Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 29 EITT brýnasta verk- efni stjórnmálanna er að gera landið allt að einu kjördæmi og jafna atkvæðaréttinn til fulls. Frumvarp um það verð- ur eitt af forgangsmál- um Samfylkingarinnar á komandi þingi. Sú stefna verður líka á odd- inum þegar við tökum þátt í að mynda ríkis- stjórn. Við teljum að með þeirri stefnu sé ráðist gegn kjördæma- poti og sóun almanna- fjár sem því fylgir. Mis- jafn atkvæðisréttur felur líka í sér brot á mannréttindum sumra, og með því að gera Ísland allt að einu kjördæmi eru mannréttindi landsmanna jöfnuð að þessu leyti. Kveðjum kjördæmapotið Núverandi kjördæmaskipting og atkvæðamisvægi hefur ekki stuðlað að jafnvægi í byggð landsins. Það hef- ur þvert á móti alið á tortryggni milli landsbyggðar og höfuðborgar og skipt kjörnum fulltrúum landsins í tvo hópa, svokallaða landsbyggðarþing- menn og höfuðborgarþingmenn. Kjördæmin bítast gegnum fulltrúa sína, og alltof oft skortir því heildar- sýn þegar fjármunum ríkisins er deilt til verkefna, eða stefna stjórnvalda er mótuð um þróun atvinnugreina. Sterkir ráðherrar og valdamenn í fjárlaganefnd þröngva fram umdeild- um ákvörðunum sem henta þröngum hagsmunum kjördæma þeirra fremur en heildarhagsmunum þjóðarinnar. Þannig veldur kjördæmapot, sem byggist á núverandi kjördæmaskipt- ingu, sóun almannafjármuna. Gallar núverandi kjördæmaskipunar eiga raunar stærri hlut í þrengingum landsbyggðarinnar en flestir ætla. Því er stundum haldið fram að hag- ur strjálbýlisins vænkist í réttu hlut- falli við fjölda þingmanna, sem þaðan koma. Reynslan sannar að það er rangt. Potið, sem byggist á vitlausri kjördæmaskipan, hefur í sumum til- vikum dregið úr sjálfsbjargarviðleitni landsbyggðarinnar. Væri landið eitt kjördæmi hefðu allir þingmenn ríkar skyldur við landsbyggðina alla, en ekki bara sitt afmark- aða kjördæmi. Líkur á skynsamlegum ákvörð- unum fyrir hennar hönd yrðu að sama skapi meiri. Samrýmist það skiln- ingi okkar á nútíma mannréttindum að at- kvæði sumra Íslendinga vegi þyngra en ann- arra? Nei, segjum við jafnaðarmenn. Það fel- ur í sér brot á mannrétt- indum. Er hægt að verja, að búseta manna valdi því að atkvæði sumra Íslendinga vega tvöfalt þyngra en ann- arra? Nei, segjum við jafnaðarmenn. Við erum þeirrar skoðunar að vægi atkvæða eigi að vera jafnt án tillits til búsetu. Besta leiðin til að ná því marki er að gera Ísland að einu kjördæmi. Þá verður atkvæði allra jafngilt, og búferlabreytingar framtíðarinnar munu engu breyta þar um. Atkvæðisrétturinn telst til grund- vallarmannréttinda. Ef atkvæði eins Íslendings vegur minna en annars, þá eru mannréttindi þeirra ekki jöfn. Það er andstætt þeim viðhorfum sem hér á landi hafa þróast varðandi mannréttindi. Jafnan atkvæðisrétt og þar með jöfn mannréttindi allra Ís- lendinga verður að tryggja. Stefna Samfylkingarinnar er þessvegna að Ísland allt sé eitt og sama kjördæmið. Þess vegna mun ég og félagar mínir leggja fram tillögu um það strax á komandi þingi. Það verður sömuleiðis forgangsverk þegar við tökum næst þátt í að mynda ríkisstjórn. Ísland allt verði eitt kjördæmi Össur Skarphéðinsson Kjördæmamál Stefna Samfylking- arinnar er, segir Össur Skarphéðinsson, að Ísland allt sé eitt og sama kjördæmið. Höfndur er formaður Samfylkingarinnar. Alþjóðahjartasam- tökin halda upp á 30. september næstkom- andi sem alþjóðlegan hjartadag til að hvetja fólk til heilbrigðra lífs- hátta, aukinnar líkams- hreyfingar, reykleysis, heilsusamlegs mat- aræðis og til að huga að líkamsþyngd sinni. Í sambandi við alþjóða- hjartadaginn í ár vilja samtökin vekja sér- staklega athygli á offitu sem vaxandi heilbrigð- isvandamáli um allan hinn vestræna heim. Þessi þróun hefur einn- ig orðið hér á Íslandi, sérstaklega síð- asta áratuginn. Þannig hafa hóprann- sóknir Hjartaverndar sýnt að meðallíkamsþyngd miðaldra Íslend- inga hefur aukist um nær 5 kg. Helm- ingi fleiri Íslendingar töldust of feitir 1998 en 1968. Offita meðal barna og unglinga er orðin áberandi. Á sama tímabili hefur heildarorku- neysla einstaklinganna haldist nær óbreytt á Íslandi og verulega fleiri stunda nú líkamshreyfingu í frístund- um en áður. Því verður að telja að nærtækasta skýringin á aukinni of- fitu hér á landi sé minni hreyfing fólks við daglegar athafnir og störf. Með breyttum atvinnuháttum þjóð- arinnar hefur verulega dregið úr vinnutengdri hreyfingu og daglegri áreynslu. Sú heildarorka sem flestir fá í fæðu sinni í dag er því of mikil miðað við þarfir líkamans og afleið- ingin er sú að fólk fitnar. Þessu er unnt að mæta, annars vegar með aukinni hreyfingu við dagleg störf, til dæmis fjórfaldast orkuþörfin við að ganga á meðalhraða í stað þess að sitja í bíl og áttfaldast við að ganga upp stiga. Hin leiðin er að líta í eigin barm með tilliti til daglegs mataræð- is, velja sér rétta máltíðamunstrið, rétta magnið og rétta matinn eins og dr. Laufey Steingrímsdóttir lýsir skemmtilega í nýlegum fræðslubækl- ingi Hjartaverndar, „Offita – taktu hana alvarlega“. (www.hjarta.is). Hjartavernd vill í þessu sambandi vekja athygli á að offita er ekki að- eins spurning um útlit heldur fylgir henni veruleg heilsufarsleg áhætta. Fyrir hver auka 10 kg í líkams- þyngd eykst hættan á kransæðasjúkdómum um 20–30%. Offita stuðlar að hærri blóð- þrýstingi, hærri blóð- fitu og fullorðinssykur- sýki. Oftast er aðeins einn þessara þátta hækkaður í sama ein- staklingi en hjá sumum hækka allir þessir þættir samfara offitunni, háþrýsting- ur, blóðfitubrenglun og fullorðins- sykursýki. Þessi „illvígi kvartett“ margfaldar hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er einungis unnt að staðfesta með því að mæla alla þessa líkamlegu þætti. Því ættu þeir sem eiga við offitu að stríða (og reyndar allir fertugir og eldri) að láta fylgjast með sinni blóðfitu, blóðþrýst- ingi og blóðsykri og bregðast við. Kransæðasjúkdómar hafa verið á verulegu undanhaldi á Íslandi síð- ustu tvo áratugina en hætta er á að á næstu árum geti sú þróun snúist við ef Íslendingar halda áfram að fitna. Offita er því vandamál sem einstak- lingar og þjóðfélagið ættu að taka al- varlega. Gunnar Sigurðsson Hjartadagur Kransæðasjúkdómar hafa verið á verulegu undanhaldi á Íslandi síð- ustu tvo áratugina, segir Gunnar Sigurðsson, en hætta er á að á næstu árum geti sú þróun snú- ist við ef Íslendingar halda áfram að fitna. Höfundur er prófessor og formaður stjórnar Hjartaverndar. Aukakílóin – taktu þau alvarlega Í DAG er víða um heim haldinn hátíðlegur dagur RP-sjúklinga. RP er einn alvarlegasti blinduvaldandi sjúk- dómur mannkyns. Hann leiðir í mörgum tilfellum til blindu og tekur mikinn toll í blinduárum talið, með því að leggjast á ungt fólk. Um 100 manns eru með RP hér á landi. Hollenski augnlæknir- inn Donder lýsti fyrstur manna sjúkdómnum ár- ið 1855. Á þeim tíma ór- aði menn ekki fyrir hvað ylli sjúkdómnum, héldu einna helst að um bólgu væri að ræða, enda sjást dökkleitar skellur í augnbotninum, sem menn kenndu sjúkdóminn við og kölluðu Retinitis Pigmentosa eða sjónufreknusjúk- dóm. RP er skammstöfun á þessu gamla heiti og almennt notuð í dag. Sjúkdómurinn stafar þó ekki af bólgu heldur arfbundinni hægfara hrörnun í ljósnemum, sem leiðir með tímanum til rýrnunar á sjóntaugum og þreng- ingar á æðum. Sjónan inniheldur urmul ljósnema, sem breyta orku ljóssins í rafboð, sem berast um sjóntaugar til heilans. Í sjónunni eru tvær ólíkar gerðir ljós- nema. Annars vegar mjög ljósnæmir stafir, sem dreifðir eru um augnbotn- inn allan og nýtast vel í rökkri, auk þess að skynja hreyf- ingar. Starfsemi þeirra kallast á mæltu máli ratsjón. Hins vegar eru keilur, sem greina liti og form en þurfa mikið ljós til að starfa eðlilega og nýtast því aðeins í björtu. Keilurnar eru aðallega staðsettar á litlu svæði í augnbotnin- um miðjum, svokölluð- um lespunkti. Þótt illt sé að missa lestrarsjón er jafnvel enn verra að missa ratsjón. Algeng- asti sjúkdómur sem röskun veldur á ratsjón er RP. Samkvæmt skrám Sjónstöðvar Íslands eru 1.248 manns blindir eða verulega sjónskert- ir hér á landi og af þeim 70 vegna RP. Er RP nú næstalgengasta blinduor- sök á eftir aldursbundinni hrörnun í augnbotni og á undan gláku. Til eru tvö aðalform af RP, sem lýsa sér á mjög ólíkan hátt. Annars vegar, og sem algengara er, byrjar sjúkdómurinn í stöfum og leiðir yf- irleitt til blindu upp úr miðjum aldri, þótt einhver skörp sjón geti haldist lengi. Á hinn bóginn er líka til í dæm- inu að keilurnar bili fyrst og tapa menn þá skarpri sjón en hliðarsjón helst lengi, svokallaður Stargardt’s- sjúkdómur. Hjá þeim verða vandamál tengd sjón oft ekki veruleg fyrr en eftir miðjan aldur. Til að meta horfur hjá RP-sjúklingum er nauðsynlegt að greina milli þessara ólíku forma og koma þar að bestum notum raflífeðl- isfræðileg próf eins og ERG (Electro- RetinoGrafía). Breytingar á ERG sjást oft löngu áður en nokkur önnur einkenni eru komin í ljós. Byrjunar- einkenni dæmigerðs RP-sjúkdóms er vaxandi náttblinda frá barnsaldri. Sérstaklega er til þess tekið hve erfitt er að fara á sólbjörtum degi inn í t.d. rökkvað kvikmyndahús. Næstu ár og áratugi þrengist sjónsvið jafnt og þétt og menn taka að reka sig á með til- heyrandi marblettum. RP-sjúklingar eru því oft álitnir klaufskir að ófyr- irsynju. Í sumum tilvikum fylgir heyrnardeyfa og kallast þá Usher’s- heilkenni. Eins og kunnugt er ákvarðast öll bygging og starfsemi líkamans af erfðavísum eða genum sem við tökum í arf frá foreldrum. Í hverri frumu eru allt að 140.000 gen. Með kynæxlun endurraðast erfðaefnið að hluta og er það grundvöllur þróunar en orsakar líka stundum galla, svo kölluð mein- gen. Sjúkdómur eins og RP er dæmi þess. RP er ekki einn sjúkdómur held- ur samnefni margra augnsjúkdóma, sem finnast meðal beggja kynja og allra kynþátta. Talið er að um 1% manna beri í sér meingen fyrir RP. Sjúkdómurinn kemur þó mun sjaldnar fram, enda þurfa oftast báðir foreldrar að hafa í sér gallann svo að sjúkdóm- urinn komi fram. Tíðni RP er um 1/ 4.000, sem svarar til að um eitt barn fæðist hér á landi á ári hverju með RP. Undanfarin ár hefur mönnum tek- ist að rekja erfðaefnið og í framhaldi af því getað skýrt orsakir margra sjúkdóma. Í dag eru til dæmis þekkt rúmlega 20 gen sem valdið geta RP. Nýhafin er rannsókn á íslenskum RP- sjúklingum í því augnamiði að finna hvar í genasafni okkar orsakanna sé að leita. Er rannsóknin samstarfs- verkefni augndeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, Sjónstöðvar Ís- lands og Íslenskrar erfðagreiningar. Væntum við okkur mikils af henni. Líklegt er að aukinn skilningur á or- sökum sjúkdómsins getur leitt til markvissrar meðferðar er fram líða stundir, að minnsta kosti hjá þeim sem eru með sjúkdóminn á byrjunar- stigum. Eins og sakir standa er ekki tiltæk nein virkilega gagnlega meðferð við RP. Tilraun sem gerð var á 600 RP- sjúklingum árið 1993 sýndi að A-vít- amín í stórum skömmtum í langan tíma hægir aðeins óverulega á sjúk- dómnum. Í sömu tilraun kom einnig í ljós að E-vítamín gagnast ekki. Verið er nú að gera tilraunir með ýmis önn- ur efni eins og fitusýrur og vaxtar- þætti. Nýlega hafa líka verið gerðar tilraunir með genalækningar á hund- um, með RP-líka sjúkdóma, sem lofa góðu. Erfitt er að segja til um horfur RP-sjúklinga enda eru þær jafnmis- jafnar og sjúklingarnir eru margir. Vandleg greining augnlæknis gefur þó mikilvægar vísbendingar. Ástæðu- laust er að vera allt of svartsýnn, því ekki verða allir RP-sjúklingar blindir. Það skiptir verulegu máli fá snemma ráðgjöf og hjálpartæki eins og til dæmis ljóssíunargleraugu og tölvu- hjálpartæki, ásamt þjálfun í athöfn- um hins daglega lífs og umferli. Slík aðstoð er veitt á Sjónstöð Íslands, sem er ríkisrekin alhliða þjónustu- og endurhæfingarstöð fyrir blinda og sjónskerta. Þótt maður eigi að sjálf- sögðu að halda í vonina skiptir ekki síður máli að búa sig sem best undir þann vanda sem í vændum er. Mik- ilvægt er því að fá tækifæri til að ræða við fólk sem gengið hefur gegnum svipaða reynslu og náð að spila vel úr sínum spilum. Koma þar trúnaðar- menn Blindrafélagsins að góðu gagni og hafa í raun oft lyft grettistaki. RP- sjúklingar hafa stofnað með sér öfl- uga nefnd innan Blindrafélagsins, þar sem þeir berjast fyrir ýmsum hags- munamálum sínum, miðla fræðslu og styðja hver við annan. Við sendum þeim baráttukveðjur okkar og óskum þeim til hamingju með daginn. Dagur RP-sjúklinga Guðmundur Viggósson Augnsjúkdómar Talið er að um 1% manna beri í sér mein- gen fyrir RP-sjúkdóm- inn, segir Guðmundur Viggósson, en RP er talinn alvarlegasti blinduvaldandi sjúk- dómur mannkyns. Höfundur er augnlæknir og yfirlæknir Sjónstöðvar Íslands. D O M U S M E D I C A 30-50% afsláttur Opið í dag frá kl. 10.00 - 16.00 Rýmingarsalan heldur áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.