Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 10
AÐGERÐIR FLUGLEIÐA 10 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL aðgerða sem Flugleiðir hafa ákveðið að grípa til í þeim til- gangi að bregðast við auknum tap- rekstri í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum er að hækka verð á flugmiðum um 5%. Miðar sem seldir eru í Bandaríkjum hækka um 10%. 183 starfsmönnum verður sagt upp, en samtals mun stöðugildum fækka um 273. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir gert ráð fyrir að af- koma Flugleiða versni um einn millj- arð á þessu ári vegna áhrifa hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Sigurður Helgason sagði á blaða- mannafundi í gær að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hefðu haft gífurleg áhrif á flug í heiminum og ferðaþjón- ustuna í heild. „Þetta hefur haft gíf- urleg áhrif á rekstur Flugleiða. Sam- dráttur er í bókunum, bæði berast færri bókanir og svo hrundu bókanir þegar fréttirnar bárust af hryðju- verkunum. Kostnaðurinn eykst einn- ig. Fyrstu þrír dagarnir kostuðu okkur 100 milljónir og við gerum ráð fyrir að frá 11. september til ára- móta muni þetta hafa neikvæð áhrif á reksturinn sem nemur einum millj- arði króna.“ Hrun í bókunum eftir hryðjuverkin Sigurður sagði að tap á fyrri helm- ingi ársins hefði verið meira en oft áður. Mjög vel hefði hins vegar gengið í júlí og ágúst. Hagnaður Flugleiða í júlí hefði verið meiri en nokkru sinni áður í sögu félagsins. Fyrsta vikan í september hefði einn- ig gengið vel. Bókanir í byrjun sept- ember hefðu verið meiri en á sama tíma í fyrra. Bókanir hefðu hins veg- ar hrunið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september sérstaklega í Banda- ríkjunum. Vetraráætlun Flugleiða byrjar í lok október sem þýðir að ferðum er fækkað frá því sem var í sumar. Fyr- irtækið hefur hins vegar ákveðið að fækka ferðum mun meira. Samdrátt- urinn í flugi til Bandaríkjanna er 32% og í Evrópuflugi er samdrátt- urinn um 10%. Sigurður sagði að það væri mat Flugleiða að hryðjuverkin myndu hafa langtímaáhrif á ferðaþjón- ustuna og þess vegna hefði verið ákveðið að fækka ferðum einnig næsta sumar. Samdrátturinn í flugi til Bandaríkjanna næsta sumar verð- ur 16% og 9% í Evrópuflugi. Sam- drátturinn nú er því samtals 18% og 11% næsta sumar. Sigurður sagði að ekki væri end- anlega ákveðið hvernig samdráttur- inn kæmi niður á ákveðnum flugleið- um. Þó væru ekki áform um annað en að fljúga á alla áfangastaði næsta sumar sem flogið væri á í dag, bæði í Evrópu- og Ameríkuflugi. Í dag fljúga vélar Flugleiða til New York, Boston, Baltimore, Minneapolis, Or- lando og Halifax. Fyrr á þessu ári var ákveðið að hætta flugi til Halifax í lok október. Síðastliðinn vetur fóru vélar Flugleiða 30 ferðir á viku til Bandaríkjanna. Félagið hafði ráð- gert að fara 27 ferðir, en nú eru horf- ur á að þeim verði fækkað niður í 20. Fylgjast með aðgerðum keppinauta Sigurður sagði að eitt af því sem gæti haft áhrif á ákvarðanir Flug- leiða á N-Atlantshafsflugleiðinni væri hvað önnur flugfélög ætluðu að gera. Það lægi t.d. fyrir að SAS ætl- aði að hætta öllu flugi frá Osló til Bandaríkjanna. SAS ætlaði líka að minnka flug frá Kaupmannahöfn til New York um 50%. Flugfélagið Delta, sem flogið hefur daglega milli Stokkhólms og New York, hefði ákveðið að hætta þessu flugi. Flug- félagið United Airlines, sem flogið hefur frá Stokkhólmi til Chicago, hefur einnig ákveðið að hætta ferð- um þangað. Sigurður sagði að þetta hefði áhrif á samkeppnisstöðu Flug- leiða. Aðeins tvö flugfélög fljúga til Min- neapolis í vetur, Flugleiðir og North West. Flugleiðir hafa haft þar sterka stöðu. Þrjú félög hafa flogið til Balti- more og eitt þeirra hefur ákveðið að hætta flugi þangað. Yfirvöld í Mary- landríki hafa boðið Flugleiðum markaðsaðstoð ef félagið heldur áfram að fljúga þangað og kvaðst Sigurður ekki eiga von á öðru en fé- lagið héldi því áfram. „50% af sætum sem Flugleiðir bjóða er á