Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 23 20% AFGREIÐSLUTÍMI: Mán-föstud.10-18. - Laugardag. 29.sept.11-18 - Sunnudag 30.sept. 13-18. Dux verslunin á Íslandi var opnuð 1981 fyrir 20 árum síðan og Dux verksmiðjurnar í Svíþjóð eiga 75 ára afmæli á þessu ári. Af þessu tilefni býður DUXIANA á Íslandi 20% afslátt af DUX-dýnum,yfirdýnum og margskonar fylgihlutum. Notaðu þetta einstaka tækifæri og pantaðu þér draumarúmið frá Dux. Á r m ú l a 1 0 1 0 8 R e y k j a v í k S í m i 5 6 8 9 9 5 0 H Á Þ R Ó A Ð U R S V E F N B Ú N A Ð U R NUNNA horfir út um gluggann og Jóhannes Páll II. páfi, til vinstri, býr sig undir að ganga frá borði eftir að flugvél hans var lent á Ciampino-flugvelli við Róm á fimmtudagskvöldið. Þá kom páfi heim úr fjögurra daga för um Kas- akstan og Armeníu. Á síðasta degi heimsóknarinnar hvatti páfi kaþ- ólska íbúa Armeníu, sem eru um fimm af hundraði þeirra 3,6 millj- óna sem búa í landinu, til að leggja sitt af mörkum við að byggja upp efnahagskerfi landsins. Reuters Páfi kominn heim HERT var á öryggisráðstöfunum við þinghús og aðrar opinberar bygging- ar í Sviss í gær, í kjölfar harmleiks- ins í kantónuþinginu í Zug í fyrra- dag, þar sem óður maður myrti 14 þingmenn og skaut síðan sjálfan sig. Frá og með næsta mánudegi munu t.d. allir gestir í húsi þjóðþingsins í Bern þurfa að ganga í gegn um málmleitartæki. Mörgum stjórnmálamönnum mis- líkar þó slíkar ráðstafanir, þar sem þeir óttast að þær geti ógnað hinum rótgrónu hefðum opinnar stjórn- sýslu sem Svisslendingar eru al- mennt stoltir af. Ódæðismaðurinn, hinn 57 ára gamli Friedrich Leibacher, var ein- fari sem komst á sakaskrá fyrir of- beldisglæp fyrir aldarfjórðungi, en komst ekki í kast við lögin alla tíð síðan þar til hann gekk berserks- gang í þinghúsinu í Zug með áður- greindum afleiðingum. Upptökin að hatri Leibachers á ráðamönnum í Zug eru rakin til þess er strætis- vagnabílstjóri í Zug sakaði hann um að hafa verið drukkinn undir stýri. Upp úr því hófust málaferli sem end- uðu í síðustu viku með því að málinu var endanlega vísað frá dómi. Ná- grönnum hans í Alpabænum Seelis- berg virtist hann dagfarsprúður, greindur maður sem þeir hefðu aldr- ei trúað að væri fær um að fremja annan eins verknað. Hert á öryggis- gæslu í Sviss Zug, Seelisberg. AP, AFP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta því að lyfta rússneska kafbátnum Kúrsk af hafsbotni til þriðjudags eða mið- vikudags vegna storms í Barentshafi. Fyrirtækið sem annast björgun kafbátsins sagði í gær að ef veður leyfði yrði byrjað á mánudag að festa stálstrengi sem nota á til að lyfta kaf- bátnum upp. Upphaflega var ráðgert að kafbátnum yrði lyft upp 15. sept- ember en því hefur tvívegis verið frestað vegna veðurs. Kúrsk lyft upp í næstu viku Múrmansk. AFP. ULSTER Defense Association (UDA), ólögleg samtök róttækra sambandssinna á Norður-Írlandi, hafa heitið því að hætta árásum á kaþólska borgara og lögregluna og virða á ný áður yfirlýst vopnahlé. John Reid, ráðherra Norður-Ír- landsmála í brezku ríkisstjórninni, sagðist hafa verið að því kominn að lýsa því yfir að vopnahlé UDA frá 1994 væri fallið úr gildi, en slíkur úr- skurður af hálfu ráðherrans hefði sjálfkrafa þýtt að þekktir meðlimir samtakanna væru fangelsaðir á ný. Þess í stað féllzt ráðherrann á að taka mark á loforðum sem talsmenn öfgahópsins gáfu frá sér á síðustu stundu í því skyni að stöðva þá hrinu óeirða og átaka sem dunið hefur yfir Norður-Írland á undanförnum vik- um. Lögreglan hefur haldið því fram að meðlimir UDA eigi mikinn þátt í að espa til óeirða í norðurhluta Bel- fast undanfarið, þar sem herskáir mótmælendur hafa efnt til mótmæla fyrir utan kaþólskan stúlknaskóla á hverjum degi síðustu vikur. Í götuátökum síðustu nætur urðu tugir lögreglumanna fyrir misalvar- legum meiðslum. Norður-Írland UDA lofar bót og betrun Hillsborough. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.