Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 39 ✝ Sigríður Gunn-laugsdóttir fædd- ist í Ólafsfirði 22. nóvember 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 18. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gunn- laugur Anton Mar- teinsson, f. 5. desem- ber 1879, d. 7. maí 1917, og Þórdís Ingi- mundardóttir, f. 17. september 1886, d. 11. desember 1929. Sigríður missti foreldra sína ung og tóku hjónin Eva Pálsdóttir og Jóhann Kröyer hana í fóstur og mat hún þau mjög mikils. Albræð- ur Sigríðar voru: Magnús, Óli, Trausti og Árni, en hálfsystkini, sammæðra, voru: Magnea Stef- ánsdóttir og Gunnlaug Stefáns- dóttir. Þau eru öll látin nema Gunnlaug. Sigríður giftist 14. apríl 1938 Sigvalda Þorleifssyni, útgerðar- manni í Ólafsfirði, f. 8. janúar 1915, d. 20. mars 1997. Börn þeirra eru: 1) Gunn- ar Þór, fram- kvæmdastjóri, f. 15. október 1938, kvæntur Báru Finns- dóttur, og eru börn þeirra Sigurbjörn Finnur, Sigvaldi Páll og Sigríður; 2) Egill verslunarmaður, f. 14. nóvember 1940, var kvæntur Sig- rúnu Ásgrímsdóttur, sem nú er látin, fóst- urdóttir Egils er Guðbjörg Jóhannes- dóttir; og 3) Þorleif- ur Rúnar framkvæmdastjóri, f. 25. apríl 1954, kvæntur Aðalheiði Jóhannsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Anna, Sigvaldi Páll og Eva Björg. Langömmubörn Sigríðar eru tólf. Sigríður vann nánast alla starfsævi sína heimilisstörf. Hún var mjög félagslynd, m.a. söng hún um árabil í kór Ólafsfjarðar- kirkju. Útför Sigríðar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að skrifa nokkrar línur og kveðja þig elsku amma mín. Það var stundum svo erfitt að heimsækja þig á Hornbrekku. En ég ætla að minnast þín og góðu áranna sem ég fékk að eiga með þér og afa á Horn- brekkuvegi 9. Þaðan á ég margar góðar minning- ar með ykkur. Efst í huga eru þó jól- in, ég á aldrei eftir að gleyma þeim- .Við Sigvaldi vorum alltaf svo óþolinmóð að klára að opna pakkana, við hlökkuðum svo til að komast heim til ömmu og afa. Þar eyddum við því sem eftir var af aðfangadagskvöldi, heima hjá ykkur með allri fjölskyldunni. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til ykkar í heimsókn. Ég borðaði svo oft með þér og afa, þú eldaðir alltaf svo góðan mat. Ég held að kjöt og karrý hafi verið uppáhaldið mitt hjá þér. Svo má nú ekki gleyma hafra- grautnum. Ég man að þú eldaðir hann alltaf handa Sigvalda þegar hann bað þig. Ég hafði líka gaman af því að spila við þig.Við gátum setið í marga klukkutíma í fótboltaspilinu eða bara spilað á spil. Ég man að við spiluðum mikið veiðimann og ólsen- ólsen. Það besta fannst mér að fá að sofa hjá ykkur afa. Þú kenndir mér bænirnar mínar. Alltaf hélst þú í hendina mína á meðan við fórum með bænirnar og þangað til að ég sofnaði. Það vildi ég óska að ég hefði getað haldið í hönd þína þegar þú sofnaðir og beðið bænina sem við fórum alltaf með seinast. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Ég sakna þín mikið elsku amma mín, en það er huggun að vita að núna ertu komin til afa og þér líður vel. Craig, Eydís og Ryan kveðja þig elsku Sigga og langamma. Guð gefi okkur öllum styrk á þess- um erfiða tíma og hjálpi okkur að halda áfram. Ég held að amma mundi vilja að við færum með bænirnar okkar. Þín Sigrún Anna, Kaliforníu. Elsku amma mín og langamma drengjanna minna tveggja. Það er skrítið og erfitt að vera að kveðja þig í síðasta sinn á þennan hátt, en nú ertu farin yfir móðuna miklu og hefur hitt hann afa á ný. Það voru svo margar yndislegar stundir sem við áttum saman og góðu æskuminningarnar mínar mjög svo tengdar því að hafa verið svo heppin að hafa átt þig sem bestu ömmu, sem nokkur gat óskað sér. Ég var skírð í höfuðið á þér á fimmtugsafmælinu hans afa og þú hélst á mér undir skírn á þínu heimili. Þá var ég 3ja mánaða gömul og frá því að ég man eftir mér sem smástelpu kallaðir þú mig alltaf nöfnu þína, enda varð ég líka sú eina. Núna á þessari stundu rifjast svo margar bernskuminningar mínar upp, sem hafa ætíð verið mér svo dýr- mætar, að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt ykkur afa að og að þið tókuð alltaf á móti manni með opnum og hlýjum örmum. Síðan var oft sest niður í borðstofunni og öll mál rædd í rólegheitunum og þá var alltaf nægur tími. Þetta voru gæða- stundir eins og það er kallað í dag, en fyrir ykkur afa var ekkert sjálfsagð- ara og fann maður alltaf áhuga ykkar á málum okkar unga fólksins og þið vilduð fylgjast vel með. Þið afi voruð mínir bestu ævivinir og studduð mig í einu og öllu sem ég tók mér fyrir hendur á lífsleiðinni og var það mér alveg ómetanlegt. Ég minnist líka þess mjög skýrt að sitja með þér amma á rúminu þínu og læra barna- bænirnar mínar og faðirvorið sjálft og varst þú svo þolinmóð að endur- taka allt þangað til að nafna þín kunni þetta rétt, enda var þetta líka þitt hjartansmál. Þetta á ég þér að þakka og geri það sama í dag með drengj- unum mínum. Ég var lengi eina ömmustelpan þín og voru það mikil forréttindi og get ég ekki annað sagt og held að það sé örugglega enginn ósammála því að þú gerðir allt fyrir hana litlu nöfnu þína. Þú kenndir mér svo margt og man ég að við saum- uðum og föndruðum oft saman. Þú varst líka svo góðhjörtuð kona, sem engum vildir nokkuð illt og talaðir alltaf vel um allt og alla. Það var góð fyrirmynd og veganesti fyrir litla stelpu á uppvaxtarárunum sínum. Síðan eftir stúdentspróf fór ég ein míns liðs út í heim að læra og alltaf stóðuð þið afi á bak við mig eins og klettar. Þið voruð bæði svo opin og jákvæð fyrir framvindu lífs okkar barnabarnanna og vissuð svo vel að þetta var framtíðin og gangur lífsins. Ég bý líka enn í dag að þessum stuðningi ykkar afa í þá daga, enda var hann aldeilis ekki sjálfsagður né er í dag. Þið hjálpuðuð mér mjög svo að verða snemma á lífsleiðinni sjálf- stæður einstaklingur sem fékk að fara sínar eigin leiðir, án hafta né for- dóma um eitt né neitt. Það sýndi sig líka allra best síðar þegar ég giftist erlendum manni og flutti til útlanda og stofnaði mína eig- in fjölskyldu og bjó þar í 8 ár. Þá var mjög erfitt að vera svona langt frá ykkur og geta ekki hlaupið í heim- sókn, en þið voruð dugleg að hringja og það var yndislegt að finna að það var ykkur fyrir mestu að allir væru heilbrigðir og hamingjusamir í sínum högum. Mér var það alltaf þungbær- ast af öllu að kveðja ykkur afa eftir sumardvöl hérna heima á hverju ári og afi sagði stundum við mig „Sigga mín, það er ekki víst að við amma þín verðum á lífi þegar þú kemur næst“. – Þetta braut alveg hjartað í nöfnu þinni, sem ætlaði kannski aldrei að vera svona langt í burtu frá ykkur afa. Ég flutti svo aftur heim