flugleiðum milli Íslands og Bandaríkjanna og því er mjög mik- ilvægt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvar samkeppni er að breytast inn á þessa staði. Við þurf- um að meta hvar eru tækifæri og hvar er áfram samkeppni. Markað- urinn er að minnka og því er mik- ilvægt fyrir okkur að fylgjast með framboði annarra flugfélaga,“ sagði Sigurður. Svipað framboð á sætum til Skandinavíu Sigurður sagði að samdrátturinn í Evrópufluginu yrði fyrst og fremst á meginlandinu. Hann nefndi Frank- furt, Amsterdam og París í því sam- bandi og sagði líklegt að ferðum á þessa staði yrði fækkað um eina á viku. Flugleiðir hafa staðið fyrir mikilli markaðssókn í Þýskalandi í samvinnu við þýskar ferðaskrifstof- ur. Sigurður sagði að félagið vildi bíða og sjá hverju hún skilaði áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. Hann sagði að vel hefði gengið að fljúga til London, en hugsanlega yrði einu eftirmiðdagsflugi til London hætt. Ekki væru uppi áform að draga úr framboði ferða til Skandin- avíu. Menn myndu þó fylgjast vel með bókunum og til greina kæmi að sameina flug til Osló og Stokkhólms þegar minnst væri að gera. Sigurður sagði að ákveðið væri að draga saman í þjónustu. Þjónusta í Ameríkuflugi yrði með svipuðu sniði og verið hefði. Í október yrði hins vegar byrjað að bjóða upp á ferskan mat í vélum sem fljúga til Glasgow og Osló og í nóvember yrðu kynntir nýir matseðlar á öðrum áfangastöð- um í Evrópu. Flugleiðir hafa einnig ákveðið að hætta símainnritun. Sigurður sagði að þessi ákvörðun væri hluti af hert- um öryggisreglum í flugi. Þá hafa stjórnendur félagsins tek- ið ákvörðun um að endurnýja ekki leigusamning vegna einnar Boeing 757-200-flugvélar og mun því far- þegaþotum félagsins fækka úr tíu í níu í maí á næsta ári. Við uppsagnirnar sem tilkynntar voru í gær fækkar stöðugildum hjá Flugleiðum og dótturfélögum þeirra úr 2.550 í 2.180. Þess má geta að árið 1995 störfuðu 1.300 manns hjá félag- inu. Tap Flugleiða eykst um milljarð vegna áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum Verð á flugferðum hækkar um 5–10% Morgunblaðið/RAX Una Eyþórsdóttir starfsmannastjóri, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Guðjón Arngrímsson blaða- fulltrúi kynntu ákvarðanir Flugleiða á fundi með fréttamönnum í gær. FRANZ Ploder, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist gera sér vonir um að hluti þeirra flugmanna sem sagt var upp hjá Flugleiðum í gær verði endurráðinn þegar skýrist hvaða langtímaáhrif hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa á flug í heiminum. Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, er sama sinnis. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, og Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Flugleiða, segja að allir í hópi þeirra sem hafi verið sagt upp fái umbeðna aðstoð og ráðgjöf varðandi framhaldið. Franz sagði að uppsagnirnar þýddu að 20% flugmanna sem störfuðu hjá Flugleiðum hefði verið sagt upp störfum. Auk þeirra 39 sem sagt væri upp nú hefði 6 verið sagt upp í sum- ar, en uppsagnir þeirra taka gildi nú um mán- aðamót. Hann sagði að þessar uppsagnir leiddu til talsverðra breytinga innan flug- mannahópsins því að um 20 flugstjórar hjá Flugleiðum misstu þann titil og yrðu flug- menn á ný. Þetta hefði jafnframt áhrif á launakjör þeirra. „Ég geri mér vonir um að það verði nokkrir endurráðnir þegar frá líður og menn sjá betur hvað er framundan. Félagið er búið að kosta miklu til við þjálfun mannanna. Ef Flugleiðir ætla að stækka aftur geri ég ráð fyrir að fé- lagið vilji reyna að halda í þá því að það er miklu ódýrara að ráða þá en nýja menn sem ekki hafa hlotið þjálfun,“ sagði Franz. Nauðsynlegt að skera niður í yfirstjórn ,,Við og félagar okkar erlendis erum sam- mála um að flugfélögin séu að nota þetta tæki- færi, þ.e. hryðjuverkin í Bandaríkjunum, til þess að gera grundvallarendurskipulagningu á rekstrinum sem þurfti að gera hvort sem er. Menn mega ekki gleyma því að það var ým- islegt að í rekstri félaganna fyrir þessa at- burði sem urðu 11. september,“ sagði Franz. Hann sagðist telja að það væri ekki nóg að segja upp fólki. Þegar um svona miklar breyt- ingar væri að ræða hlyti jafnframt að vera nauðsynlegt að skera niður í yfirstjórn félags- ins. Einnig hlytu stjórnendur Flugleiða að velta fyrir sér rekstri dótturfyrirtækja félags- ins sem flest væru rekin með tapi. Hann sagð- ist t.d. telja stofnun Flugfélags Íslands stór- kostleg mistök. Franz sagði óvíst hversu auðvelt yrði fyrir flugmenn sem missa vinnuna að fá vinnu er- lendis. Spurn hefði verið eftir flugmönnum, en eftir atburðina 11. september væri það allt breytt. Fá atvinnutækifæri væru einnig á Ís- landi fyrir flugmenn. Líklegt mætti telja að sumir þessara manna yrðu því að snúa sér að einhverju öðru starfi. Áttu von á uppsögnum Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flug- freyjufélags Íslands, sagði að flugfreyjur væru að sjálfsögðu ekki ánægðar með þessi tíðindi. „Það er ljóst að við áttum von á upp- sögnum. Það hefur legið fyrir að afkoma Flugleiða á fyrri helmingi ársins og á síðasta ári var slæm og síðan hafa hryðjuverkin ekki bætt stöðuna.“ Ásdís sagði að 400 flugfreyjur og flugliðar störfuðu hjá Flugleiðum, en 53 flugfreyjum var sagt upp í gær. Hún sagði að meðalstarfs- aldur þeirra sem sagt var upp væri 2,5 ár og flestar flugfreyjanna hefðu verið í fullu starfi. Um væri að ræða fólk sem ráðið var sumarið 2000 og að hluta til 1999. Allar flugfreyjur sem ráðnar voru í sumar hefðu verið ráðnar með tímabundna ráðningu. „Þessar uppsagnir eiga að taka gildi um áramót og í flugheiminum eru þrír mánuðir langur tími. Uppsagnirnar eru að nokkru leyti tilkomnar vegna hryðjuverkanna og menn sjá ekki fyrir áhrif þeirra. Maður ber þá von í brjósti að samdrátturinn verði ekki alveg svona mikill. Það hefur einnig verið mikil eft- irspurn eftir hlutastörfum og stjórnendur Flugleiða hafa lýst vilja til að koma til móts við þá sem vilja minnka við sig vinnu og við þá sem vilja fara í launalaust leyfi. Það verður vonandi til þess að draga úr skellinum,“ sagði Ásdís. 40 manns á skrifstofum og ýmsum deildum Flugleiða var sagt upp og eru flestir þeirra í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að um nauð- vörn Flugleiða vegna aðstæðna sé að ræða og ekki mikið við því að gera. Við einhverju í þessa veru hefði mátt búast, VR hefði fylgst með málum og gerði það áfram. Samband hefði verið haft við trúnaðarmenn félagsins og þau boð látin út ganga að ef félagið gæti stutt við bakið á fólkinu í þessari erfiðu stöðu væri það meira en sjálfsagt, en öll samúð væri með þessu fólki sem væri að missa vinnuna. Magnús segir að VR geti veitt félagsmönn- um sínum allar upplýsingar um stöðu þeirra og rétt, t.d. hvað varði uppsagnarákvæði og atvinnuleysistryggingasjóði, þurfi á því að halda. Óski fólk eftir sálfræðiaðstoð geti fé- lagið útvegað hana. Mikil hreyfing á vinnukraftinum Að sögn Magnúsar hefur verið mikil hreyf- ing á atvinnuleysisskrá VR-félaga að undan- förnu. Það bendi til mikillar hreyfingar á vinnukraftinum og í því sambandi segir hann að vonir séu bundnar við að ráðningar í versl- unarmiðstöðinni Smáralind létti á stöðunni. Hins vegar sé þetta mikið áfall. Ekki aðeins fyrir félagsmenn VR heldur alla sem þarna vinna. Þetta sé áfall sem gangi yfir allan heiminn en mikill uppgangur hafi verið í flug- rekstri hér undanfarin ár og þó að allur heim- urinn sé boginn undan þessu áfalli verði að vona að morgundagurinn boði betri tíð. Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Flug- leiða, segir að öllu starfsfólki, sem sagt hafi verið upp, hafi verið boðið, því að kostnaðar- lausu, í einkaviðtöl hjá sérfræðingum og ráð- gjöf varðandi framhaldið á vinnumarkaðnum. Viðbrögð forystumanna stéttarfélaga við uppsögnum Flugleiða sem tilkynntar voru í gær Gera sér vonir um að sumir verði endurráðnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.