af kaupunum
verði sé gert ráð fyrir að vinna hefj-
ist í húsunum um miðjan næsta
mánuð.
Úrvalsvísi-
talan hækkar
ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfa-
þings hækkaði um 1,7% í gær og var
lokagildi hennar 1.047,7 stig, sem er
hæsta gildi frá því mánudaginn 10.
janúar, daginn fyrir hryðjuverka-
árásirnar á Bandaríkin, þegar hún
var 1.053,7 stig.
Vísitalan hækkaði alla daga síð-
ustu viku og alls var hækkunin
5,2%.
ÞAÐ er sannkölluð síldarstemmn-
ing á Djúpavogi þessa dagana.
Fjöldi fólks vinnur á vöktum allan
sólarhringinn og kemur m.a. frá
Grindavík til starfa. Í Búlandstindi
hf. er búið er að landa um 1000
tonnum en stefnt er að því að vinna
um 14.000 – 16.000 tonn af síld í
vetur sem er tvöfalt meira magn en
í fyrra. Síldin er stór og falleg og
gott útlit er með sölu á henni.
Jafnframt landa 9 stórir línubát-
ar frá Grindavík afla sínum á
Djúpavogi sem ýmist er unninn í
Búlandstindi hf., hann keyrður suð-
ur eða seldur á Fiskmarkaði Djúpa-
vogs. Þessi skip eru jafn árviss og
síldarskipin. Smábátar eru einnig
að róa þannig að mikið er um að
vera á „kajanum“ á Djúpavogi.
Óskar Hermannsson síldarséní með sýnishorn af silfri hafsins.
Stemmning í síldinni
Djúpivogur
ÓVÍÐA á landinu er vetrarríki meira
og snjóþyngsli en við norðanvert
Ísafjarðardjúp. Nöfnin Snæfjalla-
strönd, Kaldalón og Skjaldfönn tala
þar sínu máli.
Síðasti vetur var þó með eindæm-
um snjóléttur og veðurvægur sem
best sannaðist á dögunum er fjórar
geldkindur útigengnar komu í fyrri
leitum á dögunum. Þær höfðu þó áð-
ur sést í júnílok í botni Skjaldfann-
ardals norðanverðum upp undir
Drangajökli og villtu þá ekki á sér
heimildir í dragsíðum fannhvítum
reyfum.
Eigandinn, Þórður Halldórsson,
bóndi í Laugarholti, segir að þær
hafi vantað af fjalli í fyrrahaust, þá
veturgamlar og geldar. Þær hafa því
lagt á borð með sér drjúgan fituforða
til að þrauka veturinn af.
Slík sauðkindaafrek eru þó með
miklum ólíkindum á þessum slóðum,
venjulega fennir fé sem finnst ekki
fljótlega eftir veturnætur eða brynj-
ar í bleytuhríðum löngu fyrir jól, það
veldur sér ekki og frýs niður og tófan
sér um sögulokin.
Ljósmynd/Kristbjörg Lóa Árnadóttir
Þórður Halldórsson, bóndi í Laugarholti, neð nýheimtar geldkindur sín-
ar, útigengnar í Skjaldfannardal, en vetrarhörkur eru óvíða meiri en þar.
Útigöngukindur
undir Drangajökli
Skjaldfönn