og þá rétt áður lá afi á dánarbeði sínum og ég rétt komst til landsins til að kveðja hann og ég mun aldrei gleyma síð- ustu orðum hans til mín, sem urðu líka hans hinstu orð „Það er gott að þú ert komin alla leið heim“. Nú eruð þið bæði farin mér frá og ég sit hérna heima og sakna ykkar sárt, en minn- ingin um yndislega ömmu og afa mun alltaf lifa í mínu hjarta. Ég var svo heppin að hafa átt ykk- ur að svona lengi og þakka guði fyrir það og ykkur fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þið gáfuð mér frá því að ég fæddist. Megi góði guð geyma ykkur vel og ég veit að þið munið vaka yfir okkur og vernda. Ó, Jesús bróðir besti, og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín nafna og synir. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigga eins og við kölluðum hana, okkar kæra vinkona og eiginkona móður- bróður okkar, Sigvalda Þorleifsson- ar, er látin eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu í hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði þar sem hún hlaut sérstaklega góða umönnun. Heimili þeirra Sigvalda var okkur systkinum nánast annað heimili við hlið foreldrahúsa og þar dvöldum við um lengri eða skemmri tíma þegar foreldrar okkar voru fjarverandi. Hún var okkur um áratugaskeið ein- staklega hlý og hjartkær vinkona sem við viljum minnast að leiðarlok- um með örfáum þakklætisorðum. Fyrstu árin bjuggu Sigga og Sigvaldi í húsi afa okkar og ömmu, Þorleifs Rögnvaldssonar og Guðrúnar Sig- urðardóttur á Brekkugötu 1 í Ólafs- firði. Þau fluttust síðan í hús sem þau byggðu á Hornbrekkuvegi 9 árið 1950, en síðustu árin, þegar heilsan bilaði, naut Sigga umönnunar á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku. Um hin nánu tengsl heimila okkar fyrr á tíð má meðal annars nefna að okkur þótti það tilheyra jólagleðinni í áratugi að koma í heimsókn og fá súkkulaði og ótrúlega góðar heima- bakaðar kökur hjá Siggu síðla á hverju aðfangadagskvöldi eftir að við höfðum borðað jólamatinn og opnað pakkana heima hjá okkur. Þegar við höfðum eignast börn var sjálfsagt að þau kæmu með og að heimili Siggu og Sigvalda væri börnunum okkar ávallt opið. Svo hittust fjölskyldurnar einnig á gamlárskvöld heima á Horn- brekkuvegi 1 og nutu þess að sjá pabba skjóta flugeldum af birgðum báta sem þeir Sigvaldi áttu saman til þess að kveðja gamalt ár og heilsa nýju. Á gamlárskvöld var líka tekið í spil fram eftir nóttu og þá ljómaði Sigga, einkum þegar hún hafði marga „málaða menn á hendi“, eins og tekið var til orða í fjölskyldunni, þegar menn höfðu góð mannspil. Það efldi einnig samheldni fjölskyldna okkar að móðursystir okkar, Sigrún Þorleifsdóttir, sem við kölluðum Rúnu, bjó hjá þeim Siggu og Sigvalda alla tíð eftir að við komumst til vits og ára. Hún hafði fengið lömunarveiki ung og gekk ekki heil til skógar en var afar ljúf manneskja og barngóð, eins og Sigga. Þær voru einstaklega samhentar og umhyggjusamar við hvor aðra. Við minnumst margra annarra heimsókna á notalegt heimili Siggu, Sigvalda og Rúnu. Í minning- unni eru þetta allt eins og hátíðar- stundir nú þegar þau hafa horfið okk- ur öll yfir móðuna miklu. Um langt skeið var það mikill viðburður á hverju sumri þegar við þrjú ásamt mökum og börnum fórum með Siggu, Sigvalda og Þórólfi frænda til þess að renna fyrir lax í Svartá. Sigga naut þessara samverustunda fram í fing- urgóma. Hún hlakkaði til samver- unnar og léttrar stemmningar í veiði- húsinu. Þá var oft tekið lagið og jafnvel dansað við harmonikuspil Valdimars, manns Guðrúnar. Þar var Sigga hrókur alls fagnaðar því óhætt er að segja að hún hafði mikið yndi af söng og dansi. Þessar veiðiferðir urðu okkur öllum tilefni til upprifj- unar og gamansagna allt árið. Við urðum þess aðnjótandi hjónin, Rúna og Lárus, að fara með Siggu og Sig- valda til Frakklands og Jerseyjar um það leyti sem hún var sextug, en þá var verið að smíða fyrsta togara Sæ- bergs hf. í Ólafsfirði á Bretagne skaga í Frakklandi. Óhætt er að segja að það hafi verið mikil upplifun og oft var búið að segja frá þeim ferðalögum í okkar hópi. Sigríður Gunnlaugsdóttir var fal- leg kona, ákaflega glaðvær og trygg- lynd. Hún var myndvirk sem glöggt kom fram í fallegu heimili þeirra Sig- valda, en hún var fyrst og fremst hlý og elskuleg manneskja. Börnum okk- ar fannst svo til hennar koma að þau nefndu hana gjarnan „ömmu Siggu“. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum Siggu með söknuði og djúpu þakklæti. Við vottum bræðrunum, Gunnari, Agli og Rúnari, og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Guð blessi okkur öllum minningu Sigríðar Gunnlaugsdóttur. Lárus, Guðrún og Þórleifur. Sigríður Gunnlaugsdóttir sem andaðist 18. þessa mánaðar á Horn- brekku í Ólafsfirði verður í dag lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Sigvalda Þorleifssonar, frænda míns í Ólafsfirði. Hún var Ólafsfirð- ingur að ætt, fædd 22. nóvember 1916, dóttir Gunnlaugs Marteinsson- ar og Þórdísar Ingimundardóttur og bjó og starfaði í Ólafsfirði öll sín ævi- ár. Staðurinn var henni kær. Hvergi var betra að vera en í Ólafsfirði að hennar áliti. Hún kærði sig lítið um að dvelja annars staðar þótt ekki væri nema um stutta dvöl að ræða. Heima var best enda var heimilið að- alstarfsvettvangur hennar mestan hluta ævinnar. Hún var gestrisin og naut þess að sinna gestum og láta þeim líða vel. Ég var einn úr hópi þeirra sem hún veitti góðan beina alltaf þegar ég átti leið í Ólafsfjörð. Gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna og viðtökur þar ætíð hinar alúðlegustu. Sigríður var félagslynd og glaðvær að eðlisfari og hafði fastmótaðar skoðanir á mönn- um og málefnum en hún var ekki að trana sér fram með þær þótt hún léti þær stundum í ljósi við vini sína og kunningja. Hún var mjög andvíg allri lausung og drykkjuskap og taldi slíkt háttarlag lítt mannsæmandi. Hún var ættrækin og fylgdist vel með uppvexti og velferð barnanna í fjöl- skyldum fólksins sem stóð henni næst. Hún gladdist mjög yfir vel- gengni og var að sama skapi áhyggjufull þegar á móti blés hjá öðr- um. Hún var vinaföst og vinavönd, hlédræg og hlý. Síðustu æviárin voru henni á margan hátt erfið en hún virtist hafa einhvern undraverðan lífsþrótt sem hélt henni uppi um alllangt skeið þótt allt annað virtist þrotið. Ég kveð þessa sómakonu með söknuði. Ég og mínir munum ætíð minnast þeirra mörgu ánægjustunda sem við höfum átt í gegnum árin á heimili hennar. Við Aðalbjörg vottum afkomendum hennar og öllu venslafólki okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Rögnvaldur J. Sæmundsson. SIGRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.