Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 23

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 23 20% AFGREIÐSLUTÍMI: Mán-föstud.10-18. - Laugardag. 29.sept.11-18 - Sunnudag 30.sept. 13-18. Dux verslunin á Íslandi var opnuð 1981 fyrir 20 árum síðan og Dux verksmiðjurnar í Svíþjóð eiga 75 ára afmæli á þessu ári. Af þessu tilefni býður DUXIANA á Íslandi 20% afslátt af DUX-dýnum,yfirdýnum og margskonar fylgihlutum. Notaðu þetta einstaka tækifæri og pantaðu þér draumarúmið frá Dux. Á r m ú l a 1 0 1 0 8 R e y k j a v í k S í m i 5 6 8 9 9 5 0 H Á Þ R Ó A Ð U R S V E F N B Ú N A Ð U R NUNNA horfir út um gluggann og Jóhannes Páll II. páfi, til vinstri, býr sig undir að ganga frá borði eftir að flugvél hans var lent á Ciampino-flugvelli við Róm á fimmtudagskvöldið. Þá kom páfi heim úr fjögurra daga för um Kas- akstan og Armeníu. Á síðasta degi heimsóknarinnar hvatti páfi kaþ- ólska íbúa Armeníu, sem eru um fimm af hundraði þeirra 3,6 millj- óna sem búa í landinu, til að leggja sitt af mörkum við að byggja upp efnahagskerfi landsins. Reuters Páfi kominn heim HERT var á öryggisráðstöfunum við þinghús og aðrar opinberar bygging- ar í Sviss í gær, í kjölfar harmleiks- ins í kantónuþinginu í Zug í fyrra- dag, þar sem óður maður myrti 14 þingmenn og skaut síðan sjálfan sig. Frá og með næsta mánudegi munu t.d. allir gestir í húsi þjóðþingsins í Bern þurfa að ganga í gegn um málmleitartæki. Mörgum stjórnmálamönnum mis- líkar þó slíkar ráðstafanir, þar sem þeir óttast að þær geti ógnað hinum rótgrónu hefðum opinnar stjórn- sýslu sem Svisslendingar eru al- mennt stoltir af. Ódæðismaðurinn, hinn 57 ára gamli Friedrich Leibacher, var ein- fari sem komst á sakaskrá fyrir of- beldisglæp fyrir aldarfjórðungi, en komst ekki í kast við lögin alla tíð síðan þar til hann gekk berserks- gang í þinghúsinu í Zug með áður- greindum afleiðingum. Upptökin að hatri Leibachers á ráðamönnum í Zug eru rakin til þess er strætis- vagnabílstjóri í Zug sakaði hann um að hafa verið drukkinn undir stýri. Upp úr því hófust málaferli sem end- uðu í síðustu viku með því að málinu var endanlega vísað frá dómi. Ná- grönnum hans í Alpabænum Seelis- berg virtist hann dagfarsprúður, greindur maður sem þeir hefðu aldr- ei trúað að væri fær um að fremja annan eins verknað. Hert á öryggis- gæslu í Sviss Zug, Seelisberg. AP, AFP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta því að lyfta rússneska kafbátnum Kúrsk af hafsbotni til þriðjudags eða mið- vikudags vegna storms í Barentshafi. Fyrirtækið sem annast björgun kafbátsins sagði í gær að ef veður leyfði yrði byrjað á mánudag að festa stálstrengi sem nota á til að lyfta kaf- bátnum upp. Upphaflega var ráðgert að kafbátnum yrði lyft upp 15. sept- ember en því hefur tvívegis verið frestað vegna veðurs. Kúrsk lyft upp í næstu viku Múrmansk. AFP. ULSTER Defense Association (UDA), ólögleg samtök róttækra sambandssinna á Norður-Írlandi, hafa heitið því að hætta árásum á kaþólska borgara og lögregluna og virða á ný áður yfirlýst vopnahlé. John Reid, ráðherra Norður-Ír- landsmála í brezku ríkisstjórninni, sagðist hafa verið að því kominn að lýsa því yfir að vopnahlé UDA frá 1994 væri fallið úr gildi, en slíkur úr- skurður af hálfu ráðherrans hefði sjálfkrafa þýtt að þekktir meðlimir samtakanna væru fangelsaðir á ný. Þess í stað féllzt ráðherrann á að taka mark á loforðum sem talsmenn öfgahópsins gáfu frá sér á síðustu stundu í því skyni að stöðva þá hrinu óeirða og átaka sem dunið hefur yfir Norður-Írland á undanförnum vik- um. Lögreglan hefur haldið því fram að meðlimir UDA eigi mikinn þátt í að espa til óeirða í norðurhluta Bel- fast undanfarið, þar sem herskáir mótmælendur hafa efnt til mótmæla fyrir utan kaþólskan stúlknaskóla á hverjum degi síðustu vikur. Í götuátökum síðustu nætur urðu tugir lögreglumanna fyrir misalvar- legum meiðslum. Norður-Írland UDA lofar bót og betrun Hillsborough. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.