Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 53 SAGAN No One Thinks of Green- land gerist í hersjúkrahúsi í herstöð- inni Qangattarsa á Grænlandi 1959, en þangað voru fluttir þeir banda- rísku hermenn sem slösuðust of mik- ið í Kóreustríðinu til þess að hægt væri að leyfa ættingjum þeirra að sjá þá. Í þess stað var ættingjum og ást- vinum sagt að þeir hefðu týnst í stríðinu, hermennirnir síðan geymd- ir á Grænlandi þar til þeir létust og þá fengu ástvinir að vita að líkams- leifar þeirra hefðu „fundist“ í Kóreu. Fyrir þessu er einhver fótur, Banda- ríkjamenn ráku víst slíkt hersjúkra- hús í Narsarsuaq á Grænlandi, en sagan er fráleitt sannsöguleg. Til herstöðvarinnar, þar sem sjúkrahúsið er, kemur vandræða- dáti, Rudy Spruance, sem rekst illa í hernum, sérfræðingur á upplýsinga- sviði, og byrjar komu sína á að lenda í mögnuðum mývargi sem dregur hann nær til dauða. Hann er síðan settur yfir fréttablað stöðvarinnar og kemst þá á snoðir um ýmislegt sem kyrrt átti að liggja. Atburða- rásin sem fer af stað er æsileg í meira lagi þar sem við sögu koma hestar, útlimalausir hermenn, dular- fullur herforingi, geðbilaður birgða- stjóri og prestur sem er laumu kaþ- ólikki. No One Thinks of Greenland er fyrsta skáldsaga Johns Griesemers, en hann hefur áður skrifað nokkuð af smásögum, aukinheldur sem hann hefur leikið í kvikmyndum. Nokkur byrjendabragur er á verkinu en þrátt fyrir það er No One Thinks of Greenland prýðileg skemmtun og sumir þættir hennar eftirminnilegir. Forvitnilegar bækur Algjört myrkur No One Thinks of Greenland eftir John Griesemer. Picador gefur út 2001. 310 síður innbundin. Kostar 3.250 í Máli og menningu. Árni Matthíasson KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN og grínistinn Woody Allen spáir því að Hollywood muni forðast ofbeldisfull- ar bíómyndir á komandi misserum. Ekki af tillitssemi við fórnarlömb árásarinnar á heimaborg hans New York heldur einfaldlega vegna þess að slíkar myndir eigi eftir að fara mjög illa í áhorfendur og fæla þá frá því að fara í bíó. Allen hefur dregið upp ófáar róm- antískar myndir af borginni sinni ást- kæru, sérstaklega Manhattan, en ein besta mynd hans heitir í höfuðið á hinum særða borgar- hluta, þar sem árásirnar áttu sér stað. Hann segist hafa dáðst að framgöngu samborgara sinna á þessari raunastundu og segir þá bera sig hetjulega. „Tíminn líður og upp- byggingarstarfið er hafið,“ sagði hann alvarlegur í bragði. Hann er um þessar mundir stadd- ur í Lundúnum til þess að kynna nýj- ustu mynd sína Curse of the Jade Scorpion og eru enskir blaðamenn mjög svo forvitnir að fá viðbrögð þessa þekkta New York-búa við hörmungunum. Hann segist í viðtali við The Guardian fullviss um að þær eigi eftir að hafa varanleg áhrif á það hvernig Hollywood kýs að skemmta áhorfendum. „Í Hollywood hugsa menn um það eitt að græða peninga. Þegar ljóst þykir að ofbeldi og annað sem á einhvern hátt minnir á árás- irnar fælir áhorfendur frá munu pen- ingamennirnir hugsa sig tvisvar um áður en þeir setja fjármuni í slíkar myndir. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig þar í borg.“ Aðspurður hvort hann muni ein- hvern tímann eiga eftir að taka á þessum hörmulega atburði segist Allen ekki hafa mikla trú á því. Hann segist og ekki vera viss um að árás- irnar hafi breytt New York-borg var- anlega. „Öll lönd og allar borgir verða fyrir hræðilegum áföllum einhvern tímann. Vitanlega veldur það sorg og trega en tíminn græðir öll sár og þeir New York-búar sem komust lífs af munu halda áfram að lifa sínu lífi.“ Allen segist hafa trú á því að turn- arnir tveir verði endurreistir í ein- hverri mynd, til minningar um þá gömlu og fólkið sem féll í valinn. Karlinn kaldhæðni er samur við sig og hefur aldrei átt auðvelt með að líta lífið björtum augum þrátt fyrir að vera húmorinn í blóð borinn: „Það er vonlaust að vera hamingjusamur. Því verður maður bara að reyna áfram að vera annars hugar.“ The Curse of The Jade Scorpion: Það hefur ætíð blundað nettur Bogart í New York-búanum svartsýna. New York-búinn Woody Allen Spáir minna bíóofